Einstæð og mikilvæg grein stjórnarskrárinnar um málskotsrétt forsetans.

Sjálfstæðisflokkurinn réði miklu um framgang lýðveldisstofnunarinnar 1944 og meðal þingmanna flokksins voru Bjarni Benediktsson og Gunnar Thoroddsen sem töldust í hópi svokallaðra hraðskilnaðarmann.  

Þingið lagði áherslu á að í bráðabirgðastjórnarskrá, sem lögð var í þjóðaratkvæði, yrðu sem allra minnstar breytingar á sambandslagastjórnarskránni frá 1920, og sneru helst eingöngu að því að í ákvæðunum um þjóðhöfðingjann kæmi orðið forseti í staðinn fyrir orðið kounngur.   

Ein afar merkileg nýjung var undantekning frá þessu. Það var grein númer 26 um málsktsrétt forsetans. Hliðstæða grein er ekki að finna í öðrum vestrænum stjórnarskrám. 

Greinin er látin halda sér í stjórnarskrá stjórnlagaráðs, en hún er nógu óvenjuleg til þess að í umbeðinni umsögn svonefndrar Feneyjarnefndar sem beðið var að athuga þá stjórnarskrá, var fundið að því að hún gæti valdið óvissu á tímum óróa við stjórn landsins. 

Sú reyndist ekki vera raunin þegar Ólafur Ragnar beitti henni þrívegis og skóp með því tíma fyrir Íslendinga til að ná vopnum sínum.  

Í bókinni "Kárahnjúkar með og á móti" sagði Vigdís Finnbogadóttir að hún hefði fyrirfram gefið sér það viðmið hvort lagasetning hefði óafturkræfar afleiðingar eða ekki. Sem dæmi um það nefndi hún, að hún myndi ekki skrifa undir lagasetningu til þess að lögleiða dauðarefsingu.  


mbl.is Mun fara sparlega með málskotsréttinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. apríl 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband