Gaf Jói útherji tóninn ?

Fyrir hreina tilviljun var ég staddur við ljósmyndavörubúð Harrys á Ensku ströndinni á Gran Canaria í kvöld þegar Helga sagði allt í einu: "Þeir eru að spila Jóa útherja."

Ég hélt fyrst að þetta væri tóm vitleysa hjá henni, því að ekki heyrði ég það, en - jú, mikið rétt, á flatskjánum við búð Harrys sást Hjörtur Júlíus Hjartarson vera að kynna fréttaþulnum komandi kjör íþróttamanns ársins, og Helga er með það betri heyrn en ég að hún heyrði lagið. 

Niður í hug mér sló hvort þetta væri fyrirboði um kjörið, - en hvort sem svo er eða ekki varð knattspyrnumaður fyrir valinu, - þó sýnu betri en Jói útherji var á sínum tíma, en þess má geta að það var ekki tilviljun að Jói var settur í þessa stöðu á vellinum í textanum hér í den, því að það var sú eina staða sem höfundurinn þekkti af eigin raun þann stutta tíma sem hann lék með Ármanni.

Heiðar Helguson er nú að uppskera laun nær óendanlegrar þolinmæði sem getur verið fyrirmynd hvers íþróttamanns og er ástæða til að óska honum til hamingju með þennan heiður.  


mbl.is Heiðar íþróttamaður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband