Hesturinn ber ekki það sem ég ber?

Þjóðsagan íslenska, nokkurs konar dæmisaga, greinir frá manni sem ætlaði að flytja þungan poka á milli staða og setti fyrst upp á bak sér og komst síðan með miklum erfiðismunum upp á hestinn sem hann ætlaði í ferðina. 

Spurður um það hvað þessi fíflagangur ætti að þýða svaraði hann með hinni klassisku setningu: "Hesturinn ber ekki það sem ég ber." 

Ástand íslenska vegakerfisins, jafnt í borg sem sveit, er þannig að það leggur milljarða króna aukakostnað á landsmenn. 

Ástandið er svona slæmt og fer ört versnandi, vegna þess að menn horfa í krónurnar sem fara úr ríkissjóðum og opinberum sjóðum í að viðhalda þessum vegum. 

Vegagerðin áætlar að þriðjung vanti upp á að brýnasta viðhaldi sé sinnt og eftir því sem árin líða verður þessi upphæð bara hærri og tjónið á farartækjum landsmanna meira. 

Í Reykjavík hefur áratugum saman verið notuð efni í malbikið sem gerir það margfalt slitgjarnara en í nágrannalöndunum. 

Þetta er réttlætt með því að þegar litið sé á fjárhagsáætlun hvers árs fyrir sig komi í ljós að útgjöldin vegna malbiksframkvæmda verði meiri það árið en ella. 

En þegar litið er til lengri tíma verða útgjöldin hins vegar minni og einnig miklu minni hætta vegna slæms ástands gatnanna og minna tjón á bílum. 

Heildarkostnaðurinn vegna vegakerfisins þegar bæði vegir og bílar eru teknir með í reikninginn verður mun meira en ella. 

En "hestur ber ekki það sem ég ber" var, er og verður í fullu gildi.


mbl.is Slæmir vegir skemma bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki tilviljun sagan um það hvert þeir lendi?

Spurningin um það hve langt lögmenn megi eða eigi að ganga er líklega ævagömul ef miðað má við það að í hugsanlega málaferlum milli Lykla-Péturs og Kölska yrði Pétur með gjörtapað mál, því að sá í neðra hefði alla bestu lögfræðingana, ef ekki stéttina eins og hún leggur sig. 

Á okkar tímum mætti hugsanlega bæta við fjölmiðlafulltrúum stórra fyrirtækja, samtaka og hópa og varpa upp spurningum um það hve langt megi ganga í erindrekstri fyrir þau þegar málstaðurinn kann að vera hæpiinn.  

Þetta er synd, því að dómstólar og réttarfar byggjast á því að allur málflutningur sé sem vandaðastur á báða bóga.

Á það hefur oft þurft skorta til dæmis í Bandaríkjunum, þar sem litli maðurinn hefur oft á tíðum ekki fengið jafn öfluga málflutningsmenn til að reka sín mál og hinir stóru, valdamiklu og öflugu í þjóðfélaginu.

Síðan má ekki gleyma því að dómarnir eru líka lögfræðingar og þar eru kröfurnar um réttlæti og sanngirini ennþá sterkari.  


mbl.is Lögmenn horfist í augu við sjálfa sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Bankarán aldarinnar" í október 2008.

Sigurður Einarsson hefur haft allt aðra sýn á Hrunið og framferði bankanna í aðdraganda þess. 

Þegar bankarnir hrundu viku af október 2008 sagði hann að með falli þeirra hefði verið framið "bankarán aldarinnar", hvorki meira né minna. 

Bankaránið fólst hins vegar ekki í því sem bankastjórarnir höfðu gert, heldur höfðu stjórnvöld og utanaðkomandi öfl rænt bönkunum frá bankastjórunum og eigendum bankanna! 

Sýnt hefur verið fram á að bankarnir voru í raun fallnir í byrjun árs 2007 en orð Sigurðar fela í sér líkan hljóm og niðurstöður af nýjustu rannsókn Hannesar Hómsteins Gissurarsonar þess efnis að erlend öfl og erlendar aðstæður hefðu valdið hruni íslenska bankakerfsins, en ekki það sjálft. 


mbl.is Íslendingar geti fengið gögnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. febrúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband