Sameiningartákn í þroskuðu lýðræðisríki.

Í þroskuðum lýðræðiríkjum eru víða pólitískt kosnir forsetar, oft eftir harða kosningabaráttu á milli ólíkra stjórnmálaafla. 

Hjá þessum þjóðum flestum eru forsetarnir samt sameiningartákn út á við og inn á við vegna þess að þeir telja það skyldu sína að vera það og koma fram sem forsetar allra landsmanna, en ekki aðeins sinna eigin kjósenda. 

Það á að vera hægt að sameina þessa ólíku þætti, stjórnmál og sameiningarþjónustu, ef forseti og þjóð leggja sig fram um það. 


mbl.is Helst misvel á sameiningartákni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bb og Hh - alltaf hjá öllum!

Eg er forsjóninni þakklátur fyrir að geta skrifað þennan bloggpistil til að styðja forvarnarstarf, úr því að eina hlið þess ber á góma í fréttum.Reiðhjólahjálmur

Ég tel mér skylt að leggja mitt af mörkum og myndi vera órótt ef ég gerði það ekki.

Ekki er víst að ég gæti skrifað þennan pistil einhentur ef ég hefði nýtt mér undanþágu fyrir fullorðið fólk til að nota hjálma þegar það hjólar á reiðhjólum. En börnum er skylt að nota þá.

Myndin er af léttum hjálmi, sem ég keypti þegar ég hóf að nýju hjólreiðar fyrir rúmu ári.

Með honum stangaði ég og braut framrúðu bíls sem ekið var á mig á gangbraut við Grensásveg síðdegis á föstudag.

Hjálmurinn varði líka höfuð mitt fyrir miklu þyngra höggi þegar ég skall í götuna meira en tíu metrum frá gangbrautinni eftir að bíllinn hafði hent mér af þaki sínu þangað.

Þetta voru þung högg, ekki létt. Maður brýtur ekki framrúðu bíls svo léttilega með höfðinu. Allur líkaminn varð fyrir hnjaski og meiðslum, báðir ökklar, bæði hné, báðir olnbogar, hægri öxl og hálsinn.

Læknirinn á bráðadeild taldi magnað og algera hundaheppni að ekkert bein skyldi brotna.

Bb og Hh eru skammstafanir fyrir bílbelti og hjólahjálma.

Það er skylda að nota bílbelti í akstri en ekki skylda fyrir fullorðna á reiðhjólum.

Ég hef séð furðu marga hjóla hjálmlausa á hjólaferðum mínum síðan hjólið tók við hlutverki bílsins hjá mér.

Þess vegna er þessi pistill skrifaður.  


mbl.is Ólafur Hand gagnrýnir Reykjavíkurborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Nú er besta barnið sótt..."

Einu sinni kom fram sú hugmynd að karlkyns NóbelsverðlaunahafaR legðu skerf í flottasta sæðisbanka heimS.

Viðeigandi er að segja um þessa hugmynd að hún var andvana fædd, enda svolítið keimlík hugmyndum nazista um ræktun á yfirburðakynslóð aría.

Fyrir rúmu 40 árum sendu Svíar okkur árlega sjónvarpsþátt þar sem Nóbelsverðlaunahafar létu ljós sitt og vitsmuni skína í viðtalsþætti.

Þátturinn bar nafnið "Snillerne spekulerer."

Þátturinn fékk arfa slakt áhorf og sem ritstjóri dagskár lagði ég til við dagskrárstjórana í Sjónvarpinu að þeir kæmu þeirri hugmynd á framfæri við Svía, til þess að auka áhorfið. að í staðinn yrði gerður sjónvarpsþáttur þar sem fylgst yrði með snillingunumm í viðskiptum þeirra við sæðisbanka sinn.

Gæti sá þáttur heitið "Snillerne onanerer"

Féll sú hugmynd í vægast sagt grýttan jarðveg.

Nokkrum árum síðar var það forsíðufrétt í DV að íslensk kona lét afar vel af skiptum sínum við danskan sæðisbanka.

Þá kastaði séra Emil Björnsson frétta- og dagskrárstjóri fram þessari stöku:

 

Hreðjum Íslands hrakar ótt  /

hermir konan unga. /

Nú er besta barnið sótt /

beint í danska punga.  

 


mbl.is Sögðu sæðisgjafann snilling
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. apríl 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband