Bjartur og hlýr stórafmælisdagur.

Það er búið að vera í nógu að snúast á þessum hálfrar aldar afmælisdegi Sjónvarpsins. 

Í hádeginu kom fólk saman í mötuneytinu og útvarpsstjóri upplýsti, að samkvæmt viðhorfskönn hefði Ríkisútvarpið aldrei notið jafn mikils trausts frá upphafi þeirra kannana. 

Það rímar illa við stanslausan níðsöng á sumum bloggsíðum þar sem RÚV er sakað um flest það sem miður fer í þjóðfélaginu. 

Síðdegis var opnuð sýning í útvarpshúsinu og gamlir starfsmenn, sem kalla sig "svart-hvíta gengið" fjölmenntu og fóru síðan og undu saman fram á kvöld í hótelsal. 

Þar fann maður vel hve sterkum böndum þessi vinnustaður batt fólki á sinni tíð. 

Það var birta og hlýja, bæði veðrið og innilegt viðmót aldavina, sem umvafði þennan stórafmælisdag og gerir hann minnisstæðan. 

Það er mikið lán að hafa fengið að upplifa slíkt.  


mbl.is DR mun selja efni RÚV um allan heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirfram var vitað að aðeins fyrsta sætið var bindandi.

Reglur prófkjörsins í Suðvesturkjördæmi voru þær að allir þátttakendur vissu það fyrirfram, að þeir yrðu að fá ákveðinn hluta atkvæða til þess að kjör þeirra yrðu bindandi. 

Aðeins Bjarni Benediktsson fékk bindandi kosningu. 

Það er auðvitað sárt fyrir þá, sem færðir eru einu sæti neðar að þurfa að sæta því. 

En þegar litið er yfir sviðið hjá Sjálfstæðisflokknum er kynjamismunurinn æpandi og því var þessi sársaukafulla niðurstaða nauðsynleg fyrir flokkinn. 

Á móti kemur að það er ekki gott þegar maður eins og Vilhjálmur Bjarnason er færður niður, því að hann hefur aldrei verið þægur flokkshestur, heldur haldið fram málefnalegri gagnrýni á ýmislegt, og slíkir menn eru nauðsynlegir í flokki sem vill hafa breiða skírskotun. 

En fyrir flokkseigendafélagið er slíkt sennilega grátið þurrum tárum.

Og uppstillingin á myndinni af efsta fólki á listanum er táknræn: Bjarni stendur sér fyrir utan hóp flokkshestanna eins og tamningamaður með hestana sína.  


mbl.is Bryndís færð upp í annað sæti í SV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband