Aukaatriði gerð að aðalatriðinum.

Ýmis sagnfræðileg atriði eru þess eðlis, að aðalatriðin eru ljós og skýr og ofast afar langsótt að fara að leita að öðrum atriðum til að gera þau að aðalatriðum.

Með engu móti er hægt að halda því fram að Íslendingar hafi veitt Bobby Fisher hæli vegna velþóknar á Gyðingahatri hans.

Aðalatriðið var að hann var bannfærður á næsta langsóttan hátt fyrir það að hafa brotið gegn viðskiptabanni sem Bandaríkjamenn settu á vegna stríðs í fyrrum Júgóslavíu og hundeltur fyrir það.

Fisher var fyrst og fremst einhver mesti skákmeistari allra tíma og lét þann draum sinn rætast að tefla að nýju við Boris Spasskí.

Ekki var að heyra annað en að Íslendingar hefði mestu skömm á fáránlegri andúð Fishers á Gyðingum en létu þær tiktúrur hans og ýmsar aðrar ekki verða að aðalatriði.

Jafn langsótt er það að bannfæra eigi flutning og lestur Passíusálma Hallgríms Péturssonar á Íslandi vegna þess að þeir séu einhver sérstök ádeila á Gyðinga sem þjóð.

Alveg eins mætti segja að í trúnni á Jesúm Krist felist sérstök tilbeiðsla á þeirri þjóð sem fæddi af sér þennan merkasta Gyðing allra tíma og færði honum og kristnum mönnum í hendur hið Gyðingalega trúarrit Biblíuna, það er Gamla testamentið,

Að ekki sé nú talað um trú kristinna manna á hina heilögu postula og fólkið í kringum Krist, sem allt var Gyðingar.  


mbl.is Passíusálmarnir „fullir af hatri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kröfur til umhverfis-og náttúruverndarfólks

Þeir sem telja umhverfis- og náttúruverndarfólk óalandi og óferjandi segja að það sé ósamkvæmt sjálfu sér.  Það sé nú munur á nýtingarsinnum sem eru alltaf samkvæmir sjálfum sér við að nýta jarðargæði til hins ítrasta án nokkurs tillits til sjálfbærni.  

Þeir segja að umhverfis- og nátturuverndarfólk sé í mótsögn í sjálft sig þegar það flýgur með mengandi þotum.  Samkvæmt þessu er þetta fólk ekki samkvæmt sjálfum sér nema að fara með seglskútum og árabátum milli landa.  Það gagnrýnir harðlega að nota mengandi bíla, flugvélar og skip til þess að gera fræðslumyndir um umhverfis- og náttúrvernd.  

Samkvæmt þessu eigum við sem erum að stússast í þessu að nota eingöngu reiðhjól eða árabáta og neita okkur alveg um að nota nokkrar loftmyndir.  Ef við færum eftir þessum kröfum yrðu nýtingarsinnarnir ánægðir því að þá myndum við aldrei geta gert neitt og myndum aldrei gera neitt!


Nú mætti straumurinn vera í hámarki

Ísland er ævintýraland, einkum í augum erlendra ferðamanna.  Nú mætti ferðamannastraumurinn vera í hámarki, slík er sú dýrð og óviðjafnalegar aðstæður sem haustið býður upp á.  Á haustin er sólin alltaf í réttri hæð til að ná sem bestum ljósmyndum því þá er skuggarnir fallegastir og landslagið kemur best í ljós.

Útlendingur, sem er með Ferðastiklufólki í för, er ekki enn búinn að jafna sig á andstæðunum á milli þess að vera akandi í niðamyrkri og þoku um draugalegt landslag á hálendinu og síðan hins seinna í sömu ferð að þeysa næstu nótt á eftir um eyðisanda og hraun með himininn logandi í norðuljósum og stjörnurnar svo nálægt að það er líkt og maður gæti gripið þær í lófa sér. 

Í dag fær maður að komast nálægt bændum sem eru að reka fé ofan af fjöllum. Og haustlitirnir dýrðlegu eru að sjálfsögðu aldrei nema  á  haustin.  Ef það er einhver tími ársins sem það er veður til að skapa, bæði myndir og minningar, er það í september.


mbl.is Hellisheiði hefur verið opnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. september 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband