Verður "öldin okkar" svona, - og enn verri ?

Ýmsar spár sem gerðar voru fyrir síðustu aldamót um það hvernig 21. öldin, "öldinn okkar", sem nú lifum, yrði, og margar þeirra voru svartsýnar á að aukinn friður og færri manndráp vegna styrjalda og átka yrðu einkenni aldarinnar.

Orsakirnar eru ekki aðeins vaxandi átök á milli iðkenda trúarbragða, heldur einnig sívaxandi breytingar á gróðurfari og náttúru vegna mengunar og loftslagsbreytinga af mannavöldum.

Eyðimerkurnar sækja á, skógar minnka og ofan á þetta bætist að auðlindir fara að þverra.

Á þessu ári hefur orðið breyting til hins verra og enda þótt Sýrland sé í forgrunni, einkum vegna dæmalauss flóttamannastraums þaðan til Evrópu, má ekki gleyma Suður-Súdan og öðrum löndum þar sem ástandið er enn verra.

Að skrifa á þennan hátt um þetta kann að sýnast sem svartsýnisraus, en þvert á móti er nauðsynlegt að benda á umfang og ástæður vandans til þess að efla mönnum hug og dug til að takast almennilega á við hann.


mbl.is Yfir 250 þúsund dánir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nóg er af orðunum, - komið að efndunum.

Mörg og merkileg orð falla nú á Hringborði norðursins og víða um heim um hin tröllauknu viðfangsefni, sem blasa við núlifandi kynslóðum jarðarinnar.

Svona hefur þetta gengið allt frá ráðstefnunni í Ríó fyrir aldarfjórðungi, en efndirnar hafa verið sáralitlar.

Á meðan hrannast viðfangsefnin og vandamálin upp og verða æ illleysanlegri eftir því sem árin líða.

Nóg er af orðunum, - komið að efndunum.


mbl.is Á ferðalagi um breyttan heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein mynd segir meira en þúsund orð.

Margar af meistaralegum myndum Ragnars Axelssonar í gegnum tíðina hafa sannað ofangreint spakmæli.

Enn bætir hann við í einstakt safn sitt af því fyrirbæri sem alþjóðleg ráðstefna fjallar um í Reykjavík.

Það er ekki alltaf sem forsætisráðherrar Frakka og Breta eru á ferðalagi hér á svipuðum tíma, og það sýnir mikilvægi málefnisins.

Því miður heyrast enn sungnar raddirnar um slæman "umhverfisiðnað" sem velti sér upp úr tilbúnum og röngum kenningum.

Svo langt var gengið í fyrra að fullyrða að loftslag færi nú hratt kólnandi á jörðinni.

Sannast þar enn hvað stórir stundarhagsmunir og hagsmunir fjársterkra valdaafla geta ráðið miklu hjá fjölda fólks.  


mbl.is Magnaðar myndir RAX frá Grænlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. október 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband