22.5.2011 | 08:05
Stærsta gosið í 64 ár ?
Gosið í Grímsvötnum er það stærsta af 23 eldgosum sem ég hef séð.
Af þeim sökum er ólíklegt að hægt verði að ná jafn góðum myndum af því í dag og í gær, því að fljótlega myndaði gosmökkurinn sveppalaga risa öskuský sem breiddist í allar áttir og faldi öskustrókinn inni í sér.
Vegna þess að vindátt var ekki hin sama í neðri loftlögum og uppi í 20 kílómetra hæð, sem er hærra en venjulegar þotur fljúga, var öskumökkurinn sem lagði til suðvesturs ekki nema um þriggja kílómetra hár, og því auðvelt að fljúga yfir honum, en hins vegar engin leið að koma nálægt gosinu fyrir sunnan það og sömuleiðis öskumistur upp úr öllu valdi fyrir norðan gosið.
Ofan á þetta bætust hrikalegustu eldingar sem ég hef séð, sumar þeirra 10-20 kílómetra langar.
Myndirnar sem birtast hér á síðunni voru teknar í gærkvöldi áður en gosið hafði ekki drekkt sér í eigin drullu, ef svo má að orði komast.
Hér er bara myrkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar þú þarft ekki að undrast að um hamfarir sé að ræða því að ekki er ég nú lítið búin að aðvara þig og aðra sem lesið hafa blogg mitt!
Sigurður Haraldsson, 22.5.2011 kl. 10:07
Ekki er sopinn heimsendir fyrr en í ausuna er kominn. Ætli ameríski heimsendaklerkurinn sé búinn að frétta af þassu?
Jón Logi (IP-tala skráð) 22.5.2011 kl. 12:10
Þú hefur orðið yfirburða þekkingu og reynslu af eldgosum á Íslandi -þegar þau brjótast upp úr iðrum jarðar. Fræðingarnir eru með allan hugann neðanjarðar-hvað þar sé að gerast. Það er merkilegt líka og eflir vísindin. En við almúginn metum það sem fyrir augu ber. Takk fyrir að koma öllu þessu sjónspili til okkar í myndum og máli.
Sævar Helgason, 22.5.2011 kl. 23:07
Það á að þjóðnýta ómar í að búa til fleyri stiklu þætti.
droplaugur (IP-tala skráð) 26.5.2011 kl. 06:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.