Úrelt fríðindi.

Alþingismenn eiga að hafa það sæmileg laun að þeir hafi efni á að fylgjast með því sem er að gerast í þjóðlífinu og erlendis í gegnum fjölmiðla og á netinu.

Óþarfi á að vera að borga fyrir þá nettengingar heima hjá sér, kostnað við að horfa á sjónvarp eða lesa blöð.

Á Alþingi til dæmis að borga áskriftargjöld nefndarmanna í viðskiptanefnd þingsins að Viðskiptablaðinu eða erlendum viðskiptablöðum?

Á Alþingi að borga nefndarmönnum í samgöngunefnd áskrift að bíla- eða flugblöðum?

Auðvitað ekki og kannski er það bara ágætt á ýmsum sviðum að hér hafi komið kreppa og hreyft við ýmsu.

´


mbl.is Alþingi hætt að greiða fyrir heimsend dagblöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Af því læra börnin málið að það er fyrir þeim haft/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 25.9.2009 kl. 15:02

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála, Ómar

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.9.2009 kl. 15:25

3 Smámynd: Offari

Tímasetningin er samt fyndin.

Offari, 25.9.2009 kl. 15:57

4 identicon

Áskrift að dagblöðum, sjónvarpi og interneti teljast eðlilegur hluti af heimilisrekstri og algerlega fáránlegt að menn fái það niðurgreitt vegna þingmennsku. Það er sjálfsagt að menn fái einhvern stuðning vegna útgjalda sem hljótast beinlínis af starfinu en sjálfsvirðing manna á að hindra þá í að þiggja einhverja aumingjastyrki.

Það þarf einnig að tímasetja alla styrki þannig að þeir falli sjálfkrafa niður séu þeir ekki endurnýjaðir. Ég er ansi hrædd um að menn séu að fá allskyns greiðslur og sporslur í allt of langan tíma. Einnig finnst mér að líftími nefnda ætti að vera fyrirfram ákveðinn og að greiðslur til þeirra falli sjálfkrafa niður nema líf þeirra sé framlengt um ákveðinn tíma. Einnig að nefndarmenn fái ekki lokagreiðslur fyrir nefndarsetur fyrr en niðurstöðum nefndar hefur verið skilað. Þannig væri hægt að spara mikla peninga.

Hrönn (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 17:10

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á Alþingi fær það enginn frítt,
en ekki fyndist mér það skítt,
þó það þúsund kosti kall,
með Kötum þar nú eitt gott spjall.

Þorsteinn Briem, 25.9.2009 kl. 18:01

6 identicon

Ég er ekki sammála þér Ómar varðandi nettenginguna. Alþingismenn vinna töluvert heima hjá sér og því eðlilegt að vinnuveitandinn greiði fyrir nettenginguna.

Jóhannes Jónsson (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 18:17

7 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sammála öllum nema Jóhannesi. Flestir eru með sítengingu, svo það kostar fjölskylduna ekkert aukalega að pabbi eða mamma sendi einhver skjöl hingað og þangað í emil meðan krakkinn drukknar í MSNinu á sömu tengingu.

Villi Asgeirsson, 25.9.2009 kl. 18:35

8 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

snilldar performans hjá þér í sjónvarpinu í kvöld :)

Brjánn Guðjónsson, 25.9.2009 kl. 20:24

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk.

Ómar Ragnarsson, 25.9.2009 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband