Sagan frá 1980 endurtekur sig?

Haustið 1979 tilkynnti Albert Guðmundsson um framboð sitt til embættis forseta Íslands.

Í janúar varð hann lykil stuðningsmaður ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens og Gunnar lýsti í kjölfarið yfir stuðningi við forsetaframboð Alberts.

Skammt er síðan Ólafur Ragnar Grímsson brást þannig við fráleitri málaleitan pólitísks fóstursonar síns um þingrof að reka hann sneyptan í burtu og gerast i staðinn pólitiskur fósturfaðir nýs manns í embætti forsætisráðherra, Sigurðar Inga Jónhannssonar.

Varla hefur Ólafur Ragnar sleppt orðinu um að bjóða sig fram en sán sami Sigurður Ingi fagnar framboði hans.

Sagan frá 1980 að endurtaka sig?

Hefur nokkuð breyst í íslenskum stjórnmálum síðan þá?


mbl.is Forsetinn skapaði óvissuna sjálfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsætisráðherra stuðningsmaður í fyrsta sinn í 36 ár ?

Í forsetakosningunum 1953 lýstu þáverandi forsætisráðherra og aðrir ráðherrar yfir stuðningi við séra Bjarna Jónsson, sem féll í kosningunum fyrir frambjóðanda sem engir ráðherrar studdu.

1968 lýsti Morgunblaðið, höfuðmálgagn þáverandi ríkisstjórnar, yfir stuðningi við Gunnar Thoroddsen sem beið beiskan ósigur.

1980 lýsti Gunnar Thoroddsen þáverandi forsætisráðherra yfir stuðningi við Albert Guðmundsson sem lenti í þriðja sæti af fjórum frambjóðendum.

Síðan hafa ríkjandi stjórnvöld ekki gefið forsetaframbjóðendum ákveðnar stuðningsyfirlýsingar.

Nú rétt áðan sagði Sigurður Ingi Jóhannsson hins vegar, að honum litist vel á ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar um að bjóða sig fram til áframhaldandi setu á Bessatöðum.

Áberandi var hvað forsetinn hafði vandað vel til málflutnings síns þar.

Spurning er í ljósi sögunnar hvaða áhrif orð forsætisráðherra hafa og hvernig Ólafi Ragnari lýst á þetta útspil Sigurðar Inga.  


mbl.is Ólafur aftur í forsetaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Varnarlínurnar" liggja stundum annars staðar en ætlað er.

Áratugum saman hefur það verið haft á orði að "varnarlínan" varðandi "fólksflóttann" af landsbyggðinni hafi legið um Ártúnsbrekku og síðar við Kjalarnes og Geitháls.

Þetta er að breytast. Mikilvægasta arnarlínan hefur færst suður í Leifsstöð af því að æ fleiri flytjast nú alla leið til útlanda en áður var, og það stundum í svo miklum mæli, að aðeins með straumi erlendra innflytjenda helst mannfjölgun við á landinu.

Einnig hafa verið umræður um varnarlínur gegn flutningi úr sveitum og dreifbýli til þéttbýlisstaða.

Þessar varnarlínur eru að riðlast sums staðar eins og sést á upptalningunni á þeim þéttbýlisstöðum úti á landi, allt suður til Borgarness, sem gætu átt í vök að verjast á næstu áratugum.

Þegar verið er að benda á þessa hluti eru þeir, sem það gera, oft vændir um óþjóðhollustu og söng um "ónýta Ísland."

En tölur og staðreyndir eru til þess að bregðast við þeim en ekki til þess að reyna að hræða menn frá því að bregðast við þeim.


mbl.is Byggð í þéttbýli í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. apríl 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband