Ný og ný upplifun á Íslandi

Netbyltingin hefur opnað Íslendingum margar nýjar leiðir til að auka hróður lands og þjóðar um víða veröld.  Í dag ókum við Lára dóttir mín ásamt föruneyti leiðina upp í Gæsavötn og maður upplifði leiðina á nýjan hátt eftir 15 ára hlé.  Við komum á staðinn þar sem erlendir ferðamenn skriðu um að taka myndir af eyrarrós við árfarveg í miðri auðninni.  Á leiðinni var líka ekið í niðaþoku og kolniðamyrkri og það minnti mig á að sumir ferðamenn hafa fengið mikið út úr slíkri upplifun á hálendi Íslands.  Möguleikanir eru óendanlega margir til að bera hróður land og þjóðar. 


mbl.is „Hvernig ná þau símasambandi þarna?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáir fylgismenn Framsóknar ánægðir með þetta.

Það er skynsamlegt að nýta erlenda þekkingu á því hvernig best sé staðið að móttöku flóttamanna.

En ný skoðanakönnun sýnir, að harðar gagnrýnisraddir á blogginu á Eygló Harðardóttur ráðherra fyrir stefnu hennar í þessum málum, eru ekki tilviljun, því að fylgjandur Framsóknarflokksins skera sig úr varðandi andstöðu við innflutning útlendinga til landsins.

Aðeins 22% fylgjenda Framsóknar vill þennan innflutning, en í öðrum flokkum er meirihluti fyrir því.


mbl.is Málið unnið með flóttamannahjálp SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta yrði einsdæmi.

Þjóðgarðar og verndarsvæði í Norður-Ameríku skipta hundruðum.

Þegar ekið er inn í þá borga ferðamenn fyrir aðganginn, oft með því að kaupa náttúrupassa, en þeir fá líka í hendur vandaðan upplýsingabækling um viðkomandi þjóðgarð og það hvernig beri að haga sér til þess að njóta hans sem best en ekki síður hvernig forðast beri spjöll og vandaræði.

Eru þeir beðnir um og hvattir til að kynna sér hann gaumgæfilega.

Á þeim 28 svæðum, sem ég hef komið á, er hvergi gert að skilyrði að fólk hafi farið á margra klukkustunda námskeið til að fá aðgang.  

Er furðulegt að hjá sömu þjóð og mátti varla heyra náttúrupassa nefndan skuli vera uppi hugmyndir um þá frelsissviptingu sem felst í skyldu af þessu tagi með ómældum kostnaði, því að eitthvað kostar það að kenna hundruðumm þúsunda erlendra ferðamanna á slíkum námskeiðum.

Og hvar á að finna kennara, sem kunna öll þau tungumál sem þarf að nota?

Síðan er athyglisvert að flokka fólk í útlendinga og "heimamenn".

Þúsundir erlendra ferðamanna, sem koma til landsins, eru miklu fróðari og betur undirbúnir til ferðalaga um landið en ótrúlega margir Íslendingar, sem vita nær ekkert um land sitt, enda ekki lengur skylt að kenna landafræði í grunnskólum.


mbl.is Ferðamenn verði skyldaðir á námskeið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nagandi spurning þegar sumir komast af en aðrir ekki.

Þegar sumir komast lífs af en aðrir ekki í stórslysum eða hamförum, verður lífgjöf hinna heppnu oft að þjakandi kvöl.

Dæmi um þetta var kona, sem ung komst af þegar Goðafossi var sökkt 1944, var á barmi sjálfsmorðs alllengi á eftir, vegna þess að hún gat varla afborið það að hafa sloppið þegar aðrir fórust.

Hún átti erfitt með að ganga um götur í Reykjavík, því að henni fannst fólkið, sem hún mætti, horfa á hana ásökunaraugum, og las úr þessu augnaráði: Af hverju lifðir þú en dóttir mín eða annar nákominn ekki.

Á 75 ára afmæli minnist maður atvika þar sem jafnvel lítt útskýranleg heppni réði úrslitum um að lifa af í stað þess að deyja.

Koma tvö atvik einkum upp í hugann þegar við blasti að smábílar, sem ég ók, lentu í svo hörðum árekstri, að bráður bani myndi hljótast af, en í bæði skiptin var sloppið með skrekkinn.

Í fyrra skiptið var lífgjöfin hreint ótrúleg. .

Á afmælisdegi eftir 75 ára líf, er ekki annað hægt en að falla á kné og þakka almættinu fyrir að vera til.


mbl.is „Hvers vegna dó ég ekki?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. september 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband