Ólíkt Carlsen skipstjóra á Flying Enterprise.

Það er aldagömul eða jafnvel árþúsunda hefð fyrir því hvernig rýma skuli skip, flugvélar og landfarartæki. Konur og börn fyrst og skipstjórinn eða yfirstjórnandinn síðastur.

Sagan geymir mörg dramatísk atvik þar sem skipstjórar ýmist virtu þessa miklu kröfu að vettugi eða hlýddu henni út í ystu æsar af miklu hugrekki.

Ég minnist enn þeirra fjórtán daga um áramótin 1951 til 52 sem liðu eftir að fragtskipið Flying Enterprise hafði sent út neyðarkall vestur af Ermasundi. 

Það hafði fengið á sig 45 gráðu halla í miklu óveðri 28. desember og var öllum bjargað frá borði nema hinum danska Kurt Carlsen skipstjóra. 

Heimsbyggðin fylgist með öndina í hálsinum næstu tvær vikurnar, allt til 10. janúar, með erfiðum björgunartilraunum í foráttuveðri og allan tímann þraukaði Carlsen á þann hátt í skipinu sem var síðustu dagana liggjandi í 60 gráðu halla í haugasjó, án þess að karlinn léti sér bregða. 

Að lokum var útséð um björgun skipsins og þá fyrst tók Carlsen í mál að láta bjarga sér.

Þegar hann kom til New York viku síðar var farin ein af þessum stórfenglegu "miðaregns" skrúðgöngum (ticker-tape parade) til heiðurs Carlsen, og nöfn hans og Flying Enterprise voru þar með skráð gullnu letri í sögubækurnar.

Það er langur vegur frá afreki Carlsens til örlaga skipstjórans á Costa Concordia. 


mbl.is Hann hafi dottið í björgunarbátinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dauðarefsingar, ýmist réttlættar eða fordæmdar.

Dauðarefsningar viðgangast ennþá hjá þjóðum sem telja sig í framvarðasveit mannrétttinda, mannúðar, réttlætis og lýðræðis eins og Bandaríkjamenn gera.

Hjá lýðræðisþjóðum hljóta aftökur að teljast á ábyrgð þjóðanna sjálfra. Vitað er að meðan þær eru við lýði munu verða framin dómsmorð eins og dæmin sanna og að margar aftökurnar eru í raun villimannlegar hvað snertir dauðastríð hinna dæmdu.

Aftaka er óafturkræf, - hinn dauði verður aldrei vakinn aftur til lífsins þótt í ljós komi að vegna mistaka hafi hann verið dæmdur saklaus.

Sömu lýðræðisþjóðir og leyfa aftökur fordæma hins vegar réttilega villimannlegar aftökur hjá þeim þjóðum eða hópum sem hafa önnur trúarbrögð eða meta ýmis afbrot öðruvísi en tíðkast á Vesturlöndum.

Í tengdri frétt kemur fram að í aftökunni í St. Louis hafi dauðastríð fangans tekið níu mínútur.

Margsinnis hafa fangarnir vestra kvalist mun meira og miklu lengur.

Þegar það er borið saman við að hálshöggva menn í öðrum löndum, eins og réttilega er fordæmt, er erfitt að sjá hvernig hægt er að réttlæta hið kvalafulla dauðastríð oft á tíðum, sem aftökuaðferðir í Bandaríkjunum hafa oft í för með sér.

Eða að réttlæta manndráð, þar með talda aftökur, yfirleitt.   


mbl.is Fyrsta aftakan í Missouri í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dæmi um gildi mannauðsins, - "eitthvað annað".

Mannauðurinn og einstæð íslensk náttúra eru mestu verðmæti Íslands. CCP var upphaflega hugmynd örfárra manna og eina "hráefnið" sem hægt var að vinna úr, var hugsun og menntun þeirra. 

Fyrirtækið óx smám saman upp í það að veita meiri atvinnu og gjaldeyristekjur en heilt álver.

Og þetta gerðist á sama tíma og á því var hamrað að eina von Íslands, það eina sem gæti "bjargað þjóðinni" væri stóriðja sem þyrfti alla orku landsins og fórn allra helstu náttúruverðmæta þess , því að að "eitthvað annað" sem "lattelepjandi kaffihúsalýður í 101 Reykjavík" stæði fyrir, væri einskis virði. 

Nú er íslenskur mannauður á hraðri uppleið og nautn af upplifun af íslenskri náttúru orðin að burðarási helsta atvinnuvegar og gjaldeyrissköpun þjóðarinnar þrátt fyrir allt háðið og spottið um "fjallagrös og lopa" sem væru það eina sem andófsmenn við stóriðjustefnuna hefðu fram að færa.     


mbl.is CCP tilnefnt til BAFTA-verðlauna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. febrúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband