Fráleitt að þetta mál fari áfram.

Fyrir hálfri öld eyddu tóbaksframleiðendur óheyrilagum fjárhæðum í að koma í veg fyrir að uppvíst yrði um skaðsemi reykinga og það liðu margir áratugir þar til loksins hillti undir það að gerðar yrðu ráðstafanir til þess að minnka það hræðilega tjón sem neysla tóbaks hafði. 

Lykillinn að þvi var öflun og dreifing upplýsinga sem sýndi fram á eðli málsins. 

Á síðustu árum og áratugum hefur safnast upp mikil þekking á eðli áfengissýkinnar og öllum hliðum neyslunnar, og heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur safnað þessum upplýsingu saman svo að þær blasa við. 

Að ganga fram hjá þessari vitneskju er svipaðs eðlis og að gengið hefði verið fram hjá því helsta sem blasti við varðandi tóbaksreykingarnar á sínum tíma. 

Þess vegna er fráleitt að áfengisfrumvarpið verði gert að forgangsmáli í lok setu núverandi löggjafarþings. 


mbl.is Óvíst með áfengisfrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jákvæð heimsendaspá?

Allt fram til 1978 var Framsóknarflokkurinn næst stærsti flokkur landsins með fylgi um fjórðings þjóðarinnar, allt upp undir 30%.

Fram til 1959 gerði hræðilega ranglát kjördæmaskipun það að verkum að flokkurinn gat fengið tvöfalt fleiri þingmenn en samsvaraði fylgi hans, jafnvel allt að meirihluta í kosningum þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk 48% atkvæða!

En 1978 beið flokkurinn sögulegt afhroð í kosningum og fékk aðeins 12 þingmenn.

En sundurlyndi A-flokkanna gerði það að verkum að niðurstaðan varð samt sú að Ólafur Jóhannesson formaður Framsóknarflokksins varð forsætisráðherra, og 1979 vann flokkurinn kosningasigur!

Eitthvað hefði Vilhjálmur Bjarnason sagt þá!

Lífseigla Framsóknarflokksins hefur orðið mönnum að yrkisefni, oft í glannalegum hálfkæringi, samanber þessa limru Ragnars Inga Aðalsteinssonar:

 

JÁKVÆÐ HEIMSENDASPÁ.

 

Þegar jörðin í sæinn er sokkin

og sólin af standinum hrokkin

þó er þar leið,

þungbær, en greið,

til að losna við Framsóknarflokkinn.  

 

Þegar Ragnar Ingi kastaði þessari limru fram í sjötugs afmæli sínu reyndi ég að bera í bætifláka fyrir Framsóknarflokkinn með þessari limru:

 

Við skulum spara að spotta´hann

með spánýjan foringja´og flottan.

Þótt leggist gröf í

hann lifnar á ný

og lifir allt af eins og rottan.

 

Þess má geta að vegna þess að einu spendýrin sem lifa hvar sem er á jarðarkringlunni eru maðurinn og rottan dáist ég að þeirra dýrategundum öðrum fremur.

 

 


mbl.is „Smáflokkur með mikilmennskubrjálæði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. apríl 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband