Færist meira fjör í leikinn?

Svo virðist sem áhyggjur af því að allt of margir frambjóðendur yrðu til embættis forseta Íslands vegna þess að enginn yrði með meira en 15% fylgis, hafi verið dregnar full dökkum litum, því að enda þótt flest nöfnin í pottinum nú hafi verið á sveimi í vikur og jafnvel mánuði, eru það aðeins þrjú önnur en nöfn forsetans sjálfs, sem fá eitthvað fylgi.

Eina konan með meira en 2% fylgi, er Halla Tómasdóttir, svo að það gæti verið spennandi að sjá hvort framboð Berglindar Ásgeirsdóttur eða Sigrúnar Stefánsdóttur myndi breyta einhverju.

Engu að síður er æskilegt að forseti Íslands sé með meirihluta atkvæða, en það hefur aðeins gerst einu sinni, árið 1968.

Og það er hægt að framkvæma með notkun SVT-aðferðinni (singular vote transfer) án þess að kjósa þurfi tvisvar.


Sérkennilegt deiluefni í 60 ár.

Bráðum eru 40 ár síðan umræða um notkun öryggistækja á borð við belti og hjálma hófst hér á landi og liðin eru 60 ár síðan hún hófst erlendis.

Merkilegt er að upplifa ennþá andstöðu margra, þeirra á meðal góðs, gegns og vel menntaðs fólks, gegn einstökum atriðum í þessum málum.

Ég er jafn undrandi nú vegna umræðna um belti og hjálma og ég var vegna umræðnanna fyrir 40 árum.

Í öllum tilfellum snerist umræðan strax um það að viðkomandi öryggistæki væru til skaða og tjóns en ekki gagns.

Og hún snýst enn um þetta, árið 2016.

Í gær átti ég samtal við bæklunarlækni sem hefur langa reynslu af meðhöndlun slasaðra og í ljósi reynslu sinnar lýsti yfir svipaðri undrun sinni og ég varðandi tregðuna til þess að gera notkun belta og hjálma almenna.

Tölur frá rannsóknarnefnd samgönguslysa benda til þess að á þeim 40 árum, sem liðin eru síðan umræðan um bílbeltin hófst, hafi um 200 Íslendingar hafi látist vegna þess að bílbelti voru ekki notuð. Hefðu annars lifað. Reiðhjóla-hjálmur inni í

Óþörf örkuml gætu verið á annað þúsund hið minnsta.

Eftir að farið var að nota hlífðarhjálma á fiskiskipum hafa alvarleg höfuðmeiðsl nær horfið.

Ég hef þegar heyrt dæmi um gagnsemi hjálma á reiðhjólum og vélhjólum.

Myndin hér að ofan er tekin ofan í reiðhjólahjálm á hvolfi, sem braut framrúðu í bíl í slysi um daginn.

Í umræðu um hlífðarhjálma um daginn var því haldið blákalt fram að hjálmurinn hefði ekkert gagn gert í þessu slysi og að þegar allt dæmið væri reiknað, yllu hjálmarnir meira líkamstjóni og fjártjóni en sem næmi gagnsemi þeirra.

Tvö fjaðrandi innlegg eru í hjálminum, hið innra um 1 sentimetri á þykkt og mjúkt, en hið ytra er furðu hart og tæplega 2 sentimetrar á þykkt.

Hið ytra hlífðarefni verður að vera svona hart vegna þess að högg, sem svona hjálmar verða stundum fyrir, eru mun harðari en fólk gerir sér grein fyrir.

Á þessum hjálmi hef ég límt plástur yfir nafn framleiðandans.

Það er gert með tilliti til umræðunnar, sem oft er á því plani að hún er leidd eingöngu að auglýsingagildi hjálmsins og tekna framleiðandans af því að framleiða og selja hann, - eða að illa fengnum hugsanlegum tekjum þess, sem auglýsir vörumerkið með því að sýna mynd af hjálminum.      


mbl.is Dýrt að spenna ekki beltin í rútum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira en tíu sinnum stærri skekkjur en Laugavegurinn um daginn.

Gaurinn, sem ætlaði frá Leifsstöð til hótels við Laugaveg í Reykjavík í haust gerði tæplega 400 kílómetra skyssu þegar hann lét gps-ið leiða sig norður á samnefnda götu á Siglufirði.

Skyssa bresks pars sem ætlaði frá Birmingham í Bretlandi til Las Vegas, en keypti sér fyrir mistök far frá Birmingham í Alabama í Bandaríkjunum, er meira en tíu sinnum stærri, hvað ferðalengd varðaði.

En líklega er stærsta skyssan sú, sem tengdasonur minn sýndi mér þegar hann var staddur í heimsókn hjá mér.

Hann ætlaði að kenna mér hvernig ég gæti notað gps forrit á snjallsíma sínum til að komast utan af landi heim til mín austast í Spönginni í Grafarvogshverfi.

Hann sagði hróðugur, eftir að hafa stimplað ferilinn inn: "Á skjánum stendur meira að segja stórum stöfum nafnið á staðnum, þangað sem síminn segir að þú sért nú niður kominn."

"Er hann ekki svolítið fljótur á sér?" svaraði ég. "Hér stendur stórum stöfum: Grafarvogskirkjugarður.  Ég á ennþá eftir 300 metra þangað.


mbl.is Keyptu flugferð frá rangri borg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. apríl 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband