Hvernig er hægt að klúðra jafn einfaldri frásögn?

Það, sem gerðist þegar bandarískir sérsveitarmenn réðust til inngöngu til að handsama Osama bin Laden eins og sagt var í upphafi að hefði verið ætlunin, getur varla hafa verið flókið, til dæmis það hvort hann var vopnaður og hvort hann skýldi sér á bak við konu sína.

Það hvernig menn hafa tvísaga og margsaga í þessu máli er afar óheppilegt. 

Að vísu ber að hafa það í huga að þetta var í eðli sínu stríðsaðgerð og að í stríði er sannleikurinn það fyrsta sem deyr. 


mbl.is Osama bin Laden var óvopnaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æi, Ómar, slakaðu ná á. Bíðum eftir frekari upplýsingum. Það sem skipir máli er að óþokkinn er kominn til andskotans. En ekki að Ómar og fleiri fái strax nákvæmar upplýsingar um það sem gerðist. Eitt er víst að Navy Seals stóðu sig vel.   

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 23:31

2 identicon

Sæll Ómar

Er það ekki annars leiðinlegt að þessi fake-mynd þeirra virkaði alls ekki, sem átti víst að vera mynd af Bin Laden látnum? 

Hvers vegna lögðu þeir á sig alla þessa vinnu og áhættu við að búa til svona fake-photoshop-mynd eins og þessa með öðrum látnum mann (http://www.hmsfriday.com/2011/05/02/picture-of-dead-osama-is-a-fake/) ?

Hvenær verður svo fjölmiðlum loksins veittur aðgangur að þessum raunverulegu kvikmyndum, ljósmyndum og öllu öðru er tengist þessu máli, hvað varðar þennan umdeilda Bin Laden er yfirvöld telja okkur trú um, að hafi þurft að fjarlægt starx (eða innan við 24 tíma)?  

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 00:43

3 identicon

Er það ekki svona sem sagan breytist,

SKILABOÐ SKIPSTJÓRA TIL 1. STÝRIMANNS:

Snemma í fyrramálið, klukkan 9:00 verður almyrkvi á sólu. Þar sem þetta er ekki daglegur viðburður skal áhöfnin klæðast sínum bestu fötum, raða sér upp úti á þilfari og fylgjast með þegar sólin hverfur. Ég mun sjálfur útlista þennan merka atburð fyrir áhöfninni. Ef það rignir er hætta á að okkur auðnist ekki að sjá þegar sólin hverfur og fari svo skal áhöfnin koma saman í matsalnum.

SKILABOÐ 1. STÝRIMANNS TIL 2. STÝRIMANNS:

 Samkvæmt skipun skipstjórans verður snemma í fyrramálið, klukkan 9:00, almyrkvi á sólu. Ef það rignir munum við ekki sjá sólina hverfa á þilfarinu í okkar bestu fötum. Fari svo munum við fylgjast með þessu merka fyrirbæri í matsalnum. Þetta er ekki daglegur viðburður.

SKILABOÐ 2. STÝRIMANNS TIL 3. STÝRIMANNS:

Samkvæmt skipun skipstjórans munum við fylgjast með, í okkar bestu fötum, þegar sólin hverfur í matsalnum klukkan 9:00 í fyrramálið. Skipstjórinn mun sjálfur útlista fyrir okkur hvort það fari að rigna. Þetta er ekki daglegur viðburður.

SKILABOÐ 3. STÝRIMANNS TIL BÁTSMANNS:

Ef það rignir í matsalnum snemma í fyrramálið, sem er ekki daglegur viðburður, mun skipstjórinn, í sínum bestu fötum, hverfa klukkan 9:00

SKILABOÐ BÁTSMANNS TIL ÁHAFNAR:

Snemma í fyrramálið, klukkan 9:00, mun skipstjórinn hverfa. Því miður er þetta ekki daglegur viðburður.

Samúel Guðmundur Sigurjónsson (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 01:55

4 identicon

Bandaríkjamenn gerðu þessa mynd ekki Þorsteinn þetta voru fjölmiðlar í pakistan sem voru of fljótir á sér og birtu þessa mynd og fleiri fjölmiðlar tóku upp á þessu.

Andri- (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 12:25

5 identicon

Það er ekkert að marka Pakkana. Pakistan er "failed state" með kjarnorkuvopn, sem þeir selja hæstbjóðanda. Það líður varla sá dagur að ungri stúlku sé ekki refsað með hópnauðgun. Og fyrir hvað er henni refsað? Fyrir það að láta nauðga sér.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 13:19

6 identicon

Sæll Andri

Þetta var reyndar fyrsta myndin sem Bandarískir fjölmiðlar birtu sem sönnun þess að Bin Latin væri látinn

Washington, May 3 (IANS) Soon after shooting dead Osama bin Laden, one of the US commandos took out a camera and clicked the Al Qaeda leader?s picture.(US commando clicked dead Osama?s picture, http://www.inewsone.com/2011/05/03/us-commando-clicked-dead-osamas-picture/47785

En af hverju ættu Pakistanskir fjölmiðlar að falsa einhverja mynd, sem augljóslega á uppruna sinn að rekja til bandarískra yfirvalda, þar sem engar myndir voru teknar aðrar en af hálfu bandaríkjamanna sjálfra er hafa núna reyndar hafnað að birta allar þessar myndir sem þeir segjast búa yfir, þú?   

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband