"Elítan" krefst þess að ráða.

Afar upplýsandi viðtal við stjórnmálafræðiprófessor varpaði ljósi á það, hvernig það fyrirbæri, sem hann kallaði "elítu" krefst þess að fá að ráða lögum landsins. 

Hann sagði þetta hreint út í blaðaviðtali og var ekkert að skafa utan af því. 

Hinn mikla andstaða þessarar "elítu" við frumvarp stjórnlagaráðs um stjórnarskrá ber þessu glöggt vitni. 


mbl.is Bókstafstúlkun gegn stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stundum fyrstir - stundum síðastir.

Það er oft í ökkla eða eyra varðandi áhuga Íslendinga á nýjungum. Annað hvort erum við fyrstir og fremstir allra eða aftastir á merinni. 

Við vorum langfremstir í kaupum á fótanuddtækjum hér um árið, sem voru í mörg ár á eftir jafnvel óupptekin úr kössum í geymslum hjá fólki, eftir að dellan hafði gengið jafn hratt yfir og hún hafði byrjað. 

Farsímanotkun var fljót að breiðast út, svo og notkun nets og snjallsíma. 

En á ýmsum öðrum sviðum drepur íhaldssemi allt niður, einkum hvað varðar viðbrögð hins opinbera, svo sem varðandi noktun dróna og nú síðast sjálfkeyrandi bíla. 

Af svari Ólafs Guðmundssonar hér á netinu að dæma virðast allar aðrar þjóðir vera á undan okkur Íslendingum varðandi þessa stórkostlegu tækni, og áhugaleysið undravert, miðað við það hve um mikla tækniframför er að ræða. 


mbl.is Eru sjálfkeyrandi bílar löglegir á Íslandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afar vel orðuð lýsing á ástandi staðgöngumóður.

Lýsing Guðlaugar Elísabetar Ólafsdóttur í Kastljósi í kvöld á þeirri hlið mála sem snýr að staðgöngumóðurinni var sterk og grípandi. 

Hún minntist á atriði sem flestir átta sig ekki á við fyrstu sýn, að missir staðgöngumóðurinnar þegar barnið er tekið frá henni getur orðið sárari en hún sjálf hefði búist við fyrirfram. 

Margar aðrar athyglisverðar hliðar þessa máls komu fram sem sýna hve vel undirbúin og ígrunduð staðgöngumæðrun þarf að vera. 


mbl.is Hefur ekki séð dóttur sína í tvö ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. september 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband