Fulltrúi 21. aldarinnar með skýra sýn.

21. öldin mun verða ekki síður byltingarkennd en sú 20. því að óhjákvæmilegt er að hið stóra verkefni þjóða heims verður að hverfa frá rányrkju, blekkingum, leyndarhyggju, auðræði, misrétti og ófrelsi til sjálfbærrar þróunar, gagnsæsis, upplýsingabyltingar, frelsis, jafnréttis og mannréttinda. 

Á slíkri öld þarf að hafa skýra og nýja sýn á stóru málin.

 

Andri Snær Magnason birti slíka sýn fyrir Íslands hönd, byggða á þremur undirstöðum, þegar hann kynnti forsetaframboð sitt í dag.

Hann dreymir um stóran þjóðgarð á miðhálendi Ísland, nýja stjórnarskrá og eflingu menningar og tungu, allt eins og talað út úr mínu hjarta, enda hef ég áður tekið undir með aðdáendum skáldsins Snorra Hjartarsonar og ljóðs hans, "Land, þjóð og tunga." 


mbl.is Skipti sér ekki af daglegri pólitík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bragð er að þá barnið finnur.

Sigurður Ingi Jóhannsson er sprottinn úr öðru umhverfi en efnamennirnir tveir sem voru oddvitar ríkisstjórnarinnar og teljast það jafnvel enn ef marka má þá hefð, að formenn stjórnaflokka teljist vera í því hlutverki.

Það er því eðlilegt að hinn nýi forsætisráðherra verði undrandi þegar hann svipast um í þeirri veröld sem hefur verið að opnast undanfarna viku.

Það hefur vakið heimsathygli hvað hlutdeild hins örlitla Íslands er mikil í eign aflandsfélaga.

Ef rétt er sem hermt er að Svíar, sem eru 30 sinnum fleiri en Íslendingar, eigi færri aflandsfélög en frændþjóðin litla úti í Atlantshafinu, hlýtur það að verða undrunarefni.

Það er svo sem ekki í fyrsta sinn sem undrun af þessu tagi kviknar.

Þegar ný gerð Toyta Landcruiser kom á markað 2007 seldust þessir dýru lúxusjeppar best hvað stykkjatal snerti, í tveimur löndum: Rússlandi og Íslandi.

En Rússar eru 500 sinnum fjölmennari þjóð en Íslendingar.


mbl.is Sigurður Ingi: Innsýn í undarlega veröld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sama krafan alls staðar: Gagnsæi.

Sama krafan birtist í umræðunni víða um lönd varðandi stjórnmálamenn og þjóðarleiðtoga: Upp á borðið með allt sem tengist aflandsfélögum.

Gagnsæi var ein af höfuðatriðum hjá Þjóðfundunum 2009-2010 og sú krafa var endurspegluð í frumvarpi stjórnlagaráðs.

Krafan er einkum mikilvæg varðandi stjórnmál og stjórnmálamenn og tengsl þeirra við viðskiptalífið.

Krafan um gagnsæi kom fyrst persónulega og óvænt inn á borð inn til mín 1975 á Kanaríeyjum þegar frekir Þjóðverjar sölsuðu undir sig sólstóla við hús, sem leigt var út fyrir ferðamenn og við Íslendingarnir sættum okkur ekki við það, hvernig Þjóðverjarnir vöknuðu fyrir allar aldir, fóru út til að breiða handklæði sín yfir stólana og fóru síðan inn til að leggja sig en krefjast þess jafnframt að einoka stólana allan daginn.

Í odda skarst og þá komu Þjóðverjarnir með þau rök að í raun og veru ætti þýskt fyrirtæki ætti.

Í hópi Íslendinganna voru hraustir sjómenn, sem fóru þá úr að ofan og buðu Þjóðverjunum að taka slaginn "að sjómannasið." Alveg tílbúnir að kenna sömu lexíu og kennd var 1939-1945.

Lögðu þeir þýsku þá niður rófuna, allir féllust í faðma og urðu perluvinir.  

Í nútíma þjóðfélagi vaknar maður í leiguhúsnæði sem ekki er víst hver á í raun og veru og notar hluti og kaupir varning allan daginn án þess að leiða hugann að eignarhaldi framleiðslufyrirtækisins eða verslunarfyrirtækisins.

Hvaða erlent fyrirtæki á til dæmis 49% hlut í því sjávarútvegsfyrirtæki, sem veiddi fiskinn sem maður kaupir í fiskbúðinni?

Ég sest á bak ítölsku reiðhjóli með rafhjálp, sem er framleitt í Kína fyrir Bandaríkjamarkað.

Ferðamálaráðherra gefur útlendingum íslenska lopapeysu, sem er framleidd í Kína.

Gagnsæi er krafa okkar tíma. 1% jarðarbúa á 99% auðæfanna. "Stjórnmál og viðskipti fela i sér banvæna blöndu" var lærdómur Hrunsins.  

"Hver á hvað og hvað er hvurs og hver er hvað? Hvernig eigum við að vita það?" var einu sinni sungið.


mbl.is Þekkir ekki eignarhaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. apríl 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband