Enn eitt "eitthvað annað."

515103B

Ef samningar næðust um uppsetningu samsetningarverksmiðju rafbíla hér á landi myndi það skapa hundruð starfa og þessi starfsemi yrði góð fyrir ímynd landsins og þarmeð viðskiptavild.

Það yrði mikið fagnaðarefni. Þó er rétt fagna ekki of snemma, því að vinnuafl í heimalandi rafbílsikns er ódýrt.   

Listinn lengist sífellt yfir "eitthvað annað" sem hægt væri að nota orku okkar í á þægilegan hátt í takt við örugga og yfirvegaða virkjanastefnu þar sem ekki er flanað að neinu.

En vegna þess að enginn þessara aðila, sem falla undir "eitthvað annað" kaupir alla fáanlega orku heilla landshluta í heilu lagi er þeim í raun skákað aftur fyrir álverin, sem eiga hug ráðandi afla allan.


mbl.is Indverskir rafbílar hugsanlega settir saman hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hver myndi kaupa bíl hannaðan í Indlandi og samsettan hér. Engin nema einhverjir trúarofstækis menn. Hve mikil viðbót við Ímynd Íslands myndi bætast við og hverju skiptir það. Verum bara við og notum okkar bíla þar til þeir verða útkeyrðir síðan getum við spáð í nýjan bíl annað væri bruðl óg öllum til skammar.

Valdimar Samúelsson, 12.11.2009 kl. 19:41

2 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Sælir

Mér þætti það satt að segja með ólíkindum og ég er stórlega vantrúaður á það að það geti verið hagkvæmt að setja saman bíla á Íslandi þ.e. flytja allt efni í þá til Íslands og síðan út aftur á markað.

Annars vegar veit ég ekki hvort áhugi er á því á Íslandi að kaupa bíla sem skaða umhverfið minna en hefðbundnir bílar. Mér sýnist Íslendingum vera nánast hundsama um það hvað bíllinn eyðir miklu. Það sýnir bílaflotinn á Íslandi þ.e. fáránleg stærð bílana og það að menn láta þá standa tímunum saman í lausagangi algjörlega að nauðsynjalausu.

Það er líka einkennilegt að menn skuli ekki hafa komist lengra í þróun rafbíla. Það er enn verið að tala um 100-200 km akstur á hleðslunni og 6-8 tíma hleðslu. Veit ekki hvað þessi hraðhleðsa þýðir en hún er alla vega 1.5 klukkutímar. Og hvernig er með hita og aðra rafmagnsnotkun í bílnum að vetrarlagi. Ég er kannske neikvæður en mér segist svo hugur um að bíl eins og þessi eigi lítt uppá pallborðið hjá Íslendingum.

Jón Bragi Sigurðsson, 12.11.2009 kl. 20:07

3 Smámynd: Helgi Jónsson

Jón Bragi. Staðreyndin er sú að flestir aka bílnum sínum innan við 100 km á dag og gætu því auðveldlega notað svona bíla og hlaðið þá upp á nóttinni svona rétt eins og símann sinn. hitinn í bílnum hlýtur að vera rafmagns, hvort rafmagnið fyrir þessa venjulegu notkun kemur frá rafgeymunum eða frá alternator líkt og í hefðbundnum bílum veit ég ekki, Ómar veit sennilega meira um það en ég. En ég held að þessir bílar eigi fullt erindi við Íslendinga og gætu hentað vel sem annar bíll á heimili, þ.e.a.s ef ríkið eyðileggur ekki hagkvæmni þeirra með skattheimtu. Hvað varðar hagkvæmni þess að setja upp samsetningarverksmiðju hér er það bara reikningsdæmi. Indverjarnir vilja njóta tollalaga EES og þá þurfa þeir að framleiða bílana innan svæðisins. Þar kemur inn í reikninginn launakostnaður, orkukostnaður flutningur og ótalmargt annað.

Helgi Jónsson, 12.11.2009 kl. 22:09

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Gallinn við rafbílana er lítið drægi og jafnvel þótt það breytist svo að hægt sé að aka alla leið til Akureyrar á einni hleðslu, heftir það frelsi ferðamannsins að verða þá með bílinn bundinn vegna hleðslu í margar klukkustundir.

Fyrir mörgum árum sá ég það fyrir mér að rafbílar yrðu þannig hannaðir að auðvelt væri að skipta geymunum út.

Þá myndi maður aka af stað til Akureyrar, skipta um geyma rafgeymastöð á miðri leið og síðan aftur á Akureyri.

Við núverandi aðstæður er hægt að gera margt. Með hagræðingu í skattakerfi bílaflotans má liðka fyrir rafbílaeign og því að fólk eigi tvo bíla, - annan þeirra rafbíl og hinn bíl sem getur farið óhindrað eins langt og þarf.

Undir þann flokk falla nú þegar metanknúnu bílarnir sem geta haldið áfram á bensíni þegar metanið þrýtur.

Ómar Ragnarsson, 12.11.2009 kl. 22:25

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jón Bragi talar um óhagkvæmni þess að flytja dótið hingað til samsetningar og svo bílana út. Þannig eru nú reyndar flestir bílar gerðir. Blöndungur í einu landi, hedd í öðru, blokk í þriðja o.s.f.v.

En Ómar, þú talr um að einhver listi lengist af "eitthvað annað".

Það er ekki nóg að telja bara einhverja hluti upp og segja að listinn lengist. Það þarf að vera raunhæft

Ég er alls ekkert viss um að rafbílasamsetning sé óraunhæf hér og ég segi bara komi það sem koma vill.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.11.2009 kl. 01:02

6 identicon

Góðan daginn allir

 Ég sé ekkert sem gæti hindrað það að við setjum saman rafbíla og jafnvel framleiðum í þá einhverja hluti. Með aukinni notkun á rafhlöðum í rafmagnsbíla þá munu þær ná að endast betur því þá munu menn þróa þær betur. varðandi það að geta ekki keyrt til Akureyrar í einum rykk held ég að það skipti ekki máli.

 við stoppum á bensínbílnum til að kaupa bensín og pulsu sú sjoppa sem væri með rafmagnsstaura annað hvort með gjaldmæli eins og stöðumæli eða bara frítt myndi fá rafbíla menn til að stoppa og hlaða þannig gæti 40 mín stopp gert mikið fyrir rafhlöðuna.

Halldór (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 01:32

7 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Jú satt er það Helgi. En staðreyndin er líka sú að margir sem nú keyra innan við 100 km á dag velja af einhverjum ástæðum að fara ferða sinna á fjallajeppum sem eyða þrisvar sinnum meira en flestir hentugri smábílar. Og hvort rafmagnið í þessum bílum er tekið beint af rafgeyminum eða gegnum alternator. Það þarf alla vega þá aukið rafmagn til að knýja þann alternator.

Varðandi samsetninguna þá er ég efins að það borgi sig að flytja allt dótið út í Atlantshafið og svo aftur til baka. Ísland er nú einu sinni afskekkt og langt frá mörkuðum.

Jón Bragi Sigurðsson, 13.11.2009 kl. 06:44

8 identicon

Verða þetta ekki bara borgarbílar ?

Vigdís Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 11:04

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"REVA hefur á undanförnum árum selt rafbíla í 26 löndum. [...]

Bílarnir sem koma til landsins koma úr nýrri verksmiðju sem hefur framleiðslugetu upp á 30 þúsund rafbíla á ári. NLE og REVA eru að meta hagkvæmni þess að setja upp sambærilega samsetningarverksmiðju hér á landi sem þjónusta myndi Evrópumarkað."

Samsetningarverksmiðja REVA-rafbíla hérlendis


"Rafbíll getur verið minna en 4 sekúndur að ná 100km/klst. og ekið á yfir 200 km/klst. Falleg hönnun og mikill kraftur einkennir nútíma rafbíla.

Hægt er að keyra stóran hluta rafbíla 150-400 kílómetra en hérlendis er venjulegum heimilisbíl ekið að jafnaði 35-40 kílómetra á dag og rafhleðslan dugar því almennt 4-10 sinnum þá vegalengd."

Háskólinn á Bifröst vorið 2009 - Hagkvæmni rafbílaframleiðslu á Íslandi

Nýir rafbílar

Háskóli Íslands - Af hverju rafbílar?


Northern Lights Energy

Þorsteinn Briem, 13.11.2009 kl. 11:18

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Almennt tekur 3-4 tíma að hlaða tóma rafhlöðu. Með hraðhleðslu tekur hins vegar 10–30 mínútur að ná allt að 95% af hleðslunni.

Og sumir bílaframleiðendur hafa tekið þá ákvörðun að bjóða sem valkost rafhlöður sem ætlaðar eru eingöngu fyrir hraðhleðslu og ná til dæmis 95% hleðslu á tíu mínútum.

Nýir rafbílar

Þorsteinn Briem, 13.11.2009 kl. 11:41

12 identicon

Heill og sæll Ómar.

Það er rétt með óhagkvæmni rafbíla að það tekur langan tíma að hlaða þá, það hefur verið talað um þetta sem skref afturábak í þeim þægindum sem felast í því að eiga bíl. Á bensínbíl er hægt að keyra fleiri hundruð kílómetra, fylla hann á örfáum mínútum og keyra til baka þessa fleiri hundruð kílómetra.

Þó hefur verið bent á leið úr þessu, að í stað þess að það þurfi að hlaða batteríið í bílnum verði komið upp nokkurs konar "skiptistöðvum". Þ.e.a.s. rafhlöðurnar eru af staðlaðri gerð og þegar þörfin kallar að þá fjarlægir þú rafhlöðuna úr bílnum og færð aðra fullhlaðna þess í stað. Þessar skiptistöðvar yrðu þá eins og bensínstöðvarnar í dag.

M.b.k.

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 12:02

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þórður Ingi. Það er ekki rétt að langan tíma þurfi að hlaða rafbíla.

Yfirleitt tekur um fimm mínútur að taka bensín á bensínstöð og greiða fyrir bensínið.


Sumir rafbílaframleiðendur hafa tekið þá ákvörðun að bjóða sem valkost rafhlöður sem ætlaðar eru eingöngu fyrir hraðhleðslu og ná til dæmis 95% hleðslu á tíu mínútum.

Hægt er að keyra stóran hluta rafbíla 150-400 kílómetra
og fimm mínútur skipta hér yfirleitt engu máli.

Hérlendis er venjulegum heimilisbíl ekið að jafnaði 35-40 kílómetra á dag og rafhleðslan dugar því almennt 4-10 sinnum þá vegalengd.


Og að sjálfsögðu er ör þróun í rafhlöðum rafbíla, líkt og fartölva.


Nýir rafbílar

Þorsteinn Briem, 13.11.2009 kl. 13:02

14 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ómar talar reyndar líka um hugmyndina um rafgeymaskiptistöðvar, líkt og bensínstöðvar

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.11.2009 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband