Mynd sem vekur miklar hugrenningar.

Stærsti kostur myndarinnar um Nóa er sá hve miklar hugrenningar og vangaveltur hún vekur um siðferðilegar spurningar. Sumum kanna að finnast margt fjarstæðukennt í myndinni, en gildi ævintýrakenndra sagna felst að mínum dómi einmitt í ævintýrinu sjálfu, hversu ótrúlegt eða órökrétt sum atriði þess kunna að vera.

Og góð frammistaða aðalleikaranna, Russel Crowe og Jennifer Conelly, er einn helsti kostur myndarinnar.  

Sagan um syndaflóðið, Nóa og örkina hans er fyrst og fremst dæmisaga á siðferðilegum nótum, og ef maður tekur þessa stórbrotnu mynd á þann veg, finnst mér hún bara býsna góð, vegna þess að hinar siðferðilegu spurningar sem hún veltir upp, eru sígildar og nauðsynlegar.

Yfirgnæfandi líkur eru á því að 21. öldin muni verða tímamótaöld í sögu mannskynsins, úr því að því tókst ekki að tortíma sjálfu sér og lífi á jörðinni með kjarnorkustyrjöld á 20. öldinni.

Hvort sem kjarnorkustyrjöldin færist yfir á þessa öld eða ekki, mun helstu auðlindir jarðar fara þverrandi eigi síðar en um miðja öldina þegar olíuöldinni, langstystu og mögnuðustu öld í sögu mannkynsins, lýkur.

 

 


mbl.is Mikil er ábyrgð fósturdóttur Nóa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einstæðar illdeilur, óvissa og óreiða.

Á ferðum mínum í 28 þjóðgarða og tugi vinsælla útivistarsvæða í þremur heimsálfum hefur hvarvetna blasað við árangur varðandi umhyggjusamlega umgengni og virðingu fyrir þessum stöðum og svæðum.

Þar sem aðgangur hefur verið sérstaklega seldur, hefur ferðamönnum verið afhentur vandaður upplýsingabæklingur til að auðvelda honum dvölina og auka ánægju hans, og strax í hliðinu sjálfu og á svæðinu, sem selt er inn á, blasir það við, sem gert hefur verið fyrir þennan aðgangseyri.

Ekkert í samanburði við þetta blasir við þeim ferðamönnum, sem nú er gert að greiða aðgangseyri í illdeiluferðamannastöðum okkar heldur á að skjóta fyrst og spyrja svo.

Sums staðar erlendis, svo sem á vinsælum göngu- og siglingaleiðum, er notuð ítala til þess að tryggja að ferðafólkið fái notið lágmarks einveru án þess að eiga á hættu að lenda í svipuðu fjölmenni og í byggð. Um það gilda reglur sem fullkomin sátt er um.

Hvergi finnast í sögu þessara svæða svo ég viti til dæmi um illdeilur og úlfúð eða óvissu og óreiðu, sem nú hefur haldið innreið sína á Íslandi. Hvergi er að finna viðlíka ringulreið og vitleysa varðandi eignarhald og nú er á Geysisvæðinu.  

Íslendingar hafa haft aðgang að reynslu annarra þjóða í þessum efnum í áratugi, og fyrir fimmtán árum reyndi ég bæði í fréttum og sjónvarpsþáttum að miðla upplýsingum um þetta til okkar, jafnframt því að greina frá því áliti reyndra erlendra ferðamanna að umgengnin við Geysi og víðar væri þjóðarskömm fyrir okkur.

Nú erum við sjálf í ofanálag byrjuð skarað eld að höfðum okkar með illdeilum, sem spretta af blöndu af tómlæti og sérhagsmunagræðgi sem gerir okkur að viðundrum.

 


mbl.is Hætta milligöngu um miðasölu að Geysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. mars 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband