Halldór mátti heita Kiljan og líka Laxness.

Merkilegt er og furðulegt hve langur sá málarekstur hefur staðið lengi að Jón Gnarr megi heita Jón Gnarr og tregða íslenskra yfirvalda í þessu máli hefur verið fáránleg.

Það er nefnilega fjarri því að vera nýtt að rithöfundur og listamaður taki sér eftirnafn, og jafnvel breyti til í því efni.

Halldór Guðjónsson hætti snemma að nota föðurnafn sitt og um miðja síðustu öld var nafn hans Halldór Kiljan Laxness, samanber upphaf eins texta frá þessum árum: "Er Kiljan gerðist Nóbelskáld og og KK blés í sax."

Síðar sleppti Halldór Kiljansnafninu og hét aðeins Halldór Laxness. Og þannig verður það vafalaust áfram.

 

 


mbl.is Jón Gnarr má heita Jón Gnarr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stundum koma upp óvænt mál á fundum stjórnmálaflokkanna.

Erfitt er að spá því fyrirfram um stóra fundi stjórnmálaflokka hvort þar komi upp óvænt mál sem valda umróti eða mikilli athygli út í frá.

Á síðasta landsfundi Samfylkingarinnar var olíumálið af þessum toga; nefnd fundarins lagði fram tillögu að stefnubreytingu sem var samþykkt.

Það kom mörgum á óvart út í frá en var þó eðlilegt þegar skoðuð er ítarleg rannsókn á vegum flokksins fyrir landsfund á öllum atriðum málsins.

Nú er sams konar tillaga uppi á borðinu hjá Vinstri grænum.

Miklu róttækari tillaga hjá Vg er um slit á stjórnmálasambandi við Ísrael. Hún mun áreiðanlega vekja miklar umræður bæði utan flokks og innan.

Hjá Sjálfstæðisflokknum vekur athygli, að ekki er minnst á verðtryggingarmálin í drögum að álykunum fyrir landsfundinn.

Dæmi eru um það frá fyrri landsfundum að inn í tómarúm á einhverju sviði hafa komið tillögur sem hafa heldur betur hleypt lífi í fundina.

Á síðustu landsfundum hefur ESB-málið verið heitt en spurning, hvort það verði það nú.

Ekki þarf landsfundi til þess að bombur séu sprengndar á fundum á vegum flokka.

Þannig var það óvænt ályktun á fundi Alþýðuflokkskvenna í Reykjavík í september 1979 um þáverandi stjórnarsamstarf sem sprengdi stjórnina.  


mbl.is Ekki landsfundur deilna og átaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æ verra útsýni hjá öllum!

Ætla mætti að ofangreint slagorð ríki nú hjá bílaframleiðendum um allan heim. Þegar Range Rover kom á markað 1970 var útsýnið úr honum frábært og mikil hjálp fyrir bílstjórann í torfærum jafnt sem borgarumferð.

Allt frá 1950 höfðu bílaframleiðendur lagt áherslu á og auglýst sem best útsýni út úr bílum sínum, stundum með prósentutölum um stærð glugga.

Síðustu árin hefur hins vegar svipuð tískubylgja riðið yfir í bílaframleiðslunni og var á árunum 1934-48, æ minni gluggar, hærri gluggalína og verra útsýni.

Þegar Land Rover Freelander kom á markað og kantað og hátt vélarhúsið var opnað á þessum nýja bíl, kom í ljós þvílíkt ónotað rými yfir vélinni, að hægt hefði verið að koma þar fyrir varahjólbarða, - allt fyrir þá tísku að vélarhúsið væri sem allra hæst.

Nú hefur þetta breiðst út um flotann í vaxandi mæli eins og sjá má á nýjasta Discovery Sport, sem burtséð frá þessu er feykilega góður bíll.

Útsýni er öryggisatriði, og NCAP prófunin í Evrópu ætti að gefa stjörnur fyrir það. Það yrði eina leiðin til að slá á þessa slæmu þróun sem þjónar aðeins tísku, sem hönnuðir búa til og er engum til gagns, heldur óþurftar.  


mbl.is BL frumsýnir nýjan Discovery Sport
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. október 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband