Og samt berja menn hausnum við steininn.

Hafísinn minnkar og er í sögulegu lágmarki. Jöklarnir þynnast og dragast saman. Meðalhiti hvers einasta árs í meira en áratug hefur verið lægri en áður var. Dýr, jurtir og fisktegundir færa sig samfellt norðar og norðar. Gróður á Íslandi er víða í sókn þar sem hann eyddist sífellt áður.

Samt eru þeir til sem vilja helst ekki viðurkenna og alls ekki að þetta standi í sambandi við síaukinn útblástur gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum né heldur að spár,sem settar voru fram um hlýnun af mannavöldum hefðu fyllilega gengið eftir. 

"Skrattinn er leiðinlegt veggskraut sagði Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, í nýjársávarpi sínu fyrir meira en áratug þegar hann reyndi að gera sem minnst úr viðvörunum vísindamanna og aðgerðum á borð við þær sem ákveðnar voru í Kyoto en hafa ekki verið framkvæmdar þegar á heildina er litið. 

Nú síðast í þessari viku lýsti Bahn ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna yfir því að váin vegna hraðrar hlýnunar væri meðal þeirra stærstu sem þjóðir heims stæðu frammi fyrir og vísbendingarnar um það eru miklu sterkari nú en þegar Davíð efaðist á sínum tíma. 

En til eru þeir sem berja áfram höfðinu við steininn. Hvers vegna gera þeir það? Af hverju vilja menn ekki aðhafast neitt heldur frekar láta allt fara á versta veg? 

Vonandi er það vegna hreinnar efahyggju eða barnslegrar trú á því að ekkert sé að og að allt reddist, en því miður gæti fleira valdið þessari afstöðu. 

Þær geta verið að frumstæðum pólitískum hvötum, þeirri hyggju þessara manna, að það séu vondir vinstri sinnaðir vísindamenn og stjórnmálamenn sem vilja bregðast við vandanum til þess að draga úr því mikla tjóni sem aðgerðarleysi hefur í för með sér. 

Þær geta líka verið af hagsmunaástæðum þar sem þröng skammtímasjónarmið ráða för.

Olíuframleiðendur telja sig tapa á því að reynt sé að minnkað olíunotkun og gríðarlegir gróðahagsmunir eru fólgnir í því að viðhalda og auka orkunotkun og þar með útblæstri til að þjóna kröfunni um sífelldan hagvöxt. 

 


mbl.is Hafísinn í sögulegu lágmarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ómar minn! Þetta gróðurhúsahjal er allt tóm steypa. „loftslagsvandinn“ er enginn vandi. Ef þú ert ekki búinn að því ættir þú alveg endilega að lesa Þjóðmálagrein mína „Að flýta ísöldinni http://vey.blog.is/blog/vey/entry/988129/. Þú gekkst í Austurbæjarskólann og Lindó eins og ég og hlýtur að hafa lært eitthvað af því sem ég fer yfir þar.

Gangi þér vel við lesturinn, Kveðja. 

Vilhjálmur Eyþórsson, 11.9.2011 kl. 00:54

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Er það út af fyrir sig eitthvað slæmt að hafísinn sé í lágmarki og jöklar dragist saman? Er ekki hægt að týna til eitthvað bitastæðara um skaðsemi hlýnunar? Hlýindin hér síðasta áratug eru reyndar fyrst og fremst náttúruleg sveifla. Svo kemur bakslagið - hræðlegra en nokkur veit! En ekki efast ég um að jörðin sé að hlýna svona almennt talað þó okkar hitasveifla sé stærri en nokkur slík hlýnun. Það verða menn helst að átta sig á.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 11.9.2011 kl. 02:05

3 identicon

Ómar vel má það vera að þú hafir aldrei barið hausnum við steininn. En hræddur er ég um að þú hafir oftar en einusinni dottið á höfuðið.

gissur jóhannesson (IP-tala skráð) 11.9.2011 kl. 07:51

4 identicon

„Meðalhiti hvers einasta árs í meira en áratug hefur verið lægri en áður var.“

Ekki rímar þetta nú nógu vel við það sem að öðru leyti má finna í greininni.

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 11.9.2011 kl. 08:54

5 identicon

Sæll Ómar.

Ég hef litla sem enga trú á þessum dómsdagsspám um gróðurhúsahlýnun jarðar, hvað þá að þær séu af manna völdum.

En sjálfssagt er að minnka útblástur koltví sýrings og annarra mengandi eiturgufa og þar hefur náðst ótrúlega mikill áangur á heimsvísu og hér innanlands á tiltölulega fáum árum. Þetta veist þú mæta vel jafn fjölfróður og þú ert og ekki síst sem mikill bíla- og flugáhugamaður.

Óháðir vísindamenn hafa sýnt fram á að jörðin hefur gengið í gegnum svona hlýnunar- og kuldaskeið reglulega í bylgjum í gegnum árþúsindirnar.

Talið er að á Landnámsöld hafi veðurfar hérlendis jafnvel verið enn hlýrra en það er nú. Þá draup hér smjör af hverju strái og landið var skógji vaxið milli fjalls og fjöru.

Þetta stenst því enga skoðun þegar litið er aftur í tímann til langs tíma.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 11.9.2011 kl. 10:45

6 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Guðlaugur! "koltví sýrings og annarra mengandi eiturgufa" ??? Þú blæst sjálfur frá þér ca. 1,5 lítrum á mínutu í hvíld CO2 er ekki eitur.

Ómar lestu fræði Nóbels hafans Enriko Fermis. Þá kemstu að því hvernig loft-

hjúpur jarðar kemur í veg fyrir að það sé sama ástand hér á jörðini eins og er á

túnglinu. ( -125c í skugga og +125 í sólinni )

Leifur Þorsteinsson, 11.9.2011 kl. 11:44

7 identicon

Flestir eru orðnir langþreyttir á þrasi um breytingu á veðurfari af mannavöldum eða ekki. Satt að segja er ég hættu að nenna að lesa um þær rannsóknir. En eitt skulum við hafa í huga. Við megum ekki ganga á gas og olíu auðlindir á sama hátt og við höfum gert. Komandi kynslóðir hafa sama tilkall til þeirra og við. Hvað “fossil fuel” varðar, hefur mannskepnan verið ótrúlega eyðslusöm og eigingjörn. Allur efnaiðnaður byggist á þessum hráefnum. Og ekki hafa Íslendingar verið þar til fyrirmyndar. Gunnlaugur talar um mikinn árangur hér innanlands, hvað minnkun útblásturs á CO2 varðar. Ég veit ekki hvað maðurinn er að fara. Hvergi er bílaflotinn stærri (per capita). Þá skal hafa í huga að við hvert tonn af áli sem við framleiðum með rafgreiningu, framleiðum við nær 3 tonn af CO2.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.9.2011 kl. 11:58

8 identicon

Ekki veit ég hvort hitinn sé af manna völdum eða náttúruleg sveifla, en ég er fylgjandi því að gera allt til að minnka útblástur þó það sé ekki til annars en að bæta andrúmsloftið.

Einnig vil ég benda á að ef við notum ál í stað stáls í bíla og léttu þá um 100kg þá minnkar útblástur CO2 um 9g á hverja 100 km. eins og sjá má hér

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 11.9.2011 kl. 12:19

9 identicon

Við höfum ekki efni á því að taka séns með að þetta sé bara náttúruleg sveifla; það liggur líf okkar allra undir, afkomanda okkar.

Leifur, límdu poka á hausinn á þér, hafðu einhvern viðbúinn að hringja eftir hjálp þegar þú færð nóg af Co2

DoctorE (IP-tala skráð) 11.9.2011 kl. 12:48

10 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Doctor E. Reyndu að gera greinarmun á orsök og afleiðingu. medð poka á hausnum deirðu ekki

úr CO2 "eitrun" heldur kafnar þú úr skorti af súrefni, Heilinn sem þarfnast súrefnis ríks blóðs hættir

að starfa og það er ekki gott fyrir Doctora.

Leifur Þorsteinsson, 11.9.2011 kl. 13:46

11 identicon

Hvert þarf hlutfall co2 að vera svo þú drepist, svo plöntur drepist...

DoctorE (IP-tala skráð) 11.9.2011 kl. 14:01

12 identicon

Spara þér tíma svo þú ruglir ekki meira Leifur.. Þú kannt ensku, er það ekki
http://en.wikipedia.org/wiki/Carbon_dioxide

DoctorE (IP-tala skráð) 11.9.2011 kl. 14:18

13 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Doctor E. Þegar súrefni þrýtu ertu dauður. Svo plöntu drepis? Hvaða rugl er

þetta hefurðu aldrei heyrt um ljóstillífun. Farðu í heimsókn í stóra gróðrar-

stöð t.d.á Flúðum og sjáðu stóru gastankana sem merktir eru CO2.

á wikipedia slærðu upp photosyntesi (ljóstillífun) og gerðu þér far um að skilja

rétt. Afhverju heldurðu að skógar séu kallaðir Lungu heimsins.

Og svo skaltu ná í góða bók um líffræði það er ekki hægt að ræða þessi mál

á annara bloggi.

Leifur Þorsteinsson, 11.9.2011 kl. 14:59

14 identicon

Þú ert augljóslega of tæpur á því til að það sé þess virði að ræða við þig. Fékkstu þessar fáfræðis uppl hjá Michele Bachmann; Hún talaði einmitt nákvæmlega eins og þú og varð aðhlátursefni á heimsvísu.

DoctorE (IP-tala skráð) 11.9.2011 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband