"Nú myndi ég hlæja, væri ég ekki dauður"?

Myndi Einar Benediktsson hafa getað sagt þessi orð ef hann hefði verið innan um erlendu ferðamennina í Mýrdalnum í gærkvöldi og horft á þá bergnumda yfir þeim gersemum, sem þeir höfðu borgað fyrir að gæti orðið meðal þess sem þeir sæu í Íslandsferðinni?

Öld eftir að helgið hafði verið að sögunni af því þegar Einar fékk hugmyndina að því selja norðurljósin er hún í fullu gildi.

Ef ég hefði haft tíma, hefði ég breytt um viðfangsefni í gærkvöldi og reynt að fanga dýrðina á mynd.

Myndi Kjarval líka geta sagt það sama um hvalaskoðunarferðirnar, - en 1948 stakk hann upp á þeim við mikinn aðhlátur allra?

Eða Hannes Hafstein um rafknúða hvalaskoðunarbátinn, meira en öld eftir að hann orti um það að hann sæi í anda skip og bila knúða íslensku vatnsafli?    


mbl.is Norðurljósadans yfir Akrafjalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðveldara að reka starfsmenn.

Þegar Gunnar Thoroddsen var fjármálaráðherra í Viðreisnarstjórninni stóð hann fyrir því að sameina Áfengisverslun ríkisins og Tóbakseinkasölu ríkisins.

Hann tók hann upp þá nýjung að lýsa því yfir, en enda þótt þessi sameining væri gerð í hagræðingarskyni yrði engum sagt upp, heldur færi fækkun starfsfólksins þannig fram, að þegar einhver hætti störfum að eigin ósk eða sakir aldurs, yrði ekki ráðið í staðinn fyrir hann, heldur störfum hagrætt innan hinnar nýju stofnunar. 

Þannig yrði hægt að fækka störfum og hagræða í rekstrinum án þess að grípa til harkalegra aðgerða. 

Þetta gekk vel, hægt að fækka og spara og hagræða jafnt og þétt án vandræða. 

Gunnar og fleiri forystumenn Sjálfstæðisflokksins voru löngum taldir fulltrúar mannúðlegra sjónarmiða í stefnu Sjálfstæðisflokksins. 

Þannig var borgarstjórnarmeirihluti Sjalla í Reykjavík í fararbroddi varðandi félagslega þjónustu sveitarfélaga. 

Fyrir bragðið var Sjálfstæðisflokkurinn með meirihluta í borginni nær alla síðustu öld og naut að meðaltali fylgis um og yfir 40% á landsvísu. 

En nú virðist öldin önnur, og á það jafnvel líka við um aöra flokka en Sjálfstæðisflokkinn. 

Starfsmenn margra fyrirtækja á vegum ríksins hafa fengið að finna fyrir því eins og ítrekaðar og harkalegar uppsagnir á RUV síðustu ár bera vitni um. 

En samt virðist ekki nóg að gert, því að auðvelt er að lesa á milli línanna hver ætlunin er með nýrri lagasetningu sem "auðveldar hagræðingu". 

Hún verður mest með því að hægt verði að reka fólk sem hraðast og auðveldast ef horft er til baka yfir það sem hefur verið gerast síðustu ár, en þykir ekki nærri nærri nóg. 

Margir undrast að Sjálfstæðisflokkurinn skuli eiga fullt í fangi með að vera að rembast við að komast yfir helming þess fylgis sem hann hafði áður. 

Og aðrir flokkar að Pírötum undanskyldum, eiga ekki sjö dagana sæla. 

Já, hverjar skyldu ástæðurnar vera? 


mbl.is Auðveldar uppsagnir hjá ríkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kílóvattsstundirnar í hlutfalli við þyngd segja mikið.

Í upplýsingum um rafbíla er mikilvægasta talan, hve margar kílóvattstundir rafhlöðurnar hafi, en þó verður líka að líta á þyngd bílsins og loftmótstöðu. 

Með því að bera þessar tölur rafbíla saman má sjá í grófum dráttum hve nærri lagi fullyrðingar framleiðendanna um drægi þeirra eru. 

Hingað til hafa rafhlöður Leaf innihaldið 24 kílóvattstundir, en Kia Soul rafbílsins 27. 

Þyngdin er svipuð, Leaf kannski með örlítið minni loftmótstöðu en Soul, en mér sýnist á þessu tiltæki Nissan að þeir ætli ekki að láta Soul lengur eftir það forskot, sem sá bíll hefur haft. 


mbl.is Drægi Leaf aukið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. september 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband