Varpar ljósi á klúðrið.

Það er til marks um klúður þegar aðilar að því fara að saka hvor annan um sök á því. Sem aðal gerandinn í þeim aðgerðum NATO-ríkja í Líbíu og Sýrlandi sem fengu heitið "Arabíska vorið" bera Bandaríkin mesta ábyrgð en aðrar NATO-þjóðir einnig.

Gagnrýni Obama á evrópska leiðtoga er að vísu vafalítið réttmæt, en með því að benda á flísina í auga Camerons, er Obama að reyna að draga athyglina frá bjálkanum í eigin auga.   

Höfuðforsendan fyrir stuðningi við uppreisnarmenn í þessum löndum gegn einræðisherrum var að aðstæður til uppreisnar væru svipaðar og í vestrænum löndum, þar sem einræði hefur komist á og stuðningur hefur verið veittur til að steypa einræðisherrunum og koma á vestrænu lýðræði.

Þessi forsenda hefur bersýnlega reynst röng í Arabalöndunum, auk þess sem róttækir múslimskir öfgamenn hafa átt auðvelt með að smeygja sér inn í raðir uppreisnarmanna og ná vopnum í sínar hendur til að komast í aðstöðu til að koma á öfgafullum og forneskjulegum útgáfum af múslimskri ógnarstjórn.   


mbl.is Breska pressan ósátt við Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vítaspyrnur og vítaskot eru sérgrein.

Það fer ekkert endilega saman að vera afburðamaður í flokkaíþrótt og vítaskytta.

Lionel Messi er gott dæmi um þetta og á dýrðardögum yfirburða körfuboltasnillingins Kareem Abdul-Jabbar var það í algerri mótsögn við snilli hans í teignum hvað honum gekk illa að skora í vítaskotum.

Síðan eru dæmi um leikmenn, sem voru kannski ekki þeir allra bestu í leiknum sjálfum, en aldeilis magnaðir í vítaköstum. Dæmi um slíkan var Birgir heitinn Björnsson, sem var einstaklega laginn við að skora úr vítaköstum.

Dæmi um handboltamann, sem var bæði yfirburðamaður á vellinum og vítapunktinum var Ingólfur Óskarsson sem setti markamet eftir gömlu reglunum með meira en tíu mörk að meðaltalií hverjum leik á Íslandsmóti, og það eftir gömlu reglunum þar sem skoruð voru mun færri mörk að meðaltali en eftir þeim nýju.

Hann tók hátt á fjórða tug vítakasta í röð og skoraði úr þeim öllum, nema einu, þegar hann skaut í stöng.


mbl.is Hvað með vítaspyrnurnar hjá Barcelona?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minnir á gamla áfanga.

Það var löngu kominn tími á það að tekið væri til hendi í húsnæðismálum þjóðarinnar.

Á 100 ára afmæli Alþýðuflokksins hafa verið rifjuð upp fyrri spor í þessum málum, löggjöf Héðins Valdimarssonar 1929 sem skilaði frá sér verkamannabústöðumum við Hringbraut og síðar á Rauðárárholti, júnísamkomulag verkalýðshreyfingarinnar og Viðreisnarstjórnarinnar 1964 og 65, sem lagði grundvöll að íbúðabyggðinni Breiðholt og loks húsbréfakerfi Jóhönnu Sigurðardóttur síðar á öldinni.

Húsnæðisvandamálin blásast upp og eru stórmál hinnar stóru ungu kynslóðar og láglaunafólks.

Þess vegna er bygging þúsund leiguíbúða fyrir á 100 ára afmæli ASÍ milli samtakanna og Reykjavíkurborgar mikils virði og gleðiefni.

 


mbl.is 1.000 leiguíbúðir fyrir tekjulága
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikilvægur fundur í dag.

Mikill og þungur straumur var í dag á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar varðandi gagnrýni á drög stjórnarskrárnefndar að þremur greinum í stjórnarskrá, vegna þess að hún væri langt frá því að uppfylla þá kröfu mikils meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012.

Skoðanir voru að vísu skiptar eins og gengur, en málflutningur gagnrýnenda hlaut greinilega afgerandi hljómgrunn.  

Þetta er mikilvægt fyrir stjórnmálaumræðuna framundan því að hjá Pírötum liggur líka sterkur straumur í þessa átt.   


mbl.is Efasemdir um viðbótarákvæðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. mars 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband