Af hverju er hljótt um STV?

Í kosningabaráttunni hingað til hefur alloft verið minnst þann möguleika að kjósa tvisvar ef enginn frambjóðandi fær meirihluta greiddra atkvæða.  

Sumir hafa imprað á því að hafa kerfi, þar sem kosið sé tvisvar ef enginn fær hreinan meirihluta, en mótbáran gegn því er sú, að þá sé hætt við því, að forsetakjörið verði of flókið og dýrt. 

En það eru til fleiri aðferðir, sem geta dregið úr ókostum þess kerfið, sem notað er hér á landi. 

Þekktast er líkast til kerfi sem heitir Single transferable vote, skammstafað STV. 

Þá eru nöfn allra frambjóðenda á kjörseðlunum, en kjósendur raða frambjóðendum með því að gefa þeim númer.  

Helsti kostir þessa kerfis er að að aðeins þarf aö halda einar kosningar í stað tveggja, og að líkindin aukast oft á því að sá frambjóðandi nái kjöri, sem flestir geta sætt sig við.


mbl.is Helga komin með lágmarksfjölda undirskrifta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Þú ert ekki í röðinni..." Á það að verða hið raunverulega sumarsvar?

Það vantaði ekki stóru orðin og loforðin  hjá ráðamönnum þjóðarinnar þegar þeir flýttu sér á vettvang Grindavíkurgossins í upphafi eldsumbrotanna. 

Í ljósi augljósra vanefnda um skjóta úrlausn er nöturlegt að vita til þess að á fyrsta sumardegi skuli Grindvíkingar æurfa að breyta fagnaðarsamkomum í heitar mótmælasamkomur.   


mbl.is „Hvílir mikil leynd yfir þessu öllu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. apríl 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband