Gríðarlegir hagsmunir knýja stærstu afneitun samtímans.

Ameríski draumurinn er alltumlykjandi hjá Donald Trump og fylgjendum hans. Táknmyndin um hin stórkostlegu Bandaríki sem nú á að endurheimta fyrir þá, sem brjótast áfram með öllum tiltækum ráðum til auðæfa, valda og áhrifa, er risavaxni pallbíllinn, sem hægt er að fá búinn yfirgengilegum lúxusi og mörg hundruð hestafla vélum. 

Bensíneyðsla þessarar skrímsla knýr áfram gróða hinna voldugu olíufyrirtækja og uppgang í hagkerfi sem fyrst og fremst lyftir hinum ríkustu. Því meiri orkusóun, því betra fyrir hagvöxtinn. 

Í ljósi áhrifa auðæfa þessara meginstoða bandaríska draumsins er hægt að sannfæra komandi leiðtoga voldugustu þjóðar heims um að loftslagsbreytingarnar séu ímyndun ein og rugl. 

Afneitað er gögnum frá öllum heimshornum sem sýna þessar breytingar og afleiðingar þeirra, sem verða ekki aðeins afdrifaríkustu breytingar okkar tíma, heldur verður afneitunin stærsta afneitun samtímans. 


mbl.is „Enginn veit“ sannleikann um loftslagsbreytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á Framsókn næsta leik?

Framsóknarflokkurinn er skilgreindur vinstra megin við Sjálfstæðisflokkinn og hefur meira að segja í samtökum frjálslyndra flokka í Evrópu. 

Viðreisn gaf það strax út að hún myndi ekki vilja verða þriðja hjól á vagni núverandi stjórnarflokka og ætti því alveg eins að geta hugsað sér að vera í stjórn með Framsókn, þar sem Sjallar yrðu utan stjórnar. 

Aldarafmælisklofningur Framsóknar ætti ekki að þurfa að verða hindrun fyrir stjórnarþátttöku og enginn íslenskur miðjuflokkur hefur verið eins lunkinn við að mynda ríkisstjórnir til hægri eða vinstri eftir hentugleikum. Var áratugum saman sagt að flokkurinn væri opinn í báða enda. 

Í stjórnarmyndunum Hermanns Jónassonar 1934 og 1939 gerðu samstarfsflokkarnir í ríkisstjórnunum það að skilyrði að formaður Framsóknarflokksins, Jónas frá Hriflu, yrði ekki ráðherra og Framsóknarmenn féllust á það. 


mbl.is Birgitta skilar umboðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oft erfitt fyrir flokka á sitt hvorum jaðrinum að ná saman.

Sjaldgæft er að flokkar yst á jöðrum vinstri-hægri litrófsins nái saman um stjórnarmyndun. 

Þess vegna hefur Framsóknarflokkurinn oft verið í hlutverki þess, sem getur valið um hægri-miðju-stjórn eða vinstri-miðju-stjórn. 

Afar sérstakar ástæður ollu því að hægri-miðju-vinstri stjórn Ólafs Thors, Nýsköpunarstjórnin, var mynduð 1944 til þess að ráðstafa eindæma stríðsgróða landsmanna. 

Af þessum ástæðum skyldi enginn afskrifa, að reki viðræður fimmflokkanna upp á sker, verði aftur tekið til við að mynda hægri-miðju-stjórn og halda áfram viðræðum, sem strönduðu í upphafi. 

 


mbl.is Telja VG vera vandamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Seljum fossa og fjöll, - föl er náttúran öll..."?

"Seljum fossa og fjöll, /

föl er náttúran öll /  

og landið mitt taki tröll!"

Þannig orti Flosi Ólafsson í einum af gamanþáttum sínum í Sjónvarpi, gott ef það var ekki Áramótaskaup.

Lónin, sem þegar eru komin við jaðar hins minnkandi Vatnajökuls, og þau lón, sem eiga eftir að myndast, eru þess eðlis, að þau eiga að sjálfsögðu að verða innan vébanda Vatnajökulsþjóðgarðs úr því að sá þjóðgarður er til.

Lónin eru algerlega smíð þessa langstærsta jökuls í Evrópu og ættu að tilheyra honum í einu og öllu.Náttúrupassi í BNA

Ef það áð selja þessi lón er alveg eins gott að selja jökulinn allan hæstbjóðanda "erlendum fjárfesti."

Á að trúa því að stefna eigi fljótandi að slíkum feigðarósi líkt og var á tímabili varðandi Grímsstaði á Fjöllum?

Hefur ekkert verið rætt um þessi mál í stjórnarmyndunarviðræðum haNáttúrupassi. Your Americaustsins? 

Til eru þeir, sem telja að best fari á því að einstæðar náttúruperlur lúti lögmálum markaðsaflanna, en séu ekki hluti af "ríkisbákninu." 

Margir þessara aðdáenda frelsis fjármagns og minnkandi ríkisafskipta er mjög hrifnir af því hvernig þeim málum er varið í "landi frelsisins", Bandaríkjunum, og vitna í orð Trumps og fleiri um nauðsyn þess að létta sköttum og hvers kyns eftirliti og "hömlum" af hinum ríkustu svo að þeir fái notið sín sem best.

Trump stærir sig af því að hann hafi "veitt" fullt af fólki atvinnu við bruðlhallir hans og hvers kyns munað sem hann geti baðað sig í.

Ekki fer hins vegar sögum af því að hann og svipaðir auðkýfingar fjárfesti mikið í nauðsynlegum innviðum þjóðfélagsins, til dæmis varðandi samgöngumál, heilbrigðismál og menntamál, nema þá til að halda uppi dýrustu heilbrigðisþjónustu heims.

En í "landi frelsisins" er fyrir löngu búið að taka helstu náttúruverðmæti landsins frá til verndunar og varðveislu handa þjóðinni sjálfri og mannkynininu í formi þjóðgarða.

Bandaríska þjóðin hefur verið brautryðjandi í stofnun þjóðgarða allt frá árinu 1872, eða 144 ár, og náttúrupassinn, sem fólk kaupir til að njóta þjóðgarðanna vestra, ber áletranirnar "Proud partner" og "experience your America." 

Á íslensku: "Stoltur þátttakandi" og "upplifðu þína Ameríku."

Á Íslandi myndi áletrunin sennilega hafa orðið "niðurlæging" og "auðmýking" ef marka mátti þau ummæli, sem notuð voru í umræðunni hér heima um aðgang að íslenskum náttúruperlum.  


mbl.is Salan á Felli ekki verið kærð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband