Það blauta Holland.

Í gær fór í fyrsta sinn í ferð um Holland, nánar tiltekið akandi frá Shiphol flugvelli áleiðis upp í Eifel-fjöll, sem eru vestur af Koblenz en norðan Rínardals í Þýskalandi.

Þar er ætlunin að taka myndskeið í heimildarmyndina "Brúarjökull og innrásirnar í Ísland." 

Hvergi er þéttbýli meira í Evrópu en í Hollandi, og mætti ætla að þar væri greiðfært eftir flottum hraðbrautum. 

En önnur er raunin á þessari leið.  Mest alla leiðina þarf að paufast í hverri umferðarteppunni á fætur annarri og hámarkshraðinn lengst af 50 km/klst, í besta falli 80. 

Meirihluta leiðarinnar var ekið á brautum svipuðum hinni marg bölvuðu leið milli Hvergerðis og Selfoss, en þó mun hægar. 

Það fór ekkert að rætast úr fyrr en komið var á þýskrar brautir sem tóku við austan Nijmegen-brúar yfir Rín. 

Holland er gernýtt til landbúnaðar og síki og vötn eru áberandi í þessu marflata landi. 

Þegar Jón Hreggviðsson kom til Kaupmannahafnar eftir að hafa hlaupið yfir Holland og nyrsta hluta Þýskalands lætur Nóbelskáldið hann tala mest um hið blauta Holland, kannski vegna þess að vegna votlendis og skurða hafi það verið torfærasti hluti leiðarinnar. 

Enn þann dag í dag virðist þetta land vera torfært hvað það snertir að maður er ótrúlega hægfara á vegum þess.  Ég verð því að taka undir með Jóni Hreggviðssyni. 

 


mbl.is Lúmsk hálka í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Farðu nú gætilega í því Ómar að feta í spor Jóns Hreggviðssonar á slóðum hans í Hollandi. Sérstaklega vara ég þig við að láta glepjast af þýðu viðmóti kvenna sem hafa yfirbragð biskupsfrúa.

Árni Gunnarsson, 22.9.2010 kl. 16:36

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

í þau skipti sem e´g hef verið í hollandi hefur oftast gengið betur að ganga leiðar sinnar eða hjóla.. umferðin virðist alltaf vera stopp þarna

Óskar Þorkelsson, 22.9.2010 kl. 17:56

3 Smámynd: Trausti Jónsson

Sæll Ómar. Fyrst þú ert í Eifel við myndatökur ætlarðu ekki að líta á hina lítt þekktu eldstöð Laacher See? Þar gaus um 16 rúmkílómetrum af ösku (minna í föstu) í risaeldgosi fyrir um 11 þúsund árum. Menn hafa velt vöngum yfir því hvers konar truflun yrði nú af slíku gosi - þar sem fáir búast við slíku. Við stað sem heitir Alte Bürg kvu enn vera leirhverir.

Trausti Jónsson, 22.9.2010 kl. 19:48

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Athyglisvert innlegg hjá Trausta, takk fyrir fróðleikinn!

Ekki þykir mér mikið til titils myndar þinnar koma, Ómar. Hann segir eiginlega allt sem segja þarf. Synd ef fé það sem fólk lét af hendi rakna í tilefni af fjárhagsvandræðum þínum og sjötugs afmælisinu, fer í að búa til hreinræktaðar áróðursmyndir sem sýna óraunhæfar myndir af veruleikanum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.9.2010 kl. 20:23

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

... ég er að tala um titilinn "Brúarjökull og innrásirnar í Ísland." 

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.9.2010 kl. 20:24

6 identicon

Ég held að það sé hægt að treysta því að Ómar býr ekki til neinar "óraunhæfar" myndir enda fátt nær honum en að koma hinu sanna á framfæri. Það er mín reynsla alla vega. Hins vegar má Ómar alveg hafa þær svo beittar að þær skeri þjóðarsálina. Það er allt annað en óraunsæi.

Hoppandi (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 21:44

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Titillinn "Brúarjökull og innrásirnar í Ísland"   fyllir mig verulegum efasemdum  

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.9.2010 kl. 22:24

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

varðhundur spillingarinnar lætur ekki að sér hæða..

Óskar Þorkelsson, 23.9.2010 kl. 07:19

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Minn kaeri Gunnar. Eins og thu serd af odru bloggi kom eg a thann stad i Eifel fjollum thar sem Hitler fyrirskipadi Raeder ad gera aaetlun um innras i Island.

I thessu felst ekki "arodur", thetta er stadreynd.

Ómar Ragnarsson, 23.9.2010 kl. 07:28

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir að leiðrétta þennan misskilning hjá mér, Ómar. Nú horfir þetta allt öðruvísi við mér og ég hlakka mikið til að sjá þessa mynd, enda mikill áhugamaður um sögu þessa tímabils.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.9.2010 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband