Vægi vinstri og hægri stefnu enn sterk, en fara dofnandi.

Vinstri stefna hefur stundum verið kennd við það að vera einkum fylgjandi félagshyggju en hægri stefna að vra einkum fylgjandi markaðshyggju, þ. e. sósíalismi gegn kapítalisma.

Þetta kemur oft fram í því mismunandi skoðunum á því hvaða aðferðir menn vilji nota til þess að ná ákveðnum markmiðum, til dæmis hvort því sé betur náð með því að láta einkaframtakið um það eða með því að láta einstaklingsframtakið ná því.

Línurnar eru hins vegar alls ekki skýrar í öllum málum. Þannig hef ég bent á það að í ríki einkaframtaksins, Bandaríkjunum, hafa verðmætustu náttúrusvæði landsins verið í ríkiseign, en hér á landi er hins vegar allur gangur á því, samanber einkaeign á Kerinu, Dettifossi, Hverarönd, Leirhnjúki, Gjástykki o. s. frv.

Einnig er athyglisvert að í skoðankönnunum um Kárahnjúkamálið 2002 og um einn heilan þjóðgarð á miðhálendi Íslands hefur stærsti flokkspólitíski hópurinn hvað höfðatölu snertir verið þeir, sem jafnframt sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn.

Vægi vinstri og hægri stefnu eru að vísu enn sterk en fara dofnadi andspænis stærstu verkefnum 21. aldarinnar, svo sem hrikalegum umhverfis- og orkuvandamálum, sem eru einfaldlega svo stór að ekki er hægt að flokka þau undir hægri eða vinstri.   


mbl.is Vinstri-hægri enn marktækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fimm milljarðar í tekjur og löggan græðir.

Það var ánægjuleg metúskrift frá Háskóla Íslands í dag með á þriðja þúsund útskrifuðum kandídötum fyrir troðfullri Laugardalshöll.

Meðal þeirra var Ómar Þór Óskarsson ( og Ninnu) dóttursonur okkar Helgu.  

Kristín Ingólfsdóttir rektor upplýsti um það að skólinn aflaði að lágmarki fimm milljarða króna á ári hverju í formi erlendra styrkja og verkefna.

Einnig að það að skólinn hefur komist í tölu 300 bestu háskóla heims væri árangur sem væri hlutfallslega á við það sem 26 milljóna manna þjóð gæti vænst.  

Lögreglan í Reykjavík mun græða vel á samkomuhaldi í Laugardalnum í dag, því að vegna hins mikla fjölmennis í Laugardalshöllunni í tvígang auk útitónleika rétt hjá og annarra viðburða var svo mikill mannfjöldi í dalnum að bílastæðin þraut og höfðu lögreglumenn í nógu að snúast við að ljósmynda bíla til að geta sektað eigendur þeirra.   


mbl.is Skilgreinum hvar styrkurinn liggur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Happafengur fyrir Íslendinga.

Viðtöl við landsliðsþjálfarinn okkar í knattspyrnu, Lars Lagerback, eru ævinlega gefandi og upplýsandi.

Við Íslendingar höfum oft átt þeirri gæfu að fagna að góðir útlendingar hafi lagt okkur lið allt frá því er Rasmus Kristján Rask gerðist forgöngumaður um það að bjarga íslenskri tungu frá glötun og hefja uppbyggingu málsins okkar.

Áhrifamiklir og öflugir Danir voru í hópi þeirra sem stærstan þátt áttu í baráttunni fyrir því að við fengum handritin heim.  

Meira að segja EFTA-dómstólinn lagði til röksemd fyrir úrskurði sínum í fyrra, sem Íslendingum sjálfum hafði ekki hugkvæmst að halda fram.

Lars Lagerback er slíkur happafengur fyrir okkur.  

 


mbl.is „Fótbolti er gerviviðburður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. júní 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband