Tregðan skaðaði mest.

Tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa lent í vandræðum á embættisferli sínum, sem þeir hefðu að mestu getað komist hjá ef þeir hefðu hreinsað málin strax eins vel og þeim var unnt og aldrei dregið neitt undan, heldur hjálpað til við að upplýsa málin.

Í staðinn fór öll orkan í það í upphafi já Hönnu Birnu að bregðast við eðlilegri upplýsingaöflun fjólmiðla sem "ljótum pólitískum leik" og pólitísku samsæri og hjá Illuga var tregðast við að hreinsa málið eftir því sem það var unnt.

Báðir ráðherrarnir eru í hópi yngri ráðherra í gegnum tíðina og hefðu því átt að vera með á nótunum í því umhverfi sem er á upplýsingaöld og öld gegnsæis og hreinna vinnubragða.

 


mbl.is Bætir örugglega ekki stöðu mína segir Illugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn á vakt við Hverfisgötu.

Kjaramál lögreglumanna eru í miklum ólestri og hafa lengi verið. Upplýsingar um kjör þeirra eru sláandi, en af því að ekkert verkfall fylgir þeim, drukkna þær í flóði annarra frétta.

Yfirvöld virðast yppta öxlum og lögreglumenn eru seinþreyttir til vandræða, en það er grafalvarlegt mál hvernig málum er nú komið.

Dæmin um fjöldaveikindi, lokaðar hverfisstöðvar og eitt útkall á höfuðborgarsvæðinu sýna ástand, sem ekki er verjandi.

Ég get bætt við einu persónulegu dæmi: Þegar stolið var af mér bakpoka með miklu verðmætum fyrir framan nefið á mér, fleira fólki, öryggisvörðum og öryggismyndavélum í anddyri Landsbankans fyrir viku kom í ljós að aðeins einn lögreglumann var að finna í aðalstöðinni við Hverfisgötu.

Þetta var að vísu  á þeim tíma sem skrifstofunum þar er lokað og húsið tæmdist á augabragði vegna fundar lögreglumanna út af kjaramálum, segir samt sína sögu.

Það er óþarfi að hafa orð um ástandið sem tengd frétt á mbl.is lýsir, og er ekki boðlegt í nútíma samfélagi.   


mbl.is Lögregla greinir frá einu útkalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins og kjötskrokkar í sendibíl Sláturfélagsins ?

Lesa má að í Frakklandi hafi það þótt refsiverð fyrirlitning á mannréttindum fanga, sem ekki reykti, að neyða hann til að deila klefa með reykjandi mönnum.

Með því þótti hafa verið brotið gegn mannlegri virðingu fangans og hann sviptur þeim mannréttindum að fá að forðast hættuna af óbeinum reykingum, - ekki talinn þess virði að mega það.  

Sú spurning vaknar hvort líta megi sömu augum á það, að þegar handteknu fólki í Gálgahrauni var hent inn í sendibíl lögreglunnar og neitað um það að spenna bílbeltin á leiðinni í fangelsi.

Með því voru föngunum send þau skilaboð að þeir væru ígildi kjötskrókka hjá Sláturfélaginu og að fangarnir væru ekki þess virði að vera meðhönandlaðir sem lifandi manneskjur sem fylgdu landslögum um að spenna bílbeltin.  


mbl.is Brutu gegn mannlegri virðingu fangans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. október 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband