Í annað sinn á stuttum tíma.

Það eru ekki nema nokkrar vikur síðan við hjónin, Helga og ég, sáum loftstein splundrast þegar við voru að koma um miðnætti norðan úr landi og vorum stödd yst við Hvalfjörð.

Í kvöld sáum við svipað á leið um Flóaveg fyrir austan Selfoss og í sömu átt.

En það var fleira að sjá. Á leið frá árshátíð Jöklarannsóknarfélags Íslands í Þórsmörk fylltu Norðurljós hálfan himininn og í logninu og heiðríkjunni í Þórsmörk ljómaði himininn af stjörnudýrð sinni.

Þessu missa höfuðborgar oft af vegna hinnar miklu rafbirtu sem fyllir loftið yfir borginni.

Þegar Iðunn, dóttir okkar, og Friðrik Sigurðsson tengdasonur okkar, voru kennarar í Vík í Mýrdal hér um árið var það eitt hið minnisstæðasta frá dvöl þeirra þar að sjá ásamt börnum sínum slíka sjón, sem þau voru rænd þann tíma sem þau ólust upp í Reykjavík.


mbl.is Loftsteinn sprakk á austurhimni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli H. Friðgeirsson

Já þetta er góð ábending um "rafbirtuna". Ég var með brennandi áhuga á stjörnuhimninum á unglingsaldri og bjó í Laugarneshverfi. Þá fór ég stundum á það svæði sem tjaldstæðið í Laugardal er og Laugarnar, lagðist á bakið ofan í ræsi á þurra syllu og rýndi í stjörnumerkin. Það var oft kalt.

Það örvaði mjög löngun til menntunar fræða og trúarþörfina, sem er persónuleg og nær út fyrir svið raunvísinda, út fyrir fjórar víddir efnisheimsins. 

Það væri fínt ef til væri staður tileinkaður stjörnuskoðun í grenndi við höfuðborgina, mér koma helst í hug dalir á Hengilsssvæði. Upphitaður skáli með "sólbekkjum" til að liggja á og njóta uppsýnisins.

Gísli H. Friðgeirsson, 15.11.2009 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband