Lengsti hlákukafli í janúar.

Á sama tíma og Evrópubúar lifa við meira vetrarveður en um árabil eru sett hlýindamet hér á landi. Núna í janúar var sett það hlýindamet hér að það kom lengri hlákukafli í janúar en mælst hefur nokkru sinni, - 21 frostlaus dagur frá 8. -28. janúar. 

Nú gengur sérstakur hlýindakafli yfir Vestur-Grænland með allt að 13 stiga hita.

Á veðurkortum í sjónvarpi sést hvernig lægðirnar, sem koma sunnan úr Atlantshafi, fara óvenju vestarlega upp með austurströnd Norður-Ameríku og dæla hlýju lofti norður um sunnan- og vestanvert Grænland og norður á Grænlandshaf.

Allar getgátur um það hvort þetta séu merki um hlýnun eða kólnun veðurfars á jörðinni í heild eru hins vegqar líkast til fánýtar út af svona afmörkuðu fyrirbrigði.

Kannski leiða einhverjir líkur að því að minni ís á norðurhvelinu valdi því að lægðirnar fara vestar og norðar en venjulega en hitt getur síðan bara verið tilfellið að staðsetning kaldra polla á norðurhvelinu sé önnur en venjulega, líkt og fyrir nokkrum árum þegar kuldapollur Norður-Ameríku var austar en venjulega og það olli tímabundnum kuldum hér á landi.  


mbl.is Hörkuvetur í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband