Hvaða "hópar eru á móti jarðstrengjum"?

Í skoðanakönnun meðal erlendra ferðamanna kemur fram, að enda þótt háspennuloftlínur hafi ekki mestu neikvæðu óafturkræfu umhverfisspjöllin í för með sér, finnst ferðamönnunum þær trufla mest upplifunina af íslenskri náttúru. 

Á fundi í morgun sagði maður frá Dalvík að ákveðnir hópar væru á móti raflínum, bæði loftlínum og jarðstrengjum og þess vegna væri allt strand í þeim málum. 

Í fréttum Bylgjunnar í hádeginu vildi hann hins vegar ekkert tiltæka um hverjir þessir "hópar" væru. 

Fróðlegt væri að heyra hvaða hópar þetta eru. Hverjir eru til dæmis á móti jarðstrengjum?


mbl.is Veikir samningsstöðu Landsvirkjunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frelsið keppir við ófrelsið.

Frelsi eins endar þar sem frelsi annars byrjar. Þetta er eitt af grundvallaratriðum frelsisins, sem samt það atriði sem menn vilja helst ekki kannast við. 

Fjarskiptabyltingin hefur fætt af sér stóraukið frelsi einstaklinganna, en jafnframt leitt af sér harða samkeppni við það ófrelsi sem hleranir og hvers kyns kúgun í gegnum hina nýju tækni hafa leitt af sér. 

Fyrir tæpum 70 árum leiddu heimilissímarnir til öndvegis nýtt frelsi til samtala og samskipta í þéttbýli. Úti í sveitum gátu hins vegar allir í sveitinn hlerað öll símtöl. 

Fólk sætti sig við það af því að allir vissu um þetta ófrelsi og höguðu sér samkvæmt því. 

Síðar var símunum lokað í sveitum eins og í þéttbýli.

2005 uppgötvaði ég að sími minn og hinna ótrúlegustu annarra Íslendinga var hleraður og hef síðan verið meðvitaður um það.

Það versta við nýja ófrelsið er að það er líka hægt að stela verðmætum, valda fólki miklum vandræðum og komast upp með það.

Lýsing Orwells á ríki og ofurveldi "Stóra bróður" er veruleiki dagsins.

Og það skondna er að margir þeir sem hæst gaspra um frelsið eru líka hörðustu talsmenn aðgerða á hendur hverjum þeim, sem valdinu er í nöp við og sveipa þann vilja sinn inn í frasa eins og "forvirkar aðgerðir".

Og sömuleiðis sækja þeir að ákvæði stjórnarskrárinnar um trúfrelsi.   


mbl.is Gátu hlerað síma á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. febrúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband