Slæða blíðunnar á Suðurlandi.

Veðurblíða hefur á sér ýmsar sérstakar hliðar í hverjum landshluta. Suðurlandslundirlendið er stærsta láglendissvæði landsins, en þó er lítill munur á stærð þess undirlendis og þess sérstæða undirlendis sanda sem  er á Suðausturlandi.

Vegna stærðar Suðurlandsundirlendisins  getur veðufar þar oft ráðist af staðbundnum aðstæðum þegar það hitnar upp á sólardlögum eða kólnar við það að sól sest.

Getur skapast þar sérstakt veðurkerfi þegar það hitnar upp og hitalægð yfir því stýrt vindum í hringi á móti ríkjandi vindátt yfir landinu. 

Upphitun Suðurlandsundirlendisins getur líka valdið því að kalt loft frá hafinu norðanlands dragist suður yfir heiðarnar mllli Húnaflóa og Borgarfjarðar svo að það ríkir köld norðaustanátt í Borgarfirði og suður um Hvalfjörð eins og gerðist í gær

Þessi sólfarsvindur getur orðið sterkur þótt í loflögunum yfir landinu ríki suðaustanátt. p1012332.jpg

Með þessum pistli fylgja myndir af  dalalæðunni sem oftl leggst lágt yfir Suðurlandsundirlendið eða hluta þess þegar sólin sest, landið kólnar hratt og raki frá yfirborðinu þéttist í svo þunnri lágþoku að þök sumar bændabýlanna standa upp úr. p1012330.jpg

Á myndunum er hort til norðurs yfir miðjar Landeyjarnar með Rangárþing eystra og vestasta hluta Fljótshlíðar í baksýn og eins og jafnan er hægt að sjá betur smáatriði í myndunum með því að smella tvisvar á þær. 


mbl.is Bongóblíða í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég bjó einu sinni um skamma hríð á Ísafirði.

Dag einn þegar ég kom út var logn og alskýjað eins og maður hafði oft upplifað áður, nema að mér fannst líka sem það væri óvenju lágskýjað, án þess þó að það kæmi fram sem þoka.

Ég var að fara til Suðureyrar og þegar ég keyrði upp úr botni fjarðarins áttaði ég mig á því hvað skýin lágu í raun lágt því ég ók beint inn í þau og síðan upp úr þeim nokkrum metrum ofar þar sem himininn var heiðskýr og sól á lofti.

Þar stöðvaði ég bílinn fór út og upplifði eitt það merkilegasta fyrirbrigði sem ég hafði séð fram að því.

Þykkt skýjalag lá fyrir neðan mig yfir öllum firðinum eins og dúnmjúkt teppi. Upp úr því risu fjöllin og yfir öllu var heiðblár himininn.

Ég veit að flestir hafa væntanlega séð eitthvað svipað á sinni ævi, en þarna var ég að sjá þetta í fyrsta skipti - og þessar myndir þínar Ómar minntu mig á þetta augnablik.

Grefill (IP-tala skráð) 18.7.2010 kl. 06:58

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það var ekkert kalt í Borgarfirði í gær, 18-20 stig og 22 í Hvalfirði mest. Hins vegar var kuldi á Holtavörðuheiði en sá kuldi náði EKKI í byggð fyrir sunnan heiðina. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 18.7.2010 kl. 14:41

3 Smámynd: Ingimundur Kjarval

Veðurfræðingahatturinn á í dag?. Ég bý í fjallshlíð og þorpið í botni dalsins þar sem hvísl "Delaware river" rennur. Síðsumars fyllist dalurinn af þykkri þoku frá ánni á nóttinni. Sól og sumar uppi hjá okkur en niðaþoka niður í þorpi þangað til sólin brennir hana af.

Ingimundur Kjarval, 18.7.2010 kl. 16:09

4 identicon

Ég segi einsog kallinn sagði á tímum feðraveldisins: Ég er með fimm atkvæði fyrir flokkinn; Ég borga 5 þúsund kall, enda erum við fimm í fjölskyldunni. Takk fyrir okkur.

marat (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 02:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband