Aftur fyrir upphaf RUV ?

Skoðana- og tjáningarfrelsi er hið fyrsta af fjórum tegundum frelsis, sem Roosevelt Bandaríkjaforseti setti fram í frægri ræðu í janúar 1941.

Frá upphafi starfsemi Ríkisútvarpsins voru ekki beinar hömlur á almennu skoðana- og tjáningarfrelsi þeirra sem þar störfuðu.

Fréttastjórarnir sáu um að brýna fréttamenn til faglegra og vandaðra, óhlutdrægra vinnubragða.

Dagskrárgerðarmönnum var treyst fyrir því að láta skoðanir sínar ekki hafa áhrif á það hvernig þeir unnu að dagskrá sinni á þann hátt að fyllstu óhlutdrægni væri gætt og ekki minnist ég annars en að þeir hafi staðið við það.

Sem dæmi má nefna að Jón Múli Árnason var áberandi í hópi mótmælenda gegn inngöngu í NATO á Austurvelli 30. mars og varð að svara fyrir það fyrir dómi, en sem betur fór vann hann allt sitt mikla starf sem fréttaþulur, fréttamaður á ÓL í London 1948, og áratuga dagskrárgerð um tónlist.

Ef marka má það, sem frést hefur um nýjar siðareglur starfsfólks RÚV, en maður hefur ekki fengið að sjá, virðist að einhverju leyti eiga að fara aftur fyrir 1930 í banni við því að frétta- og dagskrárgerðarfólk sé á ferli á samfélagsmiðlum.

Ég áttaði mig ekki á því persónulega hvað skoðana- og tjáningarfrelsi er mikilvægt fyrr en 21. september 2006 þegar ég steig fram og söðlaði um frá því að vera einhliða í harðri sjálfsritskoðun að öllu leyti yfir í það að gerast aðgerðasinni.

Daginn eftir leið um mig svo sterk léttis- og frelsistilfinning, að ég varð undrandi, skildi loks til fulls gildi þess frelsis, sem hafði verið efst á lista hjá Roosevelt.

Í fyrsta sinn í áratugi gat ég látið sjá mig hjá hvaða fólki sem ég vildi, talað við hvaða fólk sem ég vildi um hvað sem´ég vildi og látið skoðanir mínar í ljós, ef ég kaus það.

Það er erfitt að trúa því að leggja eigi jafn miklar hömlur starfsfólk Ríkisútvarpsins og IMMI leggst gegn.

 


mbl.is Leggjast gegn siðareglum RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju ekki að nýta þekkingu hokinna af reynslu víða um lönd?

Þjóðgarðar of ferðamannastaðir heims skipta þúsundum. Ísland hefur lengi verið dæmi um land, þar sem þörf fyrir þjóðgarða blasir við.

Engu að síður var það svo að fram undir lok síðustu aldar hafði enginn þjóðgarðsvörður á Íslandi kynnt sér þjóðgarða erlendis.

Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra, sem sjálfur hafði ferðast um öll ríki Bandaríkjanna nema eitt og komið í tugi þjóðgarða, beitti sér fyrir því að séra Heimir Steinsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, færi í sérstaka kynnisferð til Bandaríkjanna.

Við höldum oftast að við þurfum endilega að finna upp öll hjól sjálf í stað þess að læra af meira en hundrað ára gamalli reynslu annarra þjóða af því að reka þjóðgarða og ferðamannastaði.


mbl.is Vissu ekki um gjaldtöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að vilja ekki heyra eða skilja sannleikann, það er spurningin.

Formaður Framsóknarflokksins virðist áfram ætla að "heyra eða skilja" sannleikann allt öðruvísi en flestir aðrir.

Hann skilur ekki af hverju hann nýtur ekki lengur trausts meðal þeirra flokksmanna hans, sem vilja flýta flokksþingi og gera málin upp þar.

Hann skilur ekki af hverju einn þingmanna hans var gráti nær yfir því að hann ætlaði að spila sóló upp á eigin spýtur með því að þvinga forseta Íslands til að gefa heimild til að senda allan þingflokkinn heim í þingrofi án þess að hafa um það hið minnsta samráð.

Hann skilur ekki að málið snúi fyrst og fremst um aumkunarverðar tilraunir hans til að ljúga í sjónvarpsviðtali um mál, sem útilokað var annað en hann hefði fulla vitneskju um.

Hann skilur ekki að vanhæfi er dæmt í upphafi þess ástands, sem gerir nauðsynlegt að skoða slíkt í stað þess að athuga eftir á, hvort aðstaða beggja vegna borðsins hafi haft áhrif á niðurstöðuna.

Atburðarásin sem sá annars ágæti drengur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson upplifði í falli sinu frá valdamesta embætti þjóðarinnar niður í duftið, var raunar svo óvenjuleg og svakaleg, að honum er vorkunn að hafa fipast jafn alvarlega í gegnum hana alla og heimurinn hefur horft upp á.

Lýsing fyrrum formanns Framsóknarflokksins á ferli SDG er átakanleg, því að sá ferill er varðaður þeirri firringu sem getur fengið jafnvel bestu menn til að "vilja ekki heyra eða skilja sannleikann, hinn bitra sannleika.


mbl.is Vilji ekki heyra „sannleikann“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. apríl 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband