Lögmál Murphys er því miður algilt, líka um "MAD, Mutual assured destruction."

Fyrri Heimsstyrjöldin hófst vegna stigmögnunar, sem fór úr böndunum, og Seinni Heimsstyrjöldin  var í raun framhald af þeirri fyrri, þrátt fyrir að ætlunin hefði upphaflega verið sú að sú fyrri yrði "stríð til að koma í veg fyrir öll stríð."

Hættan á því að nú verði stigmögnun, sem leiði ´óviljandi" til gereyðingarstríðs er því miður ekkert minni en upphaf Fyrri heimsstyrjaldarinnar. 

Aðeins einn frambjóðandi í íslensku forsetakosningunum er með þetta á dagskrá hjá sér, en var eins og rödd í óbyggð á framboðsfundinum, enda með enga burði til að fara einsamall til Moskvu til þess að koma á friði, því miður.    


mbl.is Æfingar vegna kjarnorkuvopna nálægt Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. maí 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband