Ítrekun á stefnu heils árs.

Ég man ekki betur en að Stoltenberg hafi strax tekið því fálega að lána Íslendingum fyrir tæpu ári.

Norðmenn hafa undanfarið staðið að því með öðrum þjóðum að vilja ekki lána okkur nema með skilyrðum varðandi Icesave og AGS.

Neitun Stoltenbergs nú er fyllilega í samræmi við afstöðu norsku stjórnarinnar í næstum heilt ár.

Það var varla við öðru að búast en þessum tölvupósti frá norska forsætisráðherranum. Því miður.   


mbl.is Hærra lán ekki í boði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar, hver sendir tölvupóst og spyr hvort það sér virkilega hægt að fá stórt lán?? Hvers konar þjóðarleiðtogi á þetta eiginlega að vera? ég bara spyr...

Þarna var Jóhanna beinlínis að biðja um að fá það ekki... enda henni og samfylkingu lítið í hag að losna við AGS...

Einar Freyr (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 00:15

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í fyrrahaust hafði Steingrímur J. Sigfússon samband við samherja í systurflokki VG í Noregi og sagði að þar væri mikill velvilji í garð Íslendinga og gæfi það til kynna að við gætum fengið lán þaðan og losnað við að hafa samband við AGS.

Það var í kjölfarið á þessu sem leitað var nánar eftir afstöðu norsku ríkisstjórnarinnar og þar kom fram andstaða stjórnarinnar við slíka lánveitingu og þar á eftir sú afstaða sem norska ríkisstjórnin hefur haft allt til þessa dags. 

Það er ekki hægt að segja að Steingrímur J. hafi ekki reynt eins og hann gat en því miður varð það árangurslaust. 

Nú hafa þrír íslenskir flokksformenn, Steingrímur, Jóhanna og Sigmundur Davíð leitað eftir norskri aðstoð án skilyrða og eftir stendur að við fáum ekki þessi kjör. Ég get ekki séð að við getum kennt þeim um eða einhverju einu þeirra hvernig þetta hefur farið og finnst það út í hött að eitthvert þeirra hafi verið að bera formlega upp beiðni með þvi hugarfari að beiðnin vær send til þess að fá neitun.

Ómar Ragnarsson, 10.10.2009 kl. 00:29

4 identicon

Tölvupóstur eða ekki, það skiptir engu í þessu tilfelli. Norðmenn eru búnir að ítreka þetta svo oft, m.a. á tveggja manna fundum Steingríms með norskri stallsystur sinni.

Þetta útspil framsóknarmanna í síðustu viku var kjánalegt frá upphafi. Auðvitað vissu allir svarið, það hefði engu breytt þó Jóhanna hefði farið bónarferð til Óslóar.

Ég tek eftir að víða á netinu er verið að velta þessu fyrir sér, tölvupóstur eða fundur, einsog það hefði einhverju breytt. Alveg dæmigert fyrir það þegar umræðan snýst um smáatriði og form en ekki aðalatriðin. Aðalspurningarnar eru nefnilega þessar tvær:

Af hverju vilja Norðmenn ekki lána okkur framhjá AGS-áætluninni? og: Af hverju vilja Norðmenn ekki lána okkur fyrr en gengið hefur verið frá Icesave-skuldbindingunum?

Svarið er einfalt. En með því að hengja sig í form um tölvupóst eða fundahöld þá er horft framhjá aðalatriðum málsins. Og þau eru grafalvarleg.

Þorfinnur (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 02:55

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

NORSKA RÍKISSTJÓRNIN SEGIST EKKI VILJA GREIÐA REIKNINGINN VEGNA FRJÁLSHYGGJUTILRAUNA ÍSLENDINGA:

1.10.2010
: "SV-leder og finansminister Kristin Halvorsen [formaður Sósíalíska Vinstriflokksins (Sosialistisk Venstreparti) í Noregi og fjármálaráðherra] står hardt på at lån til Island skal gis gjennom det internasjonale valutafondet, IMF.

Betingelsene for et slikt lån er imidlertid omstridte på Island, og inneholder blant en garanti om at islendingene erstatter tapene nederlandske og britiske kunder har hatt i den konkursrammede banken Icesave.

Finansdepartementet er for travelt opptatt til å kommentere saken i dag, men viser til tidligere uttalelser om at verken Island eller Norge er tjent med direkte avtale mellom Norge og Island.

Marianne Aasen [
talsmaður norska Verkamannaflokksins (Arbeiderpartiet)] sier Island nå må gjennom en hestekur, og at det ikke fins noen snarvei ut av finanskrisen.

- Det er uaktuelt å gjøre dette på egenhånd. Norske skattebetalere skal ikke betale for eksperimentet for det som høyresida på Island har stått for. Det har vært et liberalistisk høyrevridd prosjekt. At vi skal betale det, er ikke riktig. Når et land har krise er det da IMF og internasjonale organisasjoner som skal tre i kraft, sier Aasen."

Þorsteinn Briem, 10.10.2009 kl. 04:22

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.10.2009 átti þetta nú að vera.

Þorsteinn Briem, 10.10.2009 kl. 04:36

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hugsanlegt lán frá Rússum:

"ISTANBUL, October 4 [2009] (RIA Novosti) - Russia could borrow from $2 billion to $4 billion from the World Bank next year to ease the effects of the economic crisis, Finance Minister Alexei Kudrin said on Sunday."

Rússar biðja hugsanlega Alþjóðabankann um lán á næsta ári


Sameiginlegri fréttatilkynning frá fjármálaráðuneytum Íslands og Póllands
4.10.2009:

"Lánið frá Póllandi er viðbót við lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) til Íslands, sem nemur 2,1 milljarði Bandaríkjadala, og er veitt til stuðnings við efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda sem stofnað var til í samstarfi við AGS í þeim tilgangi að koma á jafnvægi í íslenskum efnahagsmálum eftir fjármálakreppuna sem skall yfir haustið 2008. [...]

Lánið verður borgað út í þremur jöfnum hlutagreiðslum sem eru tengdar annarri, þriðju og fjórðu endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands með AGS, og er hver greiðsla háð því að viðkomandi endurskoðun hafi verið samþykkt.
"

Skrifað undir pólska lánið

Þorsteinn Briem, 10.10.2009 kl. 05:36

9 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þráhyggjan er komin á mjög alvarlegt stig. En þegar valdablokkin er að liðast í sundur fyrir augunum á þeim og það er Jóhanna Sigurðardóttir af öllum sem telur menn á lær sér og flengir á opinberum vettvangi, þá verða viðbrögðin undarlegri með hverjum deginum og orgin hærri

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.10.2009 kl. 07:14

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er því orðið alveg ljóst að við Íslendingar verðum sjálfir að greiða IceSave-reikningana, óreiðuskuldir Kjartans Gunnarssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins og bankaráðsmanns í Landsbankanum.

Að öðrum kosti fáum við ekki lán frá nokkru ríki, ekki einu sinni Norðmönnum.

Þorsteinn Briem, 10.10.2009 kl. 07:37

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Undirrituð er nú þeirrar skoðunar að því færri og smærri lán sem við þurfum að taka þess betra.

En miðað við skrif Steina Briem virðist mér sem stærstu mistök íslenskra stjórnvalda hafi verið að kalla til AGS.

Kolbrún Hilmars, 10.10.2009 kl. 17:34

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Per Olaf Lundteigen er ekki einu sinni í fjárhagsnefndinni á norska Stórþinginu.

2005-2009
Medlem, Finanskomiteen, 19.10.2005 - 30.09.2009.

2009-2013
Medlem, Valgkomiteen, 08.10.2009 - 30.09.2013.

Representant nr 9
for Buskerud, 2009 - 2013, Sp. [Senterpartiet].

Født 18.04.1953 i Øvre Eiker, Buskerud.

Sønn av gårdbruker og tømmermåler Einar Lundteigen (1924-).

Um Per Olaf Lundteigen á heimasíðu norska Stórþingsins

Þorsteinn Briem, 10.10.2009 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband