Mannval.

511321B

Engin þeirra þriggja, Álfheiður Ingadóttir, Svandís Svavarsdóttir eða Ögmundur Jónasson eru verkkvíðnar manneskjur. Þessi þrjú hafa með verkum sínum og dugnaði sýnt fram á að hægt sé að fela þeim krefjandi verkefni. 

Ögmundur er sérstæður maður hvað varðar trúnað við hugsjónir sínar og eftirsókn eftir heiðarleika. Af gömlum og grónum kynnum við þennan dugnaðarfork veit ég að það var þessi hugsun sem réði afsögn hans í gær, - ekki verkkvíði. Gríðarleg eftirsjá er að honum úr því starfi.

Af kynnum af Álfheiði Ingadóttur og störfum hennar veit ég að hún hefði með sóma getað tekið við starfi umhverfisráðherra ef Svandís Svavarsdóttir hefði farið í heilbrigðisráðuneytið.

Álfheiður hefur lengi fengist við umhverfismál og látið þau sig miklu varða.

En hún hefur líka sinnt vel störfum í viðskiptanefnd og í öðrum málaflokkum og býr yfir pólitískri reynslu á ýmsum sviðum.  

Það er skiljanlegt að talið væri einfaldara að hafa þetta eins og það er nú orðið og ég óska Álfheiði til hamingju og alls hins besta í líkast til erfiðasta ráðuneytinu. 

.  


mbl.is Álfheiður verður ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svandís Svavarsdóttir er að góðri leið með að fæla alla aðila sem vilja fjárfesta hér á landi í burtu með öfga-umhverfisstefnu sinni.  Gott ef ekki að hin svo-kallaða "græna" stóriðja, gagnaver, hrökklist héðan líka. 

Alfheiður gæti svo fullkomnað þetta verk með því að friðlýsa öllu Íslandi og gera það að einum allsherjar þjóðgarði, en þess í stað stofna hér borgríki, með öllum þeim ókostum sem stórborgir hafa í för með sér eins og umferðaröngþveiti, félagsleg vandamál, gettó-myndanir, aukin glæpatíðni, mengun o.fl. sem virðist vera svo eftirsóknarvert við stórborgir. 

Í svona borgríki gætu menn eins og Andri Snær Magnason setið á kaffihúsi og skrifað draumórakennda bók um rómantíkan við það að vera svo rík þjóð af því að við eigum svo mikið af ósnertum víðáttum og auðnum.

Svo eigum við náttúrlega að lifa á ferðamönnum, þessum sem koma til Íslands gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar og gera lítið annað en að fara í Bláa Lónið, fara til Reykjavíkur, fara Gullna hringinn, og svo út aftur heim til sín.

Einar Bergur Halldórsson (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 14:07

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigmundur Einarsson jarðfræðingur skrifar í dag í Smuguna:

Hinar miklu orkulindir Íslands - Getum við virkjað endalaust?

Þorsteinn Briem, 1.10.2009 kl. 20:38

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Miðað við forsendur höfundar er ljóst að bygging 360 þús. tonna álvers í Helguvík hreinsar ekki bara upp alla fyrirliggjandi og væntanlega virkjunarkosti á Suðvesturlandi, heldur líka á Suðurlandi. [...]

Orkunotkun almennings vex um 2% árlega og við viljum kannski eiga til orku til að framleiða eldsneyti á skipa- og bílaflotann og jafnvel fyrir flugvélar. Og var ekki verið að tala um gagnaver og netþjónabú og kísilverksmiðju o.fl. o.fl. [...]

Álver í Helguvík og á Bakka myndu soga til sín nær alla orkuna frá orkulindum á Suður-, Suðvestur- og Norðausturlandi, ekki bara frá jarðvarmavirkjunum heldur einnig frá vatnsaflsvirkjunum. Þar með er farin nánast öll hagkvæmasta orkan í landinu. [...]

Því miður er það svo að stóri sannleikurinn um hinar miklu orkulindir Íslands er tómt plat. Þetta eru skýjaborgir sem byggðar eru á raupi óábyrgra manna sem ógerlegt er að vita hvort eða hvað hugsa. Það er fráleitt að æða út í framkvæmdir við álver eins og gert er í Helguvík og halda að það "reddist einhvern veginn" þegar fyrirsjáanlegt er að það reddast ekki."

Hinar miklu orkulindir Íslands - Getum við virkjað endalaust?

Þorsteinn Briem, 1.10.2009 kl. 22:18

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er búinn að margsegja þetta að undanförnu en það er eins og hér sé sama hugsun ríkjandi og var fyrir rúmum áratug þegar menn töluðu í fúlustu alvöru um Ísland sem "Bahrein norðursins" þar sem við gætum setið eins og Arabar með túrbana við rafstrenginn til Evrópu og stjórnað raforkuverði álfunnar.

Staðreyndin er hins vegar sú að öll örka Íslands myndi aðeins verða langt innan við eitt prósent af orkuþörf álfunnar !

Ómar Ragnarsson, 1.10.2009 kl. 22:27

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Af hverju "gera erlendir ferðamenn lítið annað en að fara frá Leifsstöð um Bláa lónið, Reykjavík og Gullna hringinn? Af því að hér er rekin "sjortara"-ferðamennska mestan part, - öll áherslan á suðvesturhornið í stað þess að nýta jafn vel aðra möguleika sem eru til ferðamennsku.

Ómar Ragnarsson, 1.10.2009 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband