Jón og séra Jón.

Samtökin Læknar án landamæra njóta mikillar virðingar og það var ljóst, að Bandaríkjamenn kæmust ekki upp með það að þræta fyrir loftárás á þau.

Á myndskeiði sem sýnt var af villimannlegri árás þyrluflugmanna á saklausa borgara á götu í Bagdad hér um árið höguðu morðingjarnir eins og þeir væru að drepa flugur og gerðu að gamni sínu.

Það hefði átt að rannsaka þennan stríðsglæp og fleiri en var ekki gert, enda ekki um lærða vestræna lækna og hjúkrunarlið að ræða.

Ísraelsmenn hafa ekki beðist afsökunar á hatrömmum og mannskæðum árásum sínum á sjúkrahús og sjúkraskýli á Gazaströndinni þegar þeir drápu alls um tvö þúsund manns, þar af stóran hluta þeirra á barnsaldri.

Þetta eru stríðsglæpir og það er engin afsökun að svona árásir séu ekki eins hryllilegar og manndráp hryðjuverkamanna, sem þeir fremja með köldu blóði.


mbl.is Obama baðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvær fréttir um lífsstríð landsbyggðar í einum fréttatíma.

Í fyrradag mátti heyra tvær fréttir í sama fréttatímanum um atriði sem grafa undan byggð á landsbyggðinni.

Önnur var um skort á leikskólarými í Skagafirði og hin um slæmar afleiðingar tilfæringa í menntakerfinu fyrir Vestfirði.

Þessar fréttir báðar voru um aðeins einn málaflokk, menntamál, en það er landlægur misskilningur að aðeins atvinnumál skipti sköpum fyrir byggð á landsbyggðinni.

Heildar fólksfjöldatölur segja stundum nærri því ekki neitt um það hvernig byggðin standi.

Langmikilvægasta talan er fjöldi kvenna á barneignaaldri. Þær eru forsenda byggðar.

Þess vegna eru leikskólar og aðrir skólar svo mikilvægir. Það þýðir lítið að bjóða atvinnu ef aðeins er hugsað um einhleypa karla.

Ef ekki er hægt að hafa börn á leikskóla fara konur og börn í burtu og byggðin deyr.

Svipað gildir um menntun unglinganna.


mbl.is Naglar í kistu Ísafjarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eldgamalt vandamál og ófremdarástand lifa enn góðu lífi.

Margir, margir áratugir eru síðan fram kom hugmyndin um sameiginlegan lífeyrissjóð allra launþega landsins.

Glundroðinn í þeim málum hefur flækt kjaramálin og hvað eftir annað komið efnahagsmálunum í uppnám með tilheyrandi afleiðingum, "höfrungahlaupi" í kjarabaráttunni, mikilli verðbólgu og síendurteknum gengisfellingum krónunnar, öllum til óþurftar og armæðu.

Nú er að verða liðinn sjöttungur 21. aldarinnar og þessi draugur síðari helmings 20. aldarinnar lifir því miður enn svo góðu lífi, að kannski mun 22. öldin renna upp áður en komið verður skikki á þessi mál í líkingu við það sem er hjá nágrannaþjóðum okkar.


mbl.is Slitnaði upp úr viðræðum SALEKS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. október 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband