Olíulindirnar aukast að verðgildi og fara ekkert.

Það er eðlilegt að margir hér á landi séu að fara á taugum út af hinum gríðarlega efnahagsvanda sem hrunið leiddi yfir okkur.

Samningurinn við Magma Energy og þrásókn í að ráðstafa allri orku heilu landshlutanna í hendur einstökum álfyrirtækjum eru dæmi um þetta.

Vel kann að vera að skattaumhverfið, sem talað er um varðandi athafnir á Drekasvæðinu þurfi endurskoðunar. Það fylgir hins vegar ekki sögunni að hvaða leyti þetta umhverfi er svo "íþyngjandi" og þess vegna lítið um það að segja meðan upplýsingar um það vantar. 

Um þetta þarf að upplýsa og taka um það vandaða umræðu frekar en að fara á límingunum í örvæntingu. 

Hitt er ljóst að þessar hugsanlegu olíulindir fara ekkert. Framundan er óhjákvæmilegt skeið samdráttar í vinnanlegri olíu í heiminum og þá verða olíulindir, sem áður voru ekki taldar arðbærar, samkeppnishæfar.

Hugsanlega verður vinnsla á Drekasvæðinu eða fyrir suðvestan landið samkeppnishæf við svipað skattaumhverfi og nú er eftir einhver ár, þótt hún sé það ekki núna.

Frekari upplýsingar um stöðu mála í nútíð og framtíð og "íþyngjandi skattaumhverfi" óskast til handa okkur, þjóðinni,-  eigendum þessara hugsanlegu olíulinda. Allt upp á borðið !  

 


mbl.is Skattarnir afar íþyngjandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ómar hér er röð myndbanda, sem ég held að þú og allir umhverfissinaðir hafi áhuga á. Það fjallar um auðlindir og svokallaðan exponential growth og þá blekkingu, sem höfð er í frammi, þegar tölfræði er borin á borð í tengslum við þetta. Afar upplýsandi og fræðandi fyrirlestur.

Smella Hér.

Þetta er fyrsta myndbrotið af 8. Hin finnast á síðunni.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.9.2009 kl. 15:19

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta skýrir líka af hverju og hvernig kapphlaupið um orkulindir er svo desperat. Stórveldin vita þessar staðreyndir, en það er ekki verið að flagga þeim.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.9.2009 kl. 15:20

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Svakalega er ég sammála þér þarna, nema með eitt.  Það þarf ekkert að breyta sköttunum.  Annað hvort fella menn sig við ákvarðanir stjórnvalda eða þeir fara eitthvað annað.  Sá tími að náttúruauðlindir þjóðarinnar séu seldar á tombóluprís á að vera liðinn.  Erum við menn eða mýs?

Marinó G. Njálsson, 23.9.2009 kl. 15:20

4 identicon

Þegar við erum komin í Evrópusambandið verður þetta allt ákveðið í Bruxelles. Ekki í Reykjavík.

Broccoli (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 15:42

5 identicon

Á Bloomberg í dag:

Rio Tinto ætlar að loka álveri í Wales þar sem fyrirtækið náði ekki nógu góðum samningi um verð á rafmagni...

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=newsarchive&sid=aDURgcI4dP_8

Auk þess virðist forstjóri Alcoa ekki alveg með hreinan skjöld ef marka má þessa frétt:

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=newsarchive&sid=a.XmNfGeZ.Qg

Nafnleysa (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 15:58

6 Smámynd: Anna Grétarsdóttir

Ég fer nú að hallast að því að hér vanti einn góðann Hugo Chaves (lítur út fyrir að vera vitlaust stafað en nenni ekki að ath. það...)

@Broccoli, mitt uppáhalds grænmeti, vona að ég lesi þetta rétt sem kaldhæðni !!!!

Anna Grétarsdóttir, 23.9.2009 kl. 16:07

7 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Við skulum ekki gleyma því, Ómar, að þjóðin taldi sig eiga fiskinn í hafinu umhverfis landið, en í reynd eru það nokkrir sjálfskipaðir „greifar" sem slegið hafa eign sinni á hann. Getur ekki í versta falli farið svo, að upp rísi hér á landi fámennur flokkur olíugreifa sem kemst upp með það í félagi við illa þokkaðan ráðamann og annan að þinglýsa á sig olíukvóta eða bara olíunni allri ef því er að skipta ?

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 23.9.2009 kl. 16:27

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lög nr. 170/2008 (29. desember) um skattlagningu kolvetnisvinnslu:

[Þá var við völd ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks og fjármálaráðherra var Árni M. Mathiesen.]

III. kafli.
Kolvetnisskattur.

9. gr. Gjaldskylda.

Þegar skattskyldur hagnaður aðila skv. 3. gr. nær 20% af skattskyldum rekstrartekjum hans á heilu skattári skal á þann hagnað lagður sérstakur kolvetnisskattur sem kemur í stað vinnslugjalds hjá þeim sem það hafa greitt.

10. gr. Skattskyldar rekstrartekjur.

Til skattstofns kolvetnisskatts teljast allar tekjur skv. B- og C-lið 7. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Hafi mánaðarleg sala á kolvetni farið fram á lægra verði en viðmiðunarverði skv. 6. gr. skal við útreikning skattstofns miða við viðmiðunarverðið.
Við ákvörðun á skattstofni kolvetnisskatts skal að öðru leyti en að framan greinir miða við ákvæði laga nr. 90/2003 eftir því sem við getur átt."

Þorsteinn Briem, 23.9.2009 kl. 17:56

11 identicon

Jónas Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 21:51

12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hmm, Drekasvæðið er á frekar miklu dýpi. Þar eru veður einnig fremur vond. Að auki, hefur enginn enn borað þar eftir olíu.

Svo, þegar erlend fyrirtæki skoða þessi mál í dag, þá skiptir allt máli sem heitir kostnaður, þar með talið skattar.

Sannarlega verða þessar auðlindir einhverntíma nýttar, en við getum haft áhrif á hvenær þetta einhverntíma verður.

Það hefði vissa kosti, að þetta einhverntíma, yrði innan næstu 15-20 ára, því þá myndi þessi innkoma geta hjálpað okkur við það að klára, okkar kreppuskuldir, aðeins fyrr en annars verður.

--------------------------

Það getur því verið athugunarvert, að slaka á þessum sköttum, skv. gildandi lögum, til að gera nýtingu þessa svæðis meira aðlaðandi. "0" skattar, yfir t.d. 10 ára tímabil, mætti t.d. skoða, þá viðkomandi fyrirtæki gefin 10 ár, til að borga upp megnið af þeim kostnaði, sem lagt var í við það að leita að olíu, og hefja vinnslu.

----------------------------

Eitt enn, sem vert er að hafa í huga, að vegna erfiðra aðstæðna, verður rekstrarkostnaður linda á þessu svæði, alltaf tiltölulega hár. Það þýðir, að hver sá er fenginn er til að nýta þessa auðlind, verður ekki með nærri því eins hátt borð fyrir báru, tekjulega vs. kostnað, eins og t.d. sá sem vinnu olíu í Íraq.

Skattalegt umhverfi þarf því, að skoðast af varfærni, þ.e. ef við raunverulega höfum áhuga á að þessar lindir verði nýttar.

En, þ.e. náttúrulega spurning no. 1.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.9.2009 kl. 22:45

13 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Komið hefur í ljós að einmitt á þessu svæði er, þótt ótrúlegt megi virðast, eitthvert skásta veðurfar á Norður-Atlantshafi !

Ómar Ragnarsson, 23.9.2009 kl. 22:51

14 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég held að aðalkostnaðurinn, sé dýpið.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.9.2009 kl. 23:27

15 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Var að hlusta á allan fyrirlestur Alberts Bartletts, heilar 80 mínútur, og naut hverrar mínút. Mæli með honum.

Ómar Ragnarsson, 24.9.2009 kl. 00:07

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hafdýpi yfir áhugaverðum myndunum á norðurhluta Drekasvæðisins er yfirleitt á bilinu 1.000 til 1.500 metrar (SAGEX 2006). Gera má ráð fyrir að bora þurfi allt að 3.000-3.500 metra frá hafsbotni að hinum hugsanlegu olíu- og gaslindum."

Olíuleit á Drekasvæði við Jan Mayen-hrygg


31.03.2009: "Hafi einhver efast um að hægt sé að bora eftir olíu á tvöþúsund metra dýpi á Drekasvæðinu, þá er þetta tækið, borpallurinn Barents sem verður tilbúinn í júní, og er helmingi hærri en Hallgrímskirkjuturn.

Geir Sjöberg, forstjóri Aker Drilling, segir borpallinn hannaðan til að bora á allt að þrjúþúsund metra hafdýpi og borinn komist tíuþúsund metra niður í jarðlögin undir botninum
. [...]

Bornum er stjórnað með stýripinnum og hátæknivædd stjórnstöð sér um að halda borkrónunni kyrri á sama punktinum í ólgandi stórsjó, því þetta er fljótandi borpallur, sérstaklega hannaður fyrir erfiðar aðstæður á norðurslóðum.

Geir Sjöberg segir að til að standast kröfur um að mengun berist ekki út í umhverfið, um öryggi starfsmanna og um skilvirkan og hagkvæman rekstur sé svona nútímaborpallur einmitt rétta tækið. Hver bordagur mun kosta um eitthundrað milljónir króna, hver hola um tíu milljarða, og að jafnaði þarf að bora tíu holur áður svar fæst um olíu."

Olían lekur upp úr Drekasvæðinu

Þorsteinn Briem, 24.9.2009 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband