Til hamingju með Framarakveðju.

Ég er búinn að vera lengur skráður félagi í Fram en ég hef lifað og það má nærri geta hve mikið ég lifði mig inn í þann hluta bikarúrslitaleiksins, sem ég hafði tök á að horfa á í sjónvarpi á ferð um Eyjafjörð í gær.

Mér fannst það skemmtilegur leikur sem þessi lið buðu upp á og spennan mikil, eins og sést á því hve litlu munaði oft að mitt lið skoraði og hve litlu munaði að skot Paul McShane færi inn.

Það er haft að orðtaki að "sætt sé sameiginlegt skipbrot" og það er svo sem hægt að nota það um þessa bikarkeppni.

Úr því að mitt félag varð ekki bikarmeistari var það þó huggun harmi gegn að KR varð það ekki heldur, heldur félag sem aldrei hefur hampað bikarnum.

Þess vegna flytur gamli Framarinn Breiðabliki hamingjuóskir með þennan áfanga í sögu þess félags.  


mbl.is Breiðablik bikarmeistari í fyrsta skipti eftir vítakeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Það er misjafnt hvort mönum finnst snjórinn góðu eða vondur.

Þegar snjórinn gerist góður

gaman er að leika sér

Oft þá brekkur brunar óður

Bjarni fel þar niður fer.

Þegar snjórinn verður vondur

varla ferðast nokkur hér

Færast ekkert fastar Hondur

og fatalausir spinna sér.

Offari, 4.10.2009 kl. 11:41

2 Smámynd: Offari

Þessi athugassemd hjá mér lenti greinilega á vitlausum stað.  Þarna ætlaði ég að svara góðum snjó á Ólafsfirði.

Offari, 4.10.2009 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband