Varla einkaeign í "landi frelsisins".

Bandaríkin hafa verið kölluð land frelsisins. Þess vegna vekur það athygli þegar ferðast er um landið að nánast öll helstu náttúrudjásn þess eru í eigu ríkisins sem þjóðgarðar.

Eftir að Vatnajökulsþjóðgarður var stofnaður eru flest helstu og einstæðustu náttúrudjásn Vatnajökuls og næsta nágrennis hans þjóðareign.

Má sem dæmi nefna Morsárdal, Grímsvötn, Bárðarbungu, Kverkfjöll, Öræfajökul og fjölda íshella í skriðjöklunum

Lónin við jökulröndina, Grænalón, Fjallsárlón, Breiðárlón og Jökulsárlón ættu því að vera innan vébanda jökulsins og þjóðgarðsins, en eru það ekki.

Þegar Skaftafellsþjóðgarður var settur á stofn minnist ég ekki þess að landeigendur í Skaftafelli hafi fengið útborgaða milljarða fyrir það land utan jökulsins sem lenti innan þjóðgarðsins.

En hvað sem um það má segja, skýtur skökku við ef lónin, sem minnkun jökulsins hefur skapað, eru ekki sams konar þjóðareign og jökullinn sjálfur.

Mjög ólíklegt er að slík djásn væru einkaeign í landi frelsisins.  


mbl.is Jökulsárlón til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki beint lagaleg áhrif heldur pólitísk.

Undanfarnar vikur hafa ýmsir reynt að gera umræðuna um aflandsfélögin tortryggilega með því að segja að undir hana sé kynt af óæskilegum stjórnmálaöflum enda hefur forsætisráðherra gefið þá línu að það hafi verið fullkomlega eðlilegt, löglegt og siðlegt að hann væri eini aðilinn að uppgjörinu við kröfuhafa föllnu bankanna sem ekki var krafinn um upplýsingar um tengsl sín við þessa kröfuhafa.

Tengsl hans hafi engin verið þótt þarna væri um eiginkonu hans að ræða.

Björn Bjarnason vitnar í Helga Bernódusson skrifstofustjóra Alþingis varðandi það að þingrofstillaga stjórnarandstöðuflokkanna sé óþingleg af því að þingið ráði því ekki lagalega séð hvort þing sé rofið, heldur sé það vald í höndum forsætisráðherra.

Og þar af leiðandi sé hugsanlegt að tillögu um þingrof yrði vísað frá í meðförum Alþingis.

Þó segir Helgi það að pólitískt séð yrði forsætisráðherra að taka tillit til samþykktar slíkrar tillögu.

Það ætti að þýða að umræða um slíka tillögu og afgreiðsla hennar væri pólitískt réttlætanleg.

En frávísun slíkrar tillögu myndi auðvitað minnka umræðuna um málið, sem margir reyna nú.    


mbl.is Þingrofstillögunni vísað frá?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. apríl 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband