Jafn vonlítið og í Austur-Þýskalandi á sínum tíma.

"Ekki taka á móti fólkinu okkar" var í raun sagt í Austur-Þýskalandi við Vestur-Þjóðverja þegar þeir voru sakaðir um að lokka fólkið vestur yfir.

Þetta var þýðingarlaust, því að engin leið var að koma í veg fyrir að fólk í austurhluta landins frétti af miklu betri kjörum í vesturhlutanum, jafnvel þótt Austurþýsk yfirvöld gerðu allt sem hægt var til að leyna hinu sanna.

Á endanum var Berlínamúrinn reistur til að stöðva fólksflóttann.

Nú lifum við á upplýsingaöld og frjálsu flæði fólks á milli landa í okkar heimshluta og ekki hægt að reisa neina Berlínarmúra.

Engin leið er að koma í veg fyrir að fólk fái vitneskju um kjör í nágrannalöndum okkar og enn vonlausara að reyna að koma í veg fyrir að það flyti sig um set.

Eina leiðin er að reyna að fá þessa landa okkar með einhverjum ráðum til að vera hérna áfram.

Vísa í næsta bloggpistil á undan þessum varðandi þetta.


mbl.is „Ekki taka læknana okkar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enda þurfum við að búa við samskonar stjórnvöld í dag!

Ófeigur (IP-tala skráð) 7.7.2011 kl. 23:03

2 identicon

Það eru ekki mörg ár síðan að gengi krónunnar var svo sterkt að ég hafði ekki efni á því að koma til Íslands.  Nú er sagan önnur, nú er það ekkert mál.

Gengi krónunnar var svo sterkt að það gat ekki annað en fallið.  Þá verða auðvitað laun á Íslandi mjög lág miðað við önnur lönd.

Nú búum við í opnu samfélagi innan EES og eigum að nýta okkur það. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 7.7.2011 kl. 23:21

3 identicon

Sæll Ómar; sem aðrir gestir, þínir !

Því undarlegra er það; að þið Stefán Júlíusson, skuluð báðir styðja þessa hryðjuverka hreyfingu; hver, ''Samfylking'' kallast, án þess að reyna nokkuð til, að fyrirkoma FLOKKS forystu ykkar, á nokkurn handa máta.

Sá; er einn ykkar helztu meinbauga.

Nema; þið viðurkennduð óskapnaðinn, sem af EES og öðru slíku stafar, frá hinum gömlu Evrópsku nýlenduveldum stafar - og það; gagnvart Norður- Ameríku ríkinu Íslandi, í ofanálag !

Með kveðjum samt; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.7.2011 kl. 23:49

4 identicon

Það er því miður hægt að reisa Berlínamúra í dag með því að takmarka aðgang að internetinu og öðrum miðlum. Við sjáum ýmis lönd sem þurfa að lúta höfði undir sérkennilegum einræðisherrum sem heimtar það að þegnar þeirra hafi sama sem engan, eða mjög takmarkaðan, aðgang að internetinu.

Steini (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 00:52

5 identicon

Það er enginn að svelta á Íslandi.

Ef fólk flytur þá er það af því það vill aðeins betri neyslugæði.

Læknar eiga að geta haft það mjög gott hérna ef þeir skuldsetja sig ekki of mikið.

Allt í lagi að sýna smá samstöðu með þjóðinni á erfiðum tímum, og já þakklæti gagnvart öllum þeim sem borguðu læknanámið þeirra.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 05:13

6 Smámynd: Hrannar Baldursson

Geir Jónsson: er enginn að svelta á Íslandi?

Fjöldi fjölskyldna hefur neyðst til að flytja úr landi til að forðast þær aðstæður að horfa upp á börn sín svelta.  Til allrar hamingju hefur verið hægt að kjósa með vængjunum, ein og Ómar hefur orðað það ágætlega.

Slíkt er þó ekki merki um góða hagstjórn. 

Að flytja til Noregs snýst ekki um aukin neyslugæði (enda dýrt að lifa í Noregi), heldur lífsgæði.

Hrannar Baldursson, 8.7.2011 kl. 06:19

7 identicon

Tad er bara ad auka adeins meira a "velferdina".

Skattleggja enn betur vinnu folks og hatast vid ta sem vinna ser inn heidarlegar tekjur.

Ta verdur fljott litid eftir af laeknum, eda odru folki sem ber mikla abyrgd og hefur haft saemileg laun.

jonasgeir (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 07:28

8 identicon

Soða málið í stærra samhengi, ekki líta á Ísland eða Reykjavik sem miðju heimsinns. Fólksflutningar hafa verið miklir á Íslandi undanfarin ár, illa gengur að manna lækna og kennarastöður í sjávarþorpunum í kringum Ísland. Nú er Ísland bara eitt "lítið sjávarþorp, útálandi þar sem veðrið er vonnt, kaupð lágt og engin vill grafa sig lifandi"

Kv.

Bjössi (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 08:48

9 identicon

Ég vil benda á, að þessi viðmiðun er ekki alveg rétt.

Sovét ríkin voru eftir stríðsárin, eitt ríkasta hluti heimsins.  Og berlínarmúrinn var ekki upphaflega gerður til að loka fólk inni, heldur til að múra af Vestur-Berlín.  Rússar vildu að Bandaríkjamenn yfirgæfu berlín og lokuðu hana af.  Til móts við þetta, tók síðan við "brúin til berlín", þar sem menn sáu til að fljúga öllum nauðsynjum til vestur berlínar, til að halda yfirráðunum þar.

En þetta tal Ómars, er dæmigert fyrir mannkynið.  Maður hagræðir mankynsögunni, í eigin hag.  Sannleikurinn er sá Ómar, að á tímum Stalín og Krutchev, og framan af á tímum Breshnev, þá var Austur blokkin ríkari en sú vestri.  Svona svipað eins og Kína og Evrópa í dag.  Fullt af fólki, meðal annars Íslenskar fjölskyldur, fóru til Austur Evrópu til að vinna.  Margar þessar fjölskyldur eru meðal "stór" menna í Íslandi, enn þann dag í dag ... við kölluðum þá bara komma skratta á sínum tíma, en þau voru í mínum ungdómi ansi "aktívir" og ansi "stórtækir" og níðingslegir.  Og þori að veðja, að eru enn.

Berlínarmúrinn, var ekki gerður til að hindra fólk í að flýja austur þýskaland Ómar Ragnarsson.  Slíkt er bara sögur úr kyljum bókmenta og bíomynda.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 09:19

10 identicon

Í Noregi er fjölskylduvænt samfélag. Foreldrar eru komnir úr fullri vinnu um 4 og báðir foreldrar ala upp börnin. Ekki eins og hér þar sem margir feður sem eru þó á heimili með börnunum sjá þau um helgar því þeir eru í mikilli vinnu alla daga langt fram á kvöld. Og sumar mæður líka. Búið er að telja okkur Íslendingum trú um að mikil vinna auki gildi okkar en það er í raun og veru bara blekking því börnin líða fyrir. En þetta er nauðsynlegt í  samfélagi þar sem allir neyðast til að kaupa sér íbúð með verðtryggðum lánum.

Rósa (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 09:24

11 identicon

Noregur er svona ríkt vegna þess að þeir nýta auðlindir landsins, t.d. olíu, sem hefur gert þá að einu ríkasta landi verlaldar.

Annað er uppi á teningnum hér á landi.  Hér má ekki nýta auðlindir landsins, heldur "gera eitthvað annað". 

Nú hefur verið virkjana og stóriðjustopp í 5 ár, og hvernig er árangurinni? 

Nú erum við farin að "gera eitthvað annað" og eitthvað-annað" hagkerfið er nú ráðandi hér á landi.  Þetta veldur því að ekki er hægt að vinna bug á atvinnuleysi svo það verður viðvarandi 7-8% atvinnuleysi hér á landi næstu árin.

Atvinnuleysi væri helmingi hærra hér á landi ef við hefðum ekki flutt atvinnuleysið úr landi, og því mun atvinnuleysi verða eitt af okkar stærstu útflutningsvörum næstu árin.

Svo má ekki kanna það hvort að olía finnist hér við land á okkar hluta Drekasvæðisins, því það gæti olli mengunn.
Norðmenn eru hinsvegar farnir að undirbúa rannsóknir og vinnslu á sínum hluta Drekasvæðisins.

Norðmenn verða alltaf ríkari en við vegna þess að þeir nýta sínar náttúruauðlindir á meðan við viljum ekki snerta okkar auðlindir, því það er talið að þær séu ómetanlegar "náttúruperlur" sem verður að vernda.
En verndun kostar okkur dýrt í formi tapaðra starfa og tekna, og þar með tapaðra tækifæra á öllum sviðum.

Björn J. Höskulds. (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 10:05

12 identicon

Okkar dýrustu auðlindir eru auðlindir hafsins og náttúra landsins. Orkuna nýtum við svo auðvitað eftir þörfum, en þó ekki til gefa erlendum stórfyrirtækjum ódýrt rafmagn. Meinsemd okkar er sú að öfugt við við Norðmenn rennur arðurinn af lifandi auðlindum hafsins ekki í þjóðarbúið, heldur í botnlausa vasa nokkura fjölskyldna. Við búum enn við hallærislegan kapítalisma; kleptocracy, cronyisma og heimóttarlega þjóðrembu.

  

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 11:22

13 Smámynd: Yrsa Björt Löve

Brúttólaun (laun fyrir skatta) sérfræðilæknis sem kominn er í hæsta launaþrep eftir 14 ára starfsreynslu (fyrsta lagi um 45 ára aldur) fyrir 100% dagvinnu (8-16 alla virka daga) á spítala eru 553.000 ISK á mánuði. Þetta er fyrir skatt. Brúttólaun nýútskrifaðs læknis eru tæp 306.000 ISK á mánuði.

Þar sem hér að ofan var vísað í vanþakklæti lækna fyrir sína dýru menntun vil ég auk þess benda á eftir farandi:

1. Hver læknanemi kostar íslenska ríkið nokkrum sinnum lægri fjárhæð heldur en læknanemi í löndunum í kringum okkur. Læknadeildin hefur alltaf verið fjársvelt.

2. Læknanemar þurfa að framfleyta sér á námslánum í sex ár sem getur verið veruleg fjárhæð að loknu námi.

3. Læknir þarf sjálfur að standa straum af sínu sérnámi, en það er ekki fyrr en að því loknu sem hann er orðinn sérfræðingur. Læknar eru yfirleitt komnir yfir þrítugt þegar þeir flytjast út til sérnáms, þá flestir með fjölskyldu. Flutningur til útlanda er kostnaðarsamur. Gjarnan þarf að selja fasteign hérlendis (2,5% sölulaun), gámur út kostar um hálfa milljón, kaup á húsi úti kostar v. lántöku í kringum milljón, auk þess sem það fellur alltaf til töluverður kostnaður vegna hluta sem þarf að kaupa/selja svo sem bíla o.fl.

4. Álagið er mikið á fjölskyldu læknisins, sem fylgir nær undantekningalaust með, þar eru maki og börn sem öll þurfa að koma sér fyrir í nýju landi, finna nýja vini, byrja í nýjum skóla, læra nýtt tungumál og makinn þarf að koma sér upp nýjum "carrier", eða, eins og gjarnan vill verða, fá ekki einu sinni vinnu, heldur fórna sínum tíma til að vera heimavinnandi.

5. Svo þarf að flytja heim aftur = selja hús (kostnaður), flytja gám (kostnaður) og kaupa hús (kostnaður). Aðlögun barna upp á nýtt á Íslandi, nýir vinir, nýr skóli, makinn þarf að leita sér að vinnu og byrja sinn carrier - loksins.

6. Á meðan sérfræðinámi stendur er læknirinn á lágum launum.

Allt ofangreint, að fyrsta liðnum undanskildum, er kostað af lækninum og engum öðrum. Íslenska ríkið hefur notið góðvildar landanna í kringum okkur (Norðurlöndin, USA o.fl.) sem hafa tekið fagnandi á móti íslenskum læknum, enda þykja þeir með eindæmum duglegir, þrátt fyrir að vita að flestir þeirra hverfi til síns heima að námi loknu. Íslenska ríkið hefur ekki greitt sjúkrahúsum erlendis krónu í menntunarkostnað og læknirinn fær engan styrk.

Læknir kemur heim úr sérnámi, gjarnan kominn undir fertugt, með fjölskyldu í fullri stærð, slippur og snauður og byrjar baslið. Þá hafa bekkjarfélagar hans úr barnaskóla sem völdu að læra til smiðs t.d., unnið fyrir launum í 15 ár eða meira. Launin hans eru svona 480 þús brúttó fyrir fulla dagvinnu.

Það er auk þess ekki sjálfgefið að læknirinn/fjölskylda hans vilji koma heim, enda börnin yfirleitt komin á unglingsaldur.

Sérfræðingur á vakt á vökudeild Barnaspítalans (nýburagjörgæsla) hefur á tímann fyrir kvöld/nætur/helgarvinnu 4700 kr á tímann fyrir skatt. Sérfræðingur á hjartagæsluvakt (ekki viðvera nema við útköll en verður að koma inn e. þörfum) fær 900 kr á tímann fyrir skatt. Skoðið samningana ef þið trúið ekki ykkar eigin augum.

Ríkið hefur lítið "gefið" læknum, en þess meira þegið, enda vart til sá læknir sem ekki á fleiri hundruð ef ekki þúsund yfirvinnutíma inni hjá sjúkrastofnunum þessa lands, því það hefur aldrei tíðkas að greiða læknum fyrir yfirvinnu. Það er auk þess ekkert til hjá læknum sem heitir óunnin yfirvinna.

Þá er þessu komið á framfæri.

Yrsa Björt Löve, 8.7.2011 kl. 12:15

14 identicon

Þrátt fyrir allt þá eru ennþá ágætis lífsgæði hérna.

Hrannar hversu margir Íslendingar hafa dáið úr hungri hér á landi á þessu ári? Ertu með lista?

Ég stend við það sem ég sagði. Margt af þessu fólki sem er að fara út er að gera það ekki vegna þess að það nær ekki endum saman þegar kemur að nauðsynjum heldur er það búið að vera ofdrekrað og er að reyna að finna 2007 lífsgæðin aftur.

Á Íslandi er öllum tryggt lágmarksframfærsla og hún á að duga fyrir nauðsynjum. Þetta er auðvitað enginn lúxus en það er enginn að fara að drepast. Margir borga skuldir og eiga svo ekki fyrir mat í mánaðarlokin það segir sig sjálft að þá á fólk að hætta að borga, taka frá fyrir nauðsynjunum fyrst.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 9.7.2011 kl. 05:49

15 identicon

Komið þið sæl, að nýju !

Geir Jónsson !

Alrangt hjá þér; ágæti drengur. Eðlilegt mannlíf; (með samsvarandi lífsgæðum), er á hverfanda hveli hér; algjörlega, þar sem eini munurinn, á hinu Austur- Þýzka reglu gerða bákni - og Evrópusambandsins, er sá, að fólk koðnar niður, hægt og bítandi, undan álagi ESB skriffinnskunnar - byssuhlaup Prússa (Austur- Þjóð verja), afgreiddu andstöðuna þar eystra, með kúlnahríðinni, einfaldlega - en hratt, jú, það vantaði ekki.

Norður- Ameríkuríkið Ísland; á þar fyrir utan ÖNGVA samleið, með Evrópsku glópunum, Geir minn - hvorki; í bráð, né lengd.

Með þeim sömu kveðjum; sem fyrri /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.7.2011 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband