Við áttum hugmyndina að fundinum.

Smá misskilningur er í einni setningu fréttar af fundi Ögmundar með Stjórnlagaþingmönnum í dag.

Það vorum  við sem áttum hugmyndina að þessum fundi og á fundi okkar í gær kom hún þannig fram að þegar við vorum að ræða stöðu málsins og okkar, væri fróðlegt fyrir þann ráðherra sem framkvæmd kosninganna heyrði helst undir, að heyra í okkur hljóðið. 

Það er alls ekki hugsað af okkar hálfu á þann hátt að við viljum skipta okkur af því, hvernig Alþingi ræður fram úr málinu, - Alþingi verður að bera ábyrgð á því, hvernig framhaldið verður. 

Raunar væri að því leyti til heppilegt ef forsætisráðhera og fulltrúar allra þingflokkanna gætu komið á okkar fund en það er vart framkvæmanlegt. 


mbl.is Ögmundur fundar með stjórnlagaþingsfulltrúum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Í fréttinni segir:

"Fundurinn er haldinn að frumkvæði þeirra sem hlutu kosningu á stjórnlagaþing."

Þessir "við/okkar" sem þú nefnir voru þá ekki "þeir sem hlutu kosningu á stjórnlagaþing" ??

http://thjodarheidur.blog.is/blog/thjodarheidur/entry/1137552/

Loftur Altice Þorsteinsson, 30.1.2011 kl. 15:16

2 identicon

Ég treysti þér manna best til að lofa okkur kjósendum ykkar stjórnlagaþingmanna að fylgjast með hvað þið, stjórnlagaþingmennir  "okkar", eruð að hugsa, spjalla  og gera og  líka hvað ykkur finnst um framvindu stjórnlagaþingsmálsins.

Einhvern vegin finnst mér að við sem kusum  ykkur sem okkar fulltrúa á Stjórnlagaþingið  höfum  algjörlega gleymst í umræðunni um þetta stjórnlagaþingskosningaklúður.

Hefur einhvert ykkar stjórnlagaþingmanna okkar beint einu orði að okkur sem kusum ykkur, í góðri trú,  í kosningunni sem er nú ógild  skv. dómi Hæstaréttar?

Agla (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 15:28

3 identicon

Sæll Ómar. Þó vissulega væri það líklega "ódýrasti kosturinn" að skipa þessa nefnd finnst mér Pawel koma með afskaplega góð rök fyrir öðrum kosningum í þessari grein sinni

http://www.visir.is/hvad-nu-/article/2011251151301

Dísa (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 17:38

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég lít á kjósendur og frambjóðendur sem þolendur í þessu máli. Kjósendur eyddu tíma og fyrirhöfn í að kjósa og þeir sem voru kosnir hafa flestir eytt í þetta miklum tíma og orðið að fá lausn frá störfum og aðra til að gegna þeim.

Flest okkar myndu vilja að kosningarnar yrðu endurteknar eins og gert hefur verið áður hér á landi í svipuðum tilfellum. 

Ef við hins vegar heimtum að það verði gert breytumst við úr þolendum í gerendur, því að þá verðum við talin bera ábyrgð á þeim fjárútlátum og fyrirhöfn sem því fylgir. 

Ábyrgðin hvílir nú á Alþingi og stjórnvöldum. Þau eiga að ákveða framhaldið, ekki við. 

Það er úr vöndu að ráða, því að í áliti Hæstaréttar eru úrslit kosninganna og það hvernig atkvæði féllu ekki véfengt. Úrskurðurinn verður þeim mun undarlegri sem maður skoðar hann meira en að sjálfsögðu ber að virða hann.

Ómar Ragnarsson, 30.1.2011 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband