Er hlaup í suðvestur enn inni í myndinni ?

Í dag má sjá að margir stórir skjálftar eru nú í suðvestanverðri Bárðarbungu. Á flugi yfir bunguna í hádeginu í gær mátti sjá, rétt áður en ský fóru að hylja bunguna, að svo virtist sem nýjar íssprungur væru að koma í ljós á suðvesturhluta hennar og aðrar sprungur að stækka. 

Sjá mynd af einni sprungunni á fésbókarsíðu minni.  

Þetta minnir svolítið á Kröflueldana á sinni tíð þegar skjálftar og órói færðust sitt á hvað til suðurs eða norðurs og enginn vissi hvar jarðeldur myndi koma upp.

Níu sinnum kom upp kvika, en aðeins einu sinni í suður og þá í einhverri mestu mýflugumynd sem eldfjallasaga jarðar kann að geyma. En enginn veit hve litlu munaði þá að gos í Bjarnarflagi og þar suður af yrði stærra og meira.   

Þess vegna er nauðsynlegt að útiloka ekki neinn af þeim möguleikum, sem þarna eru og geta leitt stórflóð niður í fern vatnasvið hið minnsta, suður í Grímsvötn, suðvestur í Köldukvísl og niður Tungnaá og Þjórsá, niður í Skjálfandafljót eða niður í vatnasvið Jökulsár á Fjöllum.  


mbl.is Bíddu, það er ekkert gos!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. ágúst 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband