Engin stjórnarskrárákvæði um hámarksaldur forseta.

Í stjórnarskránni er ákvæði um lágmarksaldur forseta Íslands. Sá tilgreindi aldur er að mínu mati of hár. Hins vegar er ekkert ákvæði um hámarksaldur.

Bernie Sanders hefur hrifið ungt fólk í Bandaríkjunum til að styðja hann í því að hann verði næsti forseti Bandaríkjanna, kominn vel á áttræðisaldur.

John McCaine var líka vel við aldur fyrir átta árum í sínu forsetaframboði og er enn býsna ern.

Winston Churchill var 71. árs í stríðslok og fluttist á ný inn í Downingsstræti 10 1951, þá orðinn 77 ára gamall, án þess að talað væri um að það hús væri orðið að elliheimili.

Konrad Adenauer stjórnaði Vestur-Þýskalands af röggsemi til 87 ára aldurs og var að vísu kallaður "der alte" eða "sá gamli" án þess að vera talinn óhæfur til hins krefjandi starfs síns vegna elli.

Þvert á móti var hann með merkustu stjórnmálamönnum 20. aldarinnar, og arftakinn, Ludwig Erhard, sem var 19 árum yngri, var að vísu snjall efnahagsráðherra, en mislukkaður kanslari.

Ég tel að næsti forseti Íslands eigi að vera í orði og æði maður 21. aldarinnar, maður viðfangsefna Íslendinga og mannkyns alls á þessari öld.

Í því efni skiptir líkamlegur aldur ekki öllu máli, heldur hugsun og gerðir.

Ákvæði um hámarkslengd setu í embætti, til dæmis 12 ár, eru nauðsynleg, enda í stjórnarskrám fjölmargra landa, því að mannval er nóg og enginn er ómissandi.

Ef fram er kominn frambjóðandi með skýra, frjóa, skapandi og nútímalega sýn í þágu þeirra, sem eiga að taka við firnastórum verkefnum komandi áratuga, á að hleypa honum að á þeim forsendum.  


mbl.is Ólafur geri grein fyrir eignum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tækifæri, þótt menn sjái þau ekki.

Allt of lengi hefur mönnnum sést yfir þau tækifæri, sem ýmis konar markaðssetning gefur. Notkun íslenska fánans og nafn Íslands eru dæmi um það.

Fyrir matvælaframleiðsluþjóð getur nafn landsins ekki verið betra. Hægt væri að auglýsa með viðeigandi  myndskreytingu: Ef þú vilt neyta góðs matar, hvert ferðu þá? Svar: Í ísskápinn - eða - kaupir íslenska matvöru.

Það er þekkt fyrirbæri um allan heim að samgöngumannvirki draga að sér verslun, þjónustu, framleiðslu og byggð.

Hafnir, krossgötur, flugvellir.

Þetta eru menn nú að sjá á Keflavíkurflugvelli og í nágrenni hans, verðmæti upp á hundruð milljarða.

Áratugum saman hefur hins vegar ríkt fjandskapur gagnvart þeim möguleikum sem Reykjavíkurflugvöllur býr yfir. Skipulag við völlinn hefur beinlínis miðað að því að koma í veg fyrir eðlileg not þessa góða samgöngumannvirkis.

Völlurinn hefur þann mikla kost í samanburði við svipaða flugvelli erlendis, að með því að lengja austur-vestur-braut hans skapast aðflug og fráflug yfir sjó í aðra áttina og yfir óbyggt svæði í Fossvogsdal í hina áttina.

Nýjar og hljóðlátar flugvélar, margar hverjar mun hraðskreiðari og hagkvæmari en áður hefur þekkst, gerbreyta líka stöðu valllarins til hins betra.

Vísa að öðru leyti í nýjan bloggpistil Einars Björns Bjarnasonar um þetta efni hér á blog.is 


mbl.is Merkja má vörur með íslenska fánanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. apríl 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband