Kemur mér ekki á óvart.

Það á ekki að koma okkur á óvart að Íslendingar geti orðið fyrir aðkasti erlendis vegna Icesafe og svipaðra mála. 

Sjálfur fékk ég orð í eyra í Bandaríkjunum strax daginn eftir að hin fleygu orð í Kastljósi um að við borguðum ekki höfðu verið spiluð á sjónvarpsstöðvum.

Það á heldur ekki að koma okkur á óvart þótt heitið Ísland sé að verða að nýyrði yfir það að efnahagslíf þjóðar hrynji eða að við séum höfð að háði og spotti. 

Við megum samt ekki alhæfa um það að allir útlendingar vilji nota tækifærið til að skeyta skapi sínu á okkur eða leggja okkur í einelti. 

Og þaðan af síður eigum við að leggjast í væl og sjálfsvorkunn yfir því hvað allir séu vondir við okkur heldur einbeita okkur að því að laga til heima hjá okkur og fá aðrar þjóðir til að sýna okkur sanngirni og skilning. 

Ef við kennum öllum öðrum um en okkur sjálfum munum við eyðileggja sjálf fyrir okkur og vera sjálfum okkur verst.  


mbl.is Veist að Íslendingi í Bretlandi vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Við  getum þó kennt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Evrópubandalaginu, Bretum og Hollendingum um að ætla að pína okkur til að borga Icesave sem við skuldum ekki, Ómar, þó við kennum ekki ÖLLUM öðrum um. 

Elle_, 27.12.2009 kl. 17:58

2 identicon

Eg held ad thetta se hreinlega bara enn eitt daemid um fjolmidla ad reyna ad gera ulfalda ur myflugu. Eg by sjalfur i Bretlandi og Bretar hafa einungis synt samud i gard okkar, yfir framferdi stjornvalda sinna,

Daniel Logi (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 18:48

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Mér finnst reyndar merkilegt hvað okkur gengur vel í samskiptum við erlenda aðila í ýmsum orkuverkefnum og fleiru þrátt fyrir það sem á undan er gengið.

Það er mikilvægt að þeim sem sekir eru varðandi hrunið sé refsað sem fyrst og haldið fyrir utan öll viðskiptaleg samskipti á bæði innlendum og erlendum vettvangi. Þannig er von til þessa að við endurvinnum okkur traust að nýju.

Ómar Bjarki Smárason, 27.12.2009 kl. 18:53

4 Smámynd: au

Það er kostulegt þegar einstaklingar eins og Tómas láta aðra hafa áhrif á sig með smá kroti. Heil þjóð er stimpluð ef við viljum taka það inn að hún sé stimpluð. Við skulum muna að heil þjóð er í senn sérstök en einstaklingar misjafnir. Tómas hefur valið að búa í Bretlandi. Best væri fyrir hann að flytja heim og yfirgefa þröngsýna nágranna sína.

Fjöldi Breta heimsækir Ísland ár hvert. Ég vinn við að kynna land og þjóð fyrir fjölda breta. Aldrei fann ég fyrir hatri í garð íslendinga síðastliðið sumar. Ég tel því að hugarfar einstakra nágranna Tómasar sýni ekki tilfinningar allra Breta gagnvart okkar þjóð. Slíkt fullyrðing er fásinna. Að greiða Icesave kemur heldur ekki til greina að mínu mati!!!

Þeir sem eru núna óöruggir um sig í Bretlandi eru velkomnir heim til Íslands aftur! Það vantar fleiri vinnandi hendur til að halda þjóðfélaginu gangandi fyrir afkomendur okkar. Slíkt er meira virði, en að láta tilfinningalegt rugl um hvað þjóð gerir annarri þjóð hafa áhrif á sig og sína.

Bretar eru alltaf Bretar og verða áfram hvort sem Icesave er greitt eða ekki!!!

au, 27.12.2009 kl. 18:54

5 identicon

Ég bý í Finnlandi, og vinn þar við ferðamennsku.

Allir þeir útlendingar sem ég er að vinna með og þeir kúnnar sem við þjónustum(koma allstaðar að úr heiminum) eru forvitnir um land og þjóð, Ísland heillar ennþá og mun alltaf gera.

Aldrei hef ég upplifað andúð eða reiði gagnvart Íslandi eða Íslendingum vegna Icesave eða nokkurs annars.

 Ég er líka þeirrar skoðunar að Icesave eigi ekki að borga.

Halldór Kristófer Guðmundsson (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 19:03

6 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Tek undir með öðrum sem hér skrifa og búa í útlöndum. Hef enga andúð orðið var við í garð Íslands eða Íslendinga, miklu fremur meðaumkun.

Þar fyrir utan myndu Frakkar síst af öllum hryggjast yfir óförum enskra, þ.m.t. þeim sem hættu fé sínu á Icesave-reikningum.

Ágúst Ásgeirsson, 27.12.2009 kl. 19:45

7 identicon

Hann sagði að við ætluðum ekki að borga erlendar skuldir óreiðumanna, og bætti við að amma hans hafði kennt honum að þeir sem ekki borguðu skuldir væru taldir óreiðumenn.

http://www.youtube.com/watch?v=26irOb_RxhU&feature=player_embedded

Ég hef bæði komið til Bandaríkjanna og Englands og Skotlands eftir hrun og hef ekki orðið var við annað en  elskulegheit frá þessum þjóðum.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 20:37

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég heimsótti íslenskan vin minn í Hollandi um daginn og hann hafði ekki orðið var við neina andúð, nema síður sé. Miklu frekar samúð með þjóðinni.

Í 60 miljón manna þjóðfélagi er ekkert skrítið að einhverjir hagi sér með þeim hætti sem segir frá í fréttinni, en þetta er blásið upp hér í fjölmiðlum.

Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að þjóðin sem slík hafi orðið fyrir álitshnekkjum. Við eigum að bera höfuðið hátt, enda höfum við ekkert gert af okkur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.12.2009 kl. 20:45

9 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Kastljósviðtalið við Davíð hefur verið okkur dýrt á svo margann hátt og raunar afskipti Davíðs af stjórnmálum á Íslandi líka. Sérstaklega að hann skyldi ekki halda Viðeyjarsamkomulagið við Jón Baldvin um ESB

Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.12.2009 kl. 20:54

10 Smámynd: Elle_

Viðtalið var OKKUR ekki dýrt, hann sagði að við ætluðum ekki að borga skuldir óreiðumanna og við eigum EKKI að borga skuldir óreiðumanna.

Elle_, 27.12.2009 kl. 21:59

11 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ég verð alltaf stolt af því að vera íslendingur, í blíðu jafnt sem stríðu

Guðrún Sæmundsdóttir, 27.12.2009 kl. 22:29

12 Smámynd: Offari

Þetta er allt öðrum en mér að kenna.

Offari, 27.12.2009 kl. 22:52

13 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ég er enn stoltur af að vera Íslendingur en hvað lengi get ég verið það ef Icesave verður samþykkt þá fer ég að efast um hversu mikið stolt þjóðarinnar getur verið það er aumingjaskapur að láta fara svona með sig. Ómar Bjarki rétt hjá þér hef bent á þetta margsinnis.

Sigurður Haraldsson, 27.12.2009 kl. 23:07

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég endurtek aðeins það sem ég sagði í upphaflega pistlinum, að við megum ekki alhæfa út frá einstökum atvikum um það að útlendingar almennt vilji skeyta skapi sínu á okkur eða leggja okkur í einelti.

Sjálfur ber ég húfu með merki íslensku flugmálastjórnarinnar, skjaldarmerki íslands, fánanum og landvættunum með vængjum, stoltur af því að vera flugmaður og Íslendingur hvar sem ég fer.

En daginn sem ég fékk að heyra það fjarri fósturjarðar ströndum að við værum þjóð sem "borguðum ekki" áttaði ég mig á því mikla verki sem við eigum óunnið á næstu árum varðandi það að öðlast aftur þá óskoruðu reisn og þann heiður og velvild sem við áður nutum alls staðar, hvar sem við fórum.

Ómar Ragnarsson, 27.12.2009 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband