Hefur skolfið við Herðubreið undanfarin ár.

Jarðskjálftar hafa verið viðloðandi á svæðinu norðaustan Vatnajökuls í sjö og hálft ár eða allt frá sumrinu 2007. 

Þeir komu í hrinum og voru fyrst við fjallið Upptyppinga en færðust rólega til norðurs og voru veturinn og vorið eftir mest norðaustur af fjallinu í kringum brúna á Kreppu. 

Komu á tímabili í Álftadalsdyngju fyrir austan brúna en fóru síðan næstu ár að færa sig í vestur í móbergshrygginn Herðubreiðartögl og Herðubreið. 

Þar hafa þeir verið síðan en reyndar komið í hrinum og stundum legið að mestu niðri. 

Þannig virðist það vera núna. Dregið hefur úr skjálftunum, sem greint er frá í tengdri mbl.is. 


mbl.is Smáskjálftar í nágrenni Herðubreiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Gamla Gufan".

Við Gufuskálar á Snæfellsnesi stendur 412 metra hátt mastur sem eitt sinn var hæsta mannvirki í Evrópu. Þaðan er útvarpað dagskrá RUV í blöndu frá Rás 1 og Rás 2 á langbylgju og sérstaklega séð um það að blanda þannig útsendingunni, að fréttir, veðurfregnir og annað það, sem snert getur öryggi fólks, sé í langbylgjuútsendingunni. 

Hægt er að kaupa sér lítil handhæg útvarpstæki sem ná útsendingunni á langbylgjunni hvar sem er um allt land á tíðnunum 189 frá Gufuskálum og 207 frá Eiðum. 

Frá engu öðru fjarskiptatæki nást sendingar um allt land því að til eru skuggar þar sem gervihnattasamband er ekki fyriri hendi og ennþá stærri og fleiri svæði þar sem ekkert farsímasamband er.

Útsendingin á langbylgju kemst næst því að samsvara "Gömlu Gufunni" þegar aðeins var sent út á einni bylgjulengd á Íslandi, ef Kanasjónvarpið er frátalið, sem aðeins náðist á suðvesturhorninu.

Litla langbylgjuútvarpstækið á því að vera efst í forgangsröðinni varðandi nauðsynlegan fjarskiptabúnað í ferðalögum, jafnvel þótt fjarskiptin séu aðeins aðra leiðina.  


mbl.is Konan er ófundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. febrúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband