Mörgum að verða mál.

dscf0644.jpgHugsanlega verða allt að tuttugu eldgos á fyrstu sextíu árum þessarar aldar eða fimmfalt fleiri en fyrstu 60 ár síðustu aldar.

Frá því sumarið 2007 hefur kvika verið að færast neðan af 17 kílómetra dýpi við Upptyppinga upp í tveggja kílómetra dýpi milli brúarinnar á Kreppu og Herðubreiðar. 

Ef þarna kemur upp kvika myndi verða einna skást að fá hana upp í gegnum Álftadalsdyngju fyrir austan Kreppubrú.

Álftadalsdyngja er hægra megin á þessari mynd, en Upptyppingar rétt vinstra megin við Herðubreið, sem er fjærst. Áin Kreppa er framundan en Krepputunga er vinstra megin (vestan) við hana, á milli Kreppu og Jökulsár á Fjöllum. Fagridalur er næst okkur hægra megin. Hægt er að stækka myndina með því að smella tvisvar á hana.

Álftadalsdyngja er mjög víðáttumikil og nokkurra ára rólegt dyngjugos þar yrði "ákaflega túristavænt", myndi sjást víða að og ekki skemma hið stórkostlega landslag í Krepputungu suður af brúnni eða ógna Sönghofsdal nyrst í tungunni. 

Það er kominn tími á Heklu og búast má við meiri umbrotum á svæðinu Grímsvötn-Gjálp á næstu árum en var lengi vel á 20. öld. 

Allir vita um Kötlu. Vonandi verður frekari gosórói í Eyjafjallajökli á borð við gosin 1821 minni en verið hefur.  Allt í lagi að þar komi upp smá hraungos eins og voru á Fimmvörðuhálsi. 

Annars ráðum við engu um þetta frekar en fyrri daginn, - verðum að vera betur viðbúin hinu versta og vona það besta. 


mbl.is Jörð skelfur við Kistufell
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru spennandi tímar hvað þetta varðar ... en líka dálítið ógnvekjandi. Svo er spáð köldum vetrum líka næstu ár.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 00:12

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Það er ekki laust við að beygur læðist að manni. Hamfarir miklar gætu verið í vændum af náttúrunnar völdum.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 27.4.2010 kl. 01:19

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nú sýnist mér aukast vandi Alþingis. Er ekki einboðið að Alþingi verði að setja þér siðareglur eins og forsetanum Ómar?

Ekki treysti ég mér til að reikna tap þjóðarbúsins vegna þessarar færslu en sé fyrir mér að það muni vera gífurlegt.

Árni Gunnarsson, 27.4.2010 kl. 09:48

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Talsvert Ómar túristavænn,
typpið uppi
vinstra megin,
er í kreppu ansi kænn,
Ólafur Ragnar vísar veginn.

Þorsteinn Briem, 27.4.2010 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband