Niðurstaða nauðsynleg.

Það er fagnaðarefni að fyrirtæki sem veitir fleira fólki vinnu hér á landi en heilt risaálver eykur starfsemi sína. Actavis er eitt af ótal dæmunum um að það, sem kallað hefur verið "eitthvað annað" með fyrirlitningartóni stóriðjusinna.

Actavis virðist líka vera eitt af dæmunum um vel heppnaða útrás og ætti að kenna okkur að fordæma ekki allt það sem getur fallið undir það orð. 

Frá Hafnarfirði til Reykjanesbæjar er aðeins 20 mínútna akstur og verksmiðja Actavis getur því verið vinnustaður sem nær til sín fólki og þjónustu þótt farið sé yfir kjördæmamörk. 

Í sambandi við þetta mál kemur enn og aftur upp umræða um eignarhaldið, svipað og var varðandi gagnaverið á Keflavíkurflugvelli. 

Það leiðir hugann að því brýna óleysta verkefni bíður þessa nýja árs að kryfja hrunið til mergjar, upplýsa um ábyrgð manna, sem þeir síðan axli og sýni að þeir iðrist og vilji leggja sig fram í bót og betrun.

Á eftir þessu getur síðan fylgt sú sátt, fyrirgefning og samstaða sem þjóðinni er svo nauðsynleg.

Við höfum ekki enn komist að hinu sanna og því er eftir að fara í gegnum allan þennan feril.

Á meðan svo er verður að halda haus og hrapa ekki að illa ígrunduðum dómum og aðgerðum.

Niðurstaða í þessu máli er forsenda fyrir uppbyggingu hins nýja Íslands.  


mbl.is Mikil stækkun fyrirhuguð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Mér þætti þó gaman að vita, hvernig þeir stefna að því að ráða fram úr skuldum upp á 1.000 milljarða.

Þeir geta selt erlendar eignir, sem eru mjög umtalsverðar. En, þeir ætla sér ekki það, þá mun fyrirtækið þurfa mjög öflugt tekjustreymi á næstu árum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.1.2010 kl. 15:17

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Álversverð er líklega bóla um þessar mundir og rétt að fara sér hægt í að veðja frekar á þann iðnað. Það er nóg komið af áliðnaði hérlendis og nóg til af "einhverju öðru".

Gísli Ingvarsson, 4.1.2010 kl. 15:31

3 identicon

Það er alltaf gott að fá eitthvað annað með skuldir upp á 1000 milljarða og kærum frá hundruðum manna sem rignir nú yfir fyrirtækið vegna hjartalyfsins Digitek.

Ég vona svo sannarlega að fyrirtækið muni lifa þetta af og að kærurnar séu marklausar. En það hafa verið álver hér í tugi ára sem hafa veitt fjölda manna vinnu og megi þau blómstra áfram ásamt þessu einhverju öðru.

kveðja.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 16:12

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Mér þykir þetta Actavisdæmi nú frekar sýnd veiði en gefin.

Miðað við fréttina stendur til að stækka og auka afkastagetu íslensku verksmiðjunnar um helming, en að "í felist sú hagræðing sem náist fram með stækkun meðal annars í því að hægt verði að auka framleiðsluna án þess að fjölga starfsmönnum mikið".

Auk þess kemur fram að mannafjöldi fyrirtækisins er tæplega 11 þúsund í 40 löndum. Fyrirtækið mun því (eðlilega?) flytja framleiðslu sína fram og til baka eftir því hvar vinnuaflið er ódýrast hverju sinni.

Álverin eru ekki svona auðflytjanleg :)

Kolbrún Hilmars, 4.1.2010 kl. 16:41

5 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Gleðilegt nýtt ár Ómar.

Stóriðjusinnar hafa bent á að þetta eitthvað annað hefur látið á sér standa. Stóriðjusinnar eru hlynntir stóriðjunni því hún notar mikla orku og ekki hefur verið bent á neitt annað sem getur borið uppi upp fjármögnum við orkuverin.

Fyrirlitningartóninn hefur gjarnan beinst að stóriðjusinnum frá fólki með fordóma gagnvart stóriðju og áliðnaði hérlendis.

Tryggvi L. Skjaldarson, 4.1.2010 kl. 17:53

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ung fjölskylda á skaftfellskum sveitabæ hefur ráðist í stórvirki í ferðaþjónustu. Ekki er mé kunnugt um að þau hjón hafi samanlagðan námsferil sem nemur hálfri öld og að mestu á kostnað skattborgara. Þau tóku þennan kost með dug og bjartsýni að leiðarljósi og eru glöð, þreytt að sjálfsögðu og ánægð. Ég held að þetta fólk sé virðingarverðara en garmarnir sem geispa á atvinnuleysisbótum og spyrja hvort þessi ríkisstjórn ætli virkilega ekki að drullast til að gera eitthvað?  Og á hverju eigum við eiginlega að lifa?

Hjónin fyrir austan spurðu engan á hverju þau ættu að lifa. Þau ákölluðu hvorki ríkisstjórn né nokkurn annan. Þau tóku sjálf um það eigin ákvörðun og fylgdu henni eftir af djörfung og manndómi.

Vikulega sjáum við og heyrum fréttir af svona fólki.

Guði sé lof!

Árni Gunnarsson, 4.1.2010 kl. 19:45

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Stóriðjusinnar eru hlynntir stóriðjunni því hún notar mikla orku."

Þarna hittirðu naglann á höfuðið. Á þeim tímum í orkubúskap okkar og heimsins er sem sagt best að við bruðlum sem mest með hina dýrmætu orku í stað þess að velja okkur kaupendur sem gefa okkur meiri og betri tekur og atvinnu en hinn réttnefndi orkufreki iðnaður!

Ég sé ekki hvað er svona gott við þessa stefnu stóriðjusinna.

Hér hafa komið erlend fyrirtæki sem menga minna og nýta orkuna betur en stóriðjan en þau hverfa frá þegar þau sjá að búið er að ráðstafa allri orkunni og jafnvel meira en það til þriggja stórra kaupenda.

Ómar Ragnarsson, 4.1.2010 kl. 19:53

8 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Það er ekkert verið að tala um að bruðla með orku. Þetta snýst einfaldlega um það hvort við nýtum möguleikana sem búa í fallvötnum og iðrum jarðar og hvort hægt er að komast að skynsamlegri niðurstöðu sem sæmileg sátt ríkti um.

Það mengar enginn í heiminum minna en við við rafgreiningu á áli. (álbræðslu kjósa margir að nefna framleiðsluaðferðina þó rangnefni sé).

Ómar, 1 milljón tonn af áli framleidd á Íslandi losa 1.7 milljón tonn af koltvísýringi(CO2).  Sama magn framleitt í Kína með kolaraforkuver sem orkugjafa losar 14.2 milljón tonn af koltvísýringi(CO2).  Mismunurinn er 12.5 milljón tonna sparnaður á koltvísýringi(CO2) eða u.þ.b. 3X það sem er losað á Íslandi í dag.

Umhverfisvænna gerist það varla. Ef við viljum hugsa hnattrænt.

Stóriðjan gerir okkur kleyft að rafvæða allan fartækjaflotann. Rafmagnið bíður í innstunginni, þökk sé stóriðjunni. 

Tryggvi L. Skjaldarson, 4.1.2010 kl. 22:12

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Jafnvel þótt við samþykkjum þá rangfærslu að valið standi milli kolaorkuvers í þriðja heiminum og virkjana á Íslandi myndi orkan á Íslandi vera betur nýtt ef hún væri notuð til starfsemi sem bruðlar ekki eins með hana og stóriðjan.

Síðan er samanlögð vatns- og jarðvarmaorka Íslands langt innan við 1% af slíkri orku í heiminum og valið stendur því á milli slíkra orkuvera í löndum sem sárlega vantar hana og samskonar orkuvera hér þar sem verið er að fórna náttúruverðmætum sem eru mun verðmætari.

Ómar Ragnarsson, 4.1.2010 kl. 23:58

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Stóriðjan mun einmitt ekki gera okkur kleift að nota rafmagnið fyrir betri kaupendur og okkar eigin not fyrir samgönguflotann, heldur sópar hún allri orkunni til sín.

Ómar Ragnarsson, 4.1.2010 kl. 23:59

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Við framleiðum þegar fimm sinnum meiri raforku en við þurfum sjálf að nota. Af hverju er það að þakka stóriðjunni að hér sé rafmagn? Þú ert enn á sama stað og menn voru í hugsun fyrir hálfri öld.

Ómar Ragnarsson, 5.1.2010 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband