Fjölmiðlar "búa til forseta". Marga. Eðlilega.

Ríkisútvarpið var stofnsett 1930. Stærsti fjölmiðlaviðburður Íslandssögunnar fram að þeim tíma var Alþingishátíðin, þar sem rómuð voru framganga og glæsileiki Ásgeirs Ásgeirsonar, forseta sameinaðs Alþingis. 

Hann naut góðs af því við forsetakjörið 1952. 

Séra Bjarni Jónsson var goðsögn í lifanda lífi, og talaði oft beint og jafnvel daglega í útvarp frá Dómkirkjunni. 

Fyrsti forsetinn sem nýstofnað sjónvarp bjó til var Kristján Eldjárn, ef menn kjósa að segja að forsetaframbjóðendur séu "búnir til í fjölmiðlum." 

Í geysivinsælum sjónvarpsþáttum Kristjáns, "Munum og minjum," varð hann að heimilisvini landsmanna. 

Svipað gilti um Vígdísi Finnbogadóttur í skemmtilegum frönskukennsluþáttum þar sem þokkinn og síðar heimsþekktir persónutöfrar geisluðu af henni. 

Áður hefur ferill Ólafs Ragnars Grímssonar í sjónvarpi á fyrstu árum þess verið rakinn í pistli hér á síðunni og bæta má við hve glæsileg þau voru þar sem þau komu fram saman, Ólafur og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir. 

Allan þann tíma sem þessi dæmi hafa blasað við, hafa sumir átt erfitt með að sætta sig við þátt fjölmiðla í því að forsetaframbjóðendur hafi náð til kjósenda. 

En þegar dæmið snýst um algert persónukjör,"maður á mann", eins og þegar forsetaframbjóðandi stendur berskjaldaður fyrir framan hvern kjósanda, og horfist í augu við hann, er eðlilegt að "sjónvarpið búi til forseta" þegar svo ber undir. 

Já, marga. 

 

 


mbl.is Guðni Th.: Fyrsta sem ég sá var Ólafur Ragnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæði utanaðkomandi áhrif og innlend.

Það var ekki tilviljun að besta staða íslenska ríkisins hafi verið árin 1945-47 og síðan verði það síðan aftur á næstu árum. 

Á árunum 1940-45 voru utanaðkomandi áhrif sem ollu þessi af völdum hernámsliðs Bandamanna og Íslendingar voru svo ákafir að eyða stríðsgróðanum, að hann var uppurinn í ársbyrjun 1948 og við tóku kreppuár, sem hefðu orðið enn verri ef Bandaríkjamenn hefðu ekki ausið meira fé af Marshallaðstoð sinni til Íslendinga en nokkurrar annarrar þjóðar.

Samdráttartímabilin eftir það voru 1967-70 þegar síldin hvarf, 1974-84 þegar tvær olíukreppur riðu yfir heiminn, 1988-1998 þegar lægð var í heimsfjármálunum.

Íslendingar fóru afar illa út úr Hruninu 2008 en síðan þá hafa allar þrjár ríkisstjórnirnar sem síðan hafa verið við völd, unnið ágætlega úr ástandinu og megin ástæðan fyrir góðri stöðu þjóðarbúsins um þessar mundir er einstæður vöxtur ferðaþjónustunnnar, meðal annars vegna auglýsingargildis eldgosa, og ekki síður lægsta eldsneytisverð á heimsmarkaði sem um getur um árabil.  


mbl.is Besta staða frá stríðslokum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Munurinn á 2016 annars vegar og 1931 og 1974 hins vegar.

1931 og 1974 voru sitjandi ríkisstjórnir búnar að missa þingmeirihluta sinn og enginn nýr meirihluti í sjónmáli. Kirstján 10 og Kristján Eldjárn mátu stöðuna þannig að uppfylla óskir Tryggva Þórhallssonar 1931 og Ólafs Jóhannessonar 1974 um að rjúfa þing og efna til kosninga. 

Þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson bað Ólaf Ragnar Grímsson að skrifa undir þingrofsheimild var ástandið gerólíkt. 

Á því augnabliki sat formlega ríkisstjórn hans með ríflegan meirihluta þings að baki sér, og SDG hafði hvorki kannað hug síns eigin þingflokks eða þingflokks Sjálfstæðismanna til þingrofs. 

Í samræmi við að vilji þingsins skyldi ráða neitaði Ólafur RAgnar Grímsson að sjálfsögðu Sigmundi Davíð um að skrifa undir heimild til þingrofs nema hann gæti fært sönnur á að þingflokkarnnir tveir vildu ekki vinna áfram saman í ríkisstjórn. 

Strax kom í ljós að mat forsetans var hárrétt og að hvað sem segja mætti um ríkisstjórn Framsóknar og Sjalla væri traustur þingmeirihluti fyrir henni. 

Mannaskipti fóru fram í stjórninni, - á fyrsta degi sínum varðist stjórnin vantrausti auðveldlega og þingræðið hafði verið í heiðri haft.

Þess vegna er furðulegt að sjá um það raddir nú að forsetinn hefði virt þingræðið og varið það með því að rjúfa þing. . 

 


mbl.is „Þekki fólk sem ætlar að gifta sig“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. apríl 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband