Hinir ósnertanlegu: Alcoa og sægreifar.

Tvær fréttir af svipðum toga fljúga nú um ljósvakann. Alcoa kemst upp með að hafa af Íslendingum um það bil 4-6 milljarða í skattgreiðslur á hverju ári með bókhaldsbrellum sem eru "löglegar í einu og öllu" að sögn talsmanna fyrirtækisins.  

Reyðarfjarðarálverið er eitt það arðsamasta í heimi, nýtt, hagkvæmt og tæknilega fullkomið og orkuna fær það á gjafverði. Árlegan ágóða má áætla um 20-30 milljarða á ári með tekjuskatt upp á 4-6 milljarða á hverju ári ef allt væri með felldu. 

Fyrirtækið ver örlitlu broti af þessu þýfi í stuðning við ýmis málefni eystra og uppsker með því aðdáun og þakklæti innbyggjara. Gamalkunnug aðferð nýlenduherra og sumra einokunarkaupmanna og útgerðarmanna forðum í sjávarplássum á Íslandi.  

Á síðustu átta árum er gróðinn líklega samtals um 150-250 milljarðar króna og ætti að vera búið að borga af því 80-150 milljarða í skatt.   

Það styttist í það að Alcoa hafi borgað upp kostnaðinn við að reisa álverið á sama tíma og drápsklyfjar afborgana og vaxta af skuldum Landsvirkjunar verða þung byrði á Landsvirkjun næstu áratugi.

Hin fréttin þarf ekki að koma neinum á óvart: Sjávaraútvegsráðherra er gerður afturreka með frumvarp um fiskveiðistjórnun, af því að sægreifar vilja "hafa forræði yfir" sjávaraflanum.

Í fréttum sjónvarps segir talsmaður nýrra samtaka í útveginum að það sé skilyrði að ástandið sé fyrirsjáanlegt svo að fjárfestar og eigendur geti gert áætlanir langt fram í tímann.

Auðvelt er að lesa á milli línanna í þessu svari: "Fyrirsjáanlegt ástand" byggist að sjálfsögðu á því sægreifanir "hafi forræði yfir kvótanum" um alla framtíð sem þýðir á mannamáli að orðin um að auðlindin sé í eign þjóðarinnar séu marklaus og hinir raunverulegu eigendur séu áfram hinn íslenski aðall sem á auðlindina alla og hefur eins og evrópski aðallinn forðum undir sér leiguliða, sem borga fáránlega hátt leiguverð og lepja dauðann úr skel.

Síðan eru kjör "litla mannsins" í sjávarútveginu notuð sem átylla til þess að gefa sægreifaaðlinum tugi milljarða aukalega árlega.

Taka má ofan fyrir sjávarútvegsráðherra Sigurði Inga Jóhannssyni ef rétt er að hann hafi viljað að kvótinn væri á forræði þjóðarinnar sjálfra, það er, þess eina aðila sem þjóðin á sjálf sameiginlega; ríkissjóðs.

En nú hefur Sigurður Ingi Jóhannsson að því er virðist verið svínbeygður í þessu máli og búið að negla það í tveimur fréttum sama daginn: "The untuchables" á Íslandi eru Alcoa og sægreifarnir.   


mbl.is Ekkert hægt að gera við Alcoa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvegirnir lengjast meira.

Á sama tíma og upplýst er að ferðaþjónustuan, drýgst allra atvinnugreina, skili 357 milljörðum á ári af tekjum í þjóðarbúið, standi undir stærsta hluta gjaldeyrisöflunarinnar og haldi uppi þeim hagvexti sem hér er, blasa við neikvæðar tölur og svelti í fjárveitingum til undirstöðu hennar, þar sem vegakerfið vegur einna þyngst. 

Ekki aðeins hafa svonefndir góðvegir ekki lengst minna í 35 ár, heldur lengjast óvegirnir og versna ár frá ári enn meira en sem nemur lengingu góðveganna. 

Óvegirnir eru af öllum mögulegum gerðum, hundruð kílómetra af þvottabrettum og níddum vegum í byggð og óbyggð auk allra gönguleiðanna sem eru að sparkast út í drullu og umhverfisskemmdum. 

Á sama tíma og Alcoa fær að flytja skattfrjálst úr landi 20-30 milljarða árlega og sægreifum eru afhentir tugir milljarða aukreitis í skattaeftirgjöfum og stórlækkuðu eldsneytisverði eru stjórnvöld og stjórnmálamennirnir almennt á góðri leið með að klúðra því að nokkuð fé verði yfirleitt lagt að gagni í að verja náttúruperlur landsins fyrir skemmdum. 

Stefnan bara sægreifar og stóriðja, "eitthvað annað" er einskis virði, lifir góðu lífi. 


mbl.is 35 ár síðan bundið slitlag lengdist minna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúfrelsi og skoðanafrelsi, en líka virðing fyrir hvert öðru.

Trúfrelsi og skoðanafrelsi eru stjórnarskrárvarin hér á landi og því ætti það ekki að vera neitt stórmál hvaða trú eða vantrú menn aðhyllast. 

Í frumvarpi stjórnlagaráðs stendur að virða skuli rétt hvers manns til fá að lifa með reisn. 

Við öðrum orðum, að við eigum að bera virðingu fyrir hvert öðru, rétti okkar til að lifa við mannsæmandi skilyrði og rétti okkar allra til skoðana og tjáningar og þess að leita hamingju og hlutverks í samfélaginu, án þess að ganga á rétt annarra.

Því er hvorki sæmandi að tala niður til vantrúaðra né trúaðra. 

 

 

 


mbl.is Prestar fara á límingum yfir Jóni Gnarr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. febrúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband